Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 8

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 8
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, sími 1114. Ritstjóri: Jón Tómasson. Blaðstjóm: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson, Kristján A. Jónsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf Prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar /-------------------------------,. JÓN TÓMASSON: AÐ LOKNUM KOSNINGUM Alþingiskosningamar sem fram fóm laugardaginn 23. apríl s.l. vom í fram- kvæmd betri en menn þorðu að vona - og vonandi lofar það góðu. Hamfarir veð- urs höfðu undanfarið verið með eins- dæmum - snjókoma slík að hún færði farartæki og hýbýli manna í kaf víða um land. Ráðstafanir voru af þeim sökum gerðar til að mæta erfiðleikum kjósenda við að komast á kjörstað og jafnvel f jölga kjördögum. En laugardagurinn var laug- aður sólskini og blíðviðri um allt land og kosningum lauk á tilsettum tíma, lands- lýð og kjörstjómum til mikils léttis. Talning atkvæða hófst á réttum tíma og vökunótt var framundan hjá áhugafólki um stjórnmál þjóðarinnar. Margar skoðanakannanir höfðu verið gerðar og voru þær allar á þann veg að stórfelldar breytingar yrðu á kjörfylgi flokka - enda margir nýir framboðshóp- ar. Breytingar urðu minni en búist var við. Flokkum fjölgaði þó um tvo, sem eiga sæti á næta Alþingi. Það er að sjálf- sögðu í lýðræðis átt, en af ýmsum talið vafasamt, að það eitt leysi þann mikla vanda er þjóðin standur nú frammi fyrir í efnahags- og atvinnumálum. Þegar leið að lokum talningarinnar var mikil spenna um hvar og hvernig upp- bótaþingsæti kæmu niður. Af 11 uppbót- arþingsætum fékk Reykjaneskjördæmi 4 þingmenn og því þingmannafjöldi okkar nú níu, en það er einum fleira en nokkru sinni áður. Niðurstöður urðu þessar í Reykjanes- kjördæmi A. Alþýðuflokkur fékk 4289 atkvæði. Þingmenn hans eru Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason. B. Framsóknarflokkur fékk 3444 at- kvæði. Það nægði ekki til að halda Jó- hanni Einvarðssyni á þingi. C. Bandalag jafnaðarmanna fékk 2345 atkvæði. Guðmundur Einarsson náði uppbótarþingsæti. D. Sjálfstæðisflokkur fékk 12779 at- kvæði. Þingmenn hans verða Matthías A. Mathiesen, Gunnar G. Schram, Sal- óme Þorkelsdóttir og Olafur G. Einars- son. G. Alþýðubandalag fékk 3984 at- kvæði og er Geir Gunnarsson þingmaður þess. V. Kvennaframboð fékk 2086 at- kvæði. Kristín Halldórsdóttir náði upp- bótarþingsæti. Það er vissulega kaldhæðni að Keflvík- ingurinn Jóhann Einvarðsson, sem hlaut 3444 atkvæði skuli falla út af þingi, en t.d. í Vestfjarðarkjördæmi fá flokks- bræður hans 1510 atkvæði og fá út á það tvo menn kjörna. í stað Jóhanns Einvarðssonar, fáum við 3 nýja þingmenn Gunnar Schram, Guðmund Einarsson og Kristínu Hall- dórsdóttur. Það á eftir að koma í ljós hvort Jóhann hefur verið þriggja manna maki á þingi fyrir okkur Reyknesinga. Við skulum vona að fleiri heilar og fleiri hendur nái betri árangri í farsælu endur- skiplagi atvinnumálefna í kjördæminu. Hröð fólksfjölgun hér og dapurleg staða hefðbundinna atvinnuhátta kallar á stór- hug og djörfung þeirra er við stjórnvöl- inn standa. Eftir mjög slappar sjónvarpsumræður frambjóðenda virtist fólk vera áhugah'tið og vondauft. Hvergi bólaði á vorboða eða þjóðlífsgróanda í tali eða á svip þess- ara manna. Það er kannski varla von, því að engum á að vera 1 jósari voðinn - vandi þeirra, sem eiga að taka við og greiða fram úr botnlausum erfiðleikum í at- vinnu- og efnahagsmálum. 22ÁRAÞJÓNUSTA - ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT ÁTTÞÚMYNDAF FJÖLSKYLDUNNI? Tímapantanir í sima 2930. UÚSMYNDASTOFA SUÐURNESJA Hafun*tn 71 -Slni 2931. NÁMS- EÐA STARFSSTYRKIR Til að efla og auka iðnhönnun á íslandi var ákveðið á aðalfundi íslensks markaðar hf. að veita tvo náms- eða starfsstyrki á þessu sviði. Styrkimir eru hver um sig 60.000,- (verðtryggðar) og er öllum sem hyggja á nám í iðnhönnun eða vinna að ákveðnu verkefni á þessu sviði heimilt að sækja um styrki þessa. Umsóknum sé skilað til íslensks markaðar hf., 235 Keflavíkurflugvelli fyrir 31. maí nk., ásamt greinargóðri lýsingu á fyrirhuguðu námi eða starfstilhögun. SfSLENZKUR MARKADUR HF. oeafiaaiiío' 124-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.