Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 17

Faxi - 01.05.1983, Blaðsíða 17
MINNING Porkell Guðmundsson KAUPMAÐUR FÆDDUR 5. JANÚAR 1927 DÁINN 17. APRÍL 1983 Þriðjudaginn 26. apríl fór fram kveðjuathöfn í Keflarvíkur- kirkju um Þorkel Guðmundsson kaupmann Hringbraut 94 Kefla- vík, og var hann jarðsunginn að Fáskrúðarbakka í Miklaholts- hreppi miðvikudaginn 27. s.m. Hann andaðist á Landsspítal- anum sunnudaginn 17. apríl eftir stutta legu. Hann var fæddur á Nýjabæ, Brimilsvöllum Fróðárhreppi Snæfellsnesi 5. janúar 1927 og er fjórði í röðinni af 10 systkinum. Faðir hans var Guðmundur G. Ólafsson sjómaður, fæddur í Ólafsvík 13. júlí 1899, sonur Ólafs Árna Bjarnasonar for- manns í Ólafsvík fæddur 1860, sonur Bjarna Ólafssonar frá Ytri Bug fæddur 1823 og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur fædd á Hellnum í Breiðavíkur- hreppi 1826. Kona Ólafs Áma Bjarnasonar var Katrín Hjálm- arsdóttir, fædd að Tanga við Stykkishólm 19. ágúst 1868, dóttir Hjálmars Þórðarsonar bónda, fæddur í Fellstrandar- hreppi 1830 og konu hans Hólm- fríðar Jóndóttur fædd í Klofn- ingshreppi í Sölum 1831. Móðir Þorkels var Sumarrós Einarsdóttir fædd á Seyðisfirði 23. apríl 1902, en kom með for- eldrum sínum að Vatnagarði í Garði á fyrsta aldursári, en þau voru Einar Sæmundsson fæddur að Vatnagarði 4. maí 1874, sonur Sæmundar Einarssonar fæddur 1839 og konu hans Þórunnar Valgerðar Guðmundsdóttur fædd 1840, og Ingveldur Steins- dóttir fædd 1874. Þorkell ólst upp með foreldr- um sínum og systkinum í Ólafs- vík til 18 ára aldurs 1945, en þá flutti f jölskyldan búferlum suður með sjó og bjó að Hólabrekku í Garði og var Þorkell þar til heim- ilis uns hann giftist. Þorkell var tvígiftur. Fyrri kona sinni Huldu Teitsdóttur frá Litla Hólmi í Leiru giftist hann 1948. Þau eignuðust 1 barn, Svanhvíti er lést á fyrsta ári. Þau slitu samvistum. Árið 1953 hóf Þorkell búskap með unnustu sinni Hansínu Þóru Gísladóttur frá Kleifarvöllum í Miklaholtshreppi sem nú lifir mann sinn, dóttir hjónanna Gísla Guðmundssonar bónda þar og konu hans Sigurborgar Þorgils- dóttur. Og hinn 18. maí 1958 gengu þau í hjónaband og sama dag fluttu þau til Keflavíkur í húseignina Hringbraut 94 sem þau höfðu fest kaup á, og þar höfðu þau búið æ síðan. Þeim Þorkeli og Hansínu varð níu barna auðið, en þau eru: a. Sigurborg fædd 27. desember 1952, gift Gunnari Arnórssyni stýrimanni. Þau eru búsett á ísa- firði. b. Svanur Gísli fæddur 12. febrú- ar 1954, giftur Cythíu Ann Farrel, búsett í Kanada. c. Guðmundur Þorgils fæddur 28. september 1955 býr með unnustu sinni Ingibjörgu Guðmundsdóttur úr Reykja- vík. d. Þórunn Ingibjörgfædd 13. maí 1960. e. Páll Þór fæddur 3. janúar 1962. f. Sæmundur fæddur 22. febrúar 1963. g. Þuríður Árdís fædd 3. febrúar 1965. h. Þorkell Hans fæddur 12. janú- ar 1968. i. Ólína Fjóla fædd 31. janúar 1969. Þorkell hóf snemma störf við sjóinn, ýmist á sjó eða sem land- maður við landróðrabáta, fyrst í Ólafsvík, og síðan hér syðra, og síðar við verkstjóm í frystihús- um, uns hann árið 1965 hóf sjálf- stæðan verslunarrekstur, fyrst með fiskbúð að Hringbraut 94 og síðan einnig matvömverslunina Friðjónskjör í Njarðvík, sem hann rak báðar til dauðadags. Þorkell bar mjög hlýjan hug til æskustöðva sinna og Snæfells- ness alls, og þegar félag Snæfell- inga og Hnappdæla á Suðurnesj- um var stofnað í Keflavík 19. apríl 1962 var hann einn af stofn- endum þess. Hann gegndi mörg- um trúnaðarstörfum fyrir félag- ið, og lagði sig allan fram til að ættar og vinatengsl við heimahér- uð væri sem mest. Formaður félagsins var hann 1971 og 1972 og síðan aftur 1980 til dauðadags, og kom fram í starfi hans öllu bæði heima og heiman óvenju rík réttlætis- kennd, þar sem hann tók málstað þeirra minnimáttar, og einnig hve fylginn sér og fastur hann var fyrir, ef fylgja þurfti einhverju máli fram, sem oft reyndi á. Fyrir um sex árum veiktist Þor- kell af sjúkdómi sem lamaði fljótt starfskrafta hans og háði honum mjög í starfi, en vilja- kraftur hans og festa létu engan bilbug á sér finna, og þó að heilsu hans hrakaði gekk hann bæði til starfa sinna og sinnti félagsmál- um fram á síðustu stundu. Hér hefur orðið stutt stórra högga á milli í einni fjölskyldu, því Þorkell er fimmta systkinið sem fellur frá á þrem árum. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla á Suðurnesjum þakkar Þor- keli gott og mikið starf í þágu þess, og sendir konu hans og börnum og öðrum aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur og biður Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. Guðleifur Sigurjónsson. Þetta var lifandi maður hann Daníval, smástríðinn og var lítið fyrir að láta hlut sinn. Hann var mikill framsóknarmaður og við vorum íhaldssamir í þá daga, hér í Keflavíkinni. Sjálfstæðisflokkur- inn hafði verið hér alls ráðandi og okkur hefur e.t.v. fundist að þarna væri kominn köttur í ból bjarnar, þar sem Daníval var kominn. En Daníval var skemmtilegur að mörgu leyti. Skemmtilegastur var hann að því leyti, að hann lét sig aldrei í neinu, sem hann byrjaði á. Það var eins og hann fílefldist við öll mótmæli, enda var hann hér í útgerðarráði, þegar verið var að stofna það. Það var keyptur hér bátur sem hét Keflvíkingur og hann var þá á oddinum og fór mik- ið inn í Landsbankann. Hann fékk nú ekki alltaf greið svör, en alltaf var hann kominn aftur, næsti mað- ur til þess að flytja mál sitt. Hér ætluðum við Þorgrímur að setja kommu í viðtalið, en taka upp þráðinn við fyrsta hentugt tækifæri. En örlögin höguðu því þannig, að sá, sem okkur er meiri kom og setti punkt og sögulok. Þorgrímur Eyjólfsson lést nokkrum vikum eftir að þetta viðtal var hljóðritað. Eins og fram hefur komið í þessum viðræðuþáttum þá kunni Þorgrímur Eyjólfsson fjölmargar sögur og sagnir, ekki aðeins af Suðumesjum, heldur einnig úr öðrum byggðum landsins. En hér var bjargað fáu einu af þeim fróðleik, sem hann bjó yfir. FAXI-133

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.