Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1983, Qupperneq 3

Faxi - 01.06.1983, Qupperneq 3
ijlUISIUUTIl líiVIISTAIlSM) I litMir 'Íí! xri) C1 u Tónlistarlíf hefur verið með miklum blóma í Keflavík á síðustu áratugum. Sennilega hafa íslend- ingar alltaf verið sönghneigðir en hljóðfæraleikur mjög takmarkað- ur. Miklar líkur eru á því, að það séu erlendir verslunarmenn sem leika fyrst á hljóðfæri hér á Suður- nesjum! Kirkjutónlist og ágætir organist- ar í öllum kirkjum Skagans er fyrsti verulegi vísir að tónmennt hér og varanlegu sönglífi. Auk kirkjukóranna stofnuðu margir organistar kóra, ýmist blandaða kóra eða karlakóra. Þegar litið er til þess tínia og þeirra erfiðu at- vinnuhátta er þá voru hér nær ein- göngu - erfiðisvinna til lands, eða sjávar - má telja það undraverðan árangur, sem oft náðist í þeim til- raunum. Pað er fyrst rétt eftir 1950 að hingað til Keflavíkur flutti ungur tónlistarmaður frá Reykjavík, Guðmundur Norðdahl, ráðinn söngkennari við Barnaskóla Keflavíkur. Hann var mikill áhugamaður um hljómlistarmál og vann ötullega að þeim málum við góðar undirtektir íbúanna. Hinn augljósi meginn árangur af starfi hans var að 1. desember 1953 var Karlakór Keflavtkur stofnaður, sem starfað hefur með ágætum síð- an og lyft Grettistaki, auk söngs- ins, með byggingu veglegs félags- heimilis. Lúðrasveit Keflavíkur var stofn- uð 15. janúar 1956. Guðmundur stjórnaði bæði kór og lúðrasveit. Hann var einnig hvatamaður að stofnun Tónlistarfélags Keflavík- ur, 24. október 1957, sem síðan stofnaði Tónlistarskólann, er starfað hefur með stöðugum vexti síðan. Tónlistarfélagið hefur nú í vor haldið up á tuttugu og fimm ára afmælið með fjórum úrvals tón- leikum, með fjölda ágætra tónlist- armanna. í kjölfar þessara menn- ■ngarstarfa á sviði tónlistar kom svo Kvennakór Suöurnesja, nokkrar kunnar hljómsveitir með Hljóma í broddi fylkingar og margir landskunnir hljómlistar- menn. Margrét’ Friðriksdóttir, sem bæði hefur verið formaður Kvennakórsins og Tónlistarfélags- ins, hefur í fáum orðum rakið sögu Tónlistarfélagsins í tilefni 25 ára afmælisins á eftirfarandi hátt: ,,í ár eru 25 ár liðin frá því að Tónlistarfélag Keflavíkur tók til starfa. Undirbúningur að stofnun félagsins hófst 24. október 1957. Aðal hvatamaður að stofnun þess var Guðmundur Norðdahl, en stofnfundinn sátu ásamt honum Vigdís Jakobsdóttir, Alfreð Gísla- son, Elísabet Asberg, Rögnvaldur Sæmundsson, Kristinn Pétursson, Hermann Hjartarson, Guðfinnur Sigurvinsson, Guðmundur Guð- jónsson, Guðmundur Magnússon, Valtýr Guðjónsson, Sesselja Magnúsdóttir, Helgi S. Jónsson og séra Björn Jónsson. Aðrir stofn- endur, sem ekki sátu fundinn voru Friðrik Þorsteinsson, Sólveig Sig- urbjörnsdóttir, Bjarni Gíslason og Jón Tómasson. A þessum fundi voru þessi kosin í stjórn félagsins: Formaður Vigdís Jakobsdóttir, ritari Helgi S. Jóns- son, gjaldkeri Hermann Hjartar- son, meðstjórnendur Sesselja Magnúsdóttir og Kristinn Péturs- son. Fljótlega var síðan stofnaður Tónlistarskóli sem þjóna skyldi Keflavík og nágrenni. Fyrstu kennarar við skólann voru Vigdís Jakobsdóttir, Guð- mundur Norðdal og Björn Guð- jónsson. Auk einkatíma á píanó sóttu nemendur tíma í tónlistar- sögu og tónfræði.Laun og annar tilkostnaður var greitt af skóla- gjöldum og styrktarfélagsgjöld- um, auk þess veitti ríkið 10.000 króna styrk það skólaár. Kennslan fór fyrst fram í Ung- mennafélagshúsinu, þá í kjallara Nýja Bíós, því næst fluttist hún í bflskúr við Tjarnargötu og síðan í Æskulýðshúsið við Austurgötu, þar sem aðalhúsnæði skólans er nú. Fyrsti skólastjóri Tónlistarskól- ans var ráðin Ragnar Björnsson árið 1960, og gegndi hann því starfi til ársins 1976. Sama ár breyttist staða Tónlistarfélagsins á þann hátt, að ríki og bær tóku að sér í sameiningu rekstur skólans. Var þá skipuð sérstök skólanefnd, sem í áttu sæti fulltrúi frá bænum auk stjórnarmeðlima Tónlistarfélags- ins. Skólanefndin er umsagnarað- ili varðandi ráðningu kennara og fjallar einnig um rekstur skólans. í fyrstu skólanefnd sátu formað- ur Páll Axelsson, gjaldkeri Anna D. Agústsdóttir, ritari Guðfinnur Sigurvinsson, meðstjórnandi Margrét Fririksdóttir og skipaður fulltrúi bæjarins, Ingólfur Falsson. Arið 1980 breyttist val manna í skólanefnd, þegar bæjarstjórn ákvað að hafa skyldi einn fulltrúa frá hverjum stjómmálaflokki. Þó eru tveir fulltrúar ennþá frá Tón- listarfélaginu í nefndinnu. í núver- andi nefnd sitja formaður Elín- borg Einarsdóttir, ritari Viðar Oddgeirsson, Gottskálk Ólafsson, Bjami Gíslason og Margrét Frið- riksdóttir. Tónlistarfélagið f samráði við skólastjóra hefur ávallt séð um tónleikahald fyrir styrktarmeð- limi. Hafa það verið þrír tónleikar á vetri, þar af einir nemendatón- leikar. Undanfarin tvö ár hefur Snyrtivörur og ilmvötn í úrvali og þá aðeins það besta. /jp n ■ <'Slnaí$flnaíS (rarharvl) ELLEN BETRIX K^ini^.urent ™*Verið velkomin íapótekið. . .. . . FAXI-143

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.