Faxi


Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 6
Ragnheiöur og Helgi syngja dúett, Gróa leikur undir. treysta og efla þau margháttuðu samskipti og vináttutengsl, sem binda bræðraþjóðirnar á Norður- löndum hinni bandarísku stór- þjóð. En þegar tengsl við Bandaríkin ber á góma, þá fer ekki hjá því, að metnaður íslendinga segir til sín, og með nokkru stolti þykjumst við þess fullviss, að íslendingurinn Leifur Eiríksson hafi fyrstur hvítra manna fundið hina víðáttumiklu heimsálfu í vestri, og okkur vex tæplega í augum sigling Kólumb- usar. Leifur fékk af afreki sínu við- urnefnið hinn heppni hjá forfeðr- um okkar. Og það hefur margoft sannað sig hvað það var táknrænt, því það hefur svo sannarlega marg- oft verið happ hinna norrænu og vestrænu þjóða, að eiga þann mikla hauk í horni, sem hin mikil- hæfa bandaríska þjóð hefur verið, sem brjóstvörn hins frjálsa heims fyrir frelsi og mannréttindum, gegn einræði og áþján. Ég ítreka þakkir okkar Suður- nesjamanna fyrir að fá þessa áhugaverðu sýningu hingað. Að lokum sungu þau Ragnheið- ur Guðmundsdóttir og Helgi Marínósson nokkur lög hvort og síðan dúett og lék Gróa Hreins- dóttir undir, við mjöggóðar undir- tektir. Sýningin stóð í rúma viku og var allvel sótt. Kristinn Hallsson ópcrusöngvari flytur ávarp. Hluti gesta við opnunina. SCANDINAVIAN TODAY Sýningin var opnuð í nýjum sýn- ingar- og veislusal uppi yfir Glóð- inni. Laugardaginn 4. júní s.l. var vígður nýr sýningar- og veislusalur Glóðarinnar, með því að Scandi- navia Today opnaði þar sýningu, sem fyrirhugað er að ferðast með um landið í sumar. Það er Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna og Menntamálaráðuneytið sem standa að sýningunni. Efni sýningarinnar og sýningar- munir eru myndir og blaðaúr- klippur, sýnishorn af þeim viðtök- um er norræna menningarkynn- ingin í Bandaríkjunum, sem nefnd var „Scandinavia Today“ hlaut. En eins og kunnugt er opnaði for- seti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, sýninguna af miklum myndug- leik og fékk mikið lof fýrir og talið er að fært hafi íslandi nokkurn ávinning. Margt bæjar- og sveitarstjórnar- manna var við opnun sýningarinn- ar og fleiri gestir. Kristinn Halls- son, fulltrúi menntamálaráðu- neytisins, sagði frá viðtökum sýn- ingarinnar í Ameríku, en hann hefur frá byrjun verið virkur starfsmaður sýningarinnar. Einnig flutti fulltrúi Ameríska sendiráðsins ræðu. Af hendi heimamanna flutti Tómas Tómas- son, forseti bæjarstjórnar Kefla- víkur, eftirfarandi ávarp: Forsvarsmenn sýningarinnar. Góðir gestir. Fyrir hönd okkar íbúanna í Keflavík og annarra Suðurnesja- manna fagna ég því framtaki Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og Menntamálaráðuneytis íslands, að efna til þeirrar sýning- ar, sem hér er nú opnuð. Færi ég þessum aðilum bestu þakkir fyrir. En fyrirhugað er að þessi sýning fari héðan víða um land. Hér er brugðið upp sýnishorn- um af þeirri merkilegu og geysi- fjölbreytilegu menningarkynn- ingu, sem Norðurlöndin í samein- ingu hafa að undanförnu staðið fyrir í Bandaríkjunum, undir heit- inu Scandinavia Today, og þeirri umfjöllun sem hún fékk í fjölmiðl- um. Hér er hvort tveggja, að verið er að vekja athygli á þeim merka skerfi, sem norrænar þjóðir hafa vissulega lagt til heimsmenningar- innar, og jafnframt verið að 22 ÁRA ÞJÓNUSTA - ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT MUNIÐ MYNDIRNAR FRÁ OKKUR Tímapantanir í síma 2930. UðSMYNDASTOFA SUÐURNESJA HahurBÍtn 79 - Simi 293«. 146-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.