Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1983, Page 7

Faxi - 01.06.1983, Page 7
Tjaldbúðaltf. what a beautiful morning, o' what a beautiful day“. Þessar línur úr einu vinsælasta laginu úr gömlu kvikmyndinni Oklahoma voru sannkölluð vakn- ingarorð þessa hóps, er ætlaði nú að kortleggja dalinn og voru þess- ar línur sungnar með hinum ýmsu tilbrigðum eftir því hver átti í hlut, en kokkar hvers dags sáu um ræs- inguna. Næstu fjórar vikur áttu eftir að vera mjög ánægjulegur og lær- dómsríkur tími. Tuttugu vorum við, að meðtöldum lækni leiðang- ursins, en hann dvaldi hjá okkur fyrstu tvær vikurnar vegna stað- setningar okkar í dal þessum, þar sem hinir ýmsu könnunarhópar voru að störfum. Frekar reglu- bundir dagar voru framundan, sem hljóðuðu n.k. svona: Kl. hálf níu glymja vakningarorðin á sak- lausu fólki í svefnpokum sínum, níu morgunverðurer framreiddur, sem samanstóð yfirleitt af soja- baunum, pulsum og hafragrautn- Ævintýraferð til Grænlands Sigurður Guðleifsson segirfrá — þriðji hluti En mynd segir meir en... um góða, en honum hafði ég ekki haft lyst á síðan ég var smápjakk- ur, en lærði að meta hann á ný núna, enda lostæti hið mesta. Korter fyrir tíu af stað í vinnu fram að eitt, er hádegismatur var borð- aður, aftur til vinnu eftir góðan matartíma, til ca. fimm, er te var til reiðu, kaffi handa fáeinum, svo sem leiðbeinendum og sérvisku- púkum, er gátu ekki drukkið te, enda ekki nógu ,,siðmenntaðir“. Eftir te var haldið aftur af stað frani að kvöldmat, er var um hálf átta, eftir það dagbækur ritaðar, bréf skrifuð eða staðið í þvottum og öðru álíka, en yfirleitt voru flestir komnir í pokann sinn uppúr níu, svo maður hékk yfir leiðbein- endunum í birgða- vinnutjaldinu, en lærði bara því meira í landmæl- ingum auk hlustunar á hinar, oft á tíðum, furðulegustu og stór- skemmtilegustu lífsreynslusögur þeirra. Var alltaf viss kjarni þar inni ef ekki var verið að príla á góðri kvöldstund í lokkandi fjalls- hlíðum í grenndinni. En fyrstu dagarnir fór í undir- búning og kennslu á þeim tækjum, er við skyldum nota við störf okk- ar. Vitað hef ég um auðveldari námsefni, enda mikið af tækniorö- um hverskonar sem ekki fundust í orðabókum og áttu sumir Bret- anna í vandræðum með að komast í gegn unt þetta, svo ég skar mig ekki út úr, enda allur af vilja gerð- ur til að vera landi til sóma - það tókst, held ég. Fimm, þriggja manna vinnuhópar voru gerðir. Tveir strákanna voru að læra land- mælingar í hernum og voru þeim til aðstoðar er þörfnuðust í hvert og eitt skipti, síðan leiðbeinendurnir tveir er unnu úr gögnunum. Einn hópurinn var þó alltaf heima við í búðununt til að sjá um matseld og sitthvað fleira, er til féll í hvert skipti. Þegar kom að hópi undirrit- aðs upphófust vinsældir miklár á ólaginu „Swedish Cook“ úr Prúðu leikurunum. Prátt fyrir að oft á tíðum væri matseldin sérstök, var henni hrós- að fyrir sérkennilegt og oft á tíðum furðulega gott bragð. (kannski það stafi af því, að súpur voru not- að til kryddinga?). Pessi hópur átti einnig mestan þátt í skipulagningu og uppbyggingu eldhússins, sem gert var eftir rigninguna miklu, - vík junt aö henni síðar - en það rná helst þakka stúlkunni í hópnum, en hún var ákveðin aö læra arkitektúr. Seinna í ferðinni fékk hún staðfestingu á, að hún kæmist inn í Cambridge til að læra arki- tektúr. En eldhúsinu var valinn staður upp við stórgrýti, gryfja grafin, hirslur gerðar í sandinn, steinar færðir til og sæti gerð, og að endingu skjólveggir hlaðnir. Lát- um þetta nægja af eldhúsumræð- um. Veðríð var ekki alltaf blæjalogn Hugum frekar að veðrinu, að- eins. Annari eins sól og blíðu í langvarandi tíma man ég bara ekki eftir heima, enda voru sumir hverjir er brenndust, þar með tal- inn skrifari, enda klæðnaðurinn oft ekki nema stuttbuxur og skór. Einn galli var þó á veðrinu, eftir því sem leið á vikurnar, en það var smá gjóla uppúr hádeginu og ef ekkert var við að vera, sem smá hreyfing næðist, varð að fara í að- eins meira af fötum. En góða veðr- ið hélst ekki endalaust fremur en annarsstaðar og eftir rúma viku fór svo, að einn daginn sást ekki til FAXI-147

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.