Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.06.1983, Qupperneq 8

Faxi - 01.06.1983, Qupperneq 8
Birgðatjaldið góða. í gættinni situr jarðfræðingurinn Mr. Ian Galbreith. Uppvask síðla dags á sendnum vatnsbakkanum. sólar, smá skúr gerði vart við sig, en ekkert að ráði, og blásturinn jókst. Sofa fór maður um miðnætti við smá regndropa á tjaldhimin- inn, leiður eftir daginn vegna þess að ekki hafði verið hægt að vinna að mælingum og ekki hægt að klifra sökum háls grjóts, svo regn- dúkur sá er yfir eldhúsinu var, fékk að hýsa málglatt fólk þann daginn. Rúmlega tvö vaknaði maður upp við slæman draum. Komu nú ,,gæði“ tjaldsins berlega í ljós, lækur lá í gegn um tjaldið, t jörn náði að safnast í botni þess og vindurinn blés hressilega í gegn. Stög rifnuðu, en þar sem þau létu ekki alltaf undan, gaf tjaldhimin- inn eftir og ekki var það til að bæta ástandið. Við vorum tveir í þessu tjaldi, en fengum skömmu seinna þann þriðja, vegna tjaldleysis hjá honum, en það hafði hreinlega rifnað í sundur. Súlur tjaldsins þoldu ekki lengur veöralætin og létu undan, svo maður lá þarna eins og í poka. Vitanlega náðist ekki að festa svefna alla nóttina, en er veður lægði um morguninn, skreið maður úr þessum tætlum og var það ekki fögur sjón er blasti við manni. Af 13 tjöldum stóðu fjögur enn uppi, öll hin meira eða minna löskuð og þrjú þeirra svo slæm, að ekki var neitt nýtanlegt úr þeim. Ég hef verið í íslensku tjaldi í svona veðri og dugði það svo sannarlega betur en þessi svoköll- uðu bresku öræfatjöld. Fór nú all- ur næsti dagur í að ganga frá og hreinsa til eftir veðrahaminn, því ruslið hafði líka komist á ferð. Nóttinni næstu var varið i birgða- tjaldinu með prímus og svefnpok- inn þurrkaöur ásamt einhverju af fötum, en hver einasta spjör náði að rennblotna um nóttina áður. Að frátöldum þessum rúmum tveim tímum í svefn á undan óveðrinu, vakti ég í yfir sextíu tíma, enda nóg að gera við verk- efni til að jafna upp missi á dögun- um á undan, og er liðið var á dag- inn, tóku sjúkraflutningar við í seinna slysinu af tveim, er urðu í þessum dal. Hið fyrra hafði skeð skömmu áöur, er einn úr hópi veð- urfræðinganna er voru við athug- un á skriðjöklinum, datt niður í sprungu og hrapaði eina 10 metra, en þá kom bakpokinn í veg fyrir meira fall. Slapp hann furðuvel frá þessu, dálítið marinn og aðeins Bílabúðin. s\orvö^v’ sera \|Ö ÍVo/aoð VSþ« rnaö'- Radial hjolbaróar. Bifreióastöðin. 148-FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.