Faxi

Volume

Faxi - 01.06.1983, Page 11

Faxi - 01.06.1983, Page 11
Keflavík Kaupstaðurinn Keflavík er langstærsti byggðakjarni á Suður- nesjum með 6737 íbúa. Útgerðin er umfangsmikil atvinnugrein, iðnaður fer ört vaxandi og verslun er snar þáttur í bæjarlífmu. Keflavíkurhöfn lætur ekki mik- ið yfir sér, en hún gegnir þó þýð- ingarmiklu hlutverki þar sem hún er aðal inn- og útflutningshöfn Suðurnesja. Með tilkomu gáma- flutninga hefur skipakomum þó fækkað. Miklar breytingar munu verða með tilkomu hafnar í Helguvík en þar eiga 30 ; 40 þúsund tonna skip að geta athafnað sig. Gróskumikið íþrótta- og menn- ingarlíf er í Keflavík. Þar eru myndarleg íþróttamannavirki, sem eflt hafa íþróttastarf í bænum. Margar framkvæmdir eru í gangi í Keflavík á vegum hins opinbera, og má þar nefna íbúðabyggingar fyrir aldraða, dagheimili fyrir yngstu borgarana, og viðbygging við sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina stendur yfir. í athugun er gerð smábaátahafnar, stækkun slökkviðstöðvarinnar og hótel- bygging. Margar verslanir eru í Keflavík þar af nokkrar sérverslanir, sem bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval, stærst þeirra er Stapafell. Kaup- félag Suðurnesja hefur starfað í Keflavík frá 1945 og hefur um- fangsmikinn rekstur með hönd- um. En forveri þess var Pöntunar- félag KRON í Keflavík, stofnað 1937. Mikill uppbygging hefur átt sér stað í iðnaði og eru starfandi fjöl- mörg iðnfyrirtæki, sem selja fram- leiðslu sína um land allt. Bæjarstjóri er Steinþór Júlíus- son og forseti bæjarstjórnar er Tómas Tómasson. Gríndavík Grindavík er alllangt frá öðrum byggðarlögum á Suðumesjum, enda á suðurströndinni. Til Grindavíkur liggur þjóðbrautin af Vogastapa yfir hraunið fram hjá Svartsengi og hitaveitumannvirkj- unum. Grindavík skiptist í þrjú byggðahverfi, Staðarhverfi, sem er vestast, Járngerðarstaðarhverfi, sem er í miðið og Þórkötlustaða- hverfi, sem er austast. íbúar eru um 2000. Aðalatvinnugreinin er sjávarút- vegur og byggja Grindvíkingar allt sitt á honum. Fyrirtæki í sjávarút- vegi eru mörg og stór í Grindavík. Má þar nefna Þorbjörn hf., Fiska- nes h.f., Hraðfrystihús Grindavík- ur og Hraðfrystihús Þórkötlu- staða. Nýlega var ísfélag Grinda- víkur stofnað en það á að fram- leiða ís handa bátunum, um 90 tonn á sólarhring. Þá stendur yfir bygging dráttarbrautar, sem mun taka allt að 250 tonna skip. Á staðnum eru starfandi tvær vél- smiðjur og netagerðin Möskvi h.f. Landbúnaður er ekki horfinn úr sveitarfélaginu. Staðabú s.f. fram- leiðir egg bg kjúklinga og fjárbú eru að Vík og á ísólfsskála. Mikill fólksflutningur hefur ver- ið til Grindavíkur undanfarin 30 ár og hafa byggingamenn haft ærið að starfa. Félagsheimilið Festi er miðstöð blómlegs félags- og menningarlífs í Grindavík. Langt er komið byggingu íþróttahúss og grasvöllur er á framkvæmdaáætlun. Bæjarstjóri í Grindavík er Jón Gunnar Stefánsson. Forseti bæjar- stjórnar er Ólína Ragnarsdóttir. Njarðvík N jarðvík skiptist í tvo hluta, það er Ytri- og Innri Njarðvík. í Njarð- víkunum var sjórinn og sjávarafl- inn lengst af aðalatriðið í verð- mætasköpuninni. í Njarðvík er landrými mikið og getur byggð því vaxið. fbúafjöld- inn er nú um 2000 íbúar. Njarðvík hlaut kaupstaðarréttindi 1. jan. 1976. Fram á þessa öld var aðal byggð- in í innra hverfinu og landbúnaður var önnur meginstoð útvegs- bænda. í kjölfar aukinnar útgerð- ar á vélbátum jókst byggðin í Ytri- Njarðvík enda voru skilyrði til út- gerðar talin betri þar. Öflug iðnfyrirtæki hafa komist á legg í Njarðvík t.d. má þar nefna Ramma h.f. eitt stærsta fyrirtækið í gluggasmíði á landinu, Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, Steypu- stöðina og ísmat. Verslun hefur vaxið fiskur um hrygg að undan- förnu. Stórmarkaðurinn Samkuap í eigu Kaupfélags Suðurnesja tók nýlega til starfa og Hagkaup er að byggja hús yfir stórmarkað. Kefla- víkurflugvöllur hefur verið bæjar- búum mikill styrkur. í Njarðvík er blómlegt íþrótta- líf. Fyrsti grasvöllurinn á Suður- nesjum var tekinn þar í notkun árið 1957. Árið 1973 var íþróttahús vígt og þar er einnig sundlaug. Njarðvíkingar hafa náð mjög góð- um árangri í körfuknattleik og hafa þeir unnið íslandsmeistara- titilinn nokkrum sinnum. Bæjarstjóri í Njarðvík er Albert Vatnsleysu- strandarhreppur Vatnsleysustrandarhreppur er landstærstur hreppanna á Suður- nesjum. íbúafjöldi er um 610 manns og hefur íbúum fjölgað ört nú undanfarin ár. Mað lagningu Reykjanesbraut- arinnar fór Vatnsleysuströndin úr alfaraleið, og þótti mörgum mið- ur. Voru margir uggandi um fram- tíðina, en Vogamenn og Vatnsley- strandarbúar sneru vörn í sókn og er byggð þar nú í vexti. Fiskvinnslufyrirtækin Valdimar h.f. og Vogar h.f. veita talsverða atvinnu. Myndarlegt alifuglabú er í hreppnum, Nesbúið og svínabú Þorvaldar í Sfld og fisk að Minni- Vatnsleysu. Þá er refabú að Auðn- um og er það í verulegri uppbygg- ingu um þessar mundir. Rætt hefur verið um að fyrir- huguð Stálverksmiðja rísi við Kúa- gerði. Hún mun skapa umtals- K. Sanders og forseti bæjarstjórn ar er Áki Gránz. Framhald á bls. 162 KEFLVIKINGAR SUÐURNESJAMENN Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar vinsælu málningarvörur: VITRETEX: Plastmálningu, mynsturmáln- ingu, sandmálningu. HEMPEL’S: Þakmálningu, skipalökk, grunnmálningu. CUPRINOL fúavarnarefni. GOOD WOOD þiljulökk. Gerið verðsamanburð áður en til framkvæmda kemur. Framleiðandi é Islandi: S/ippfélagið íReykjavíkhf Málnmgárverksmiöjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Umboðsmaður á Suðurnesjum: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, málarameistari Borgarvegi 30, Njarðvík, sími 2471 FAXI-151

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.