Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1983, Side 15

Faxi - 01.06.1983, Side 15
ár, ýmist sem sjómaður eða land- maður á m/b Arna Geir eða m/b Guðfinni. Með Halldóri Brynjólfssyni skipstjóra og útgerðarmanni í Keflavík er Vikar í sjö ár, fyrst á m/b Árna Geir, en eftir að Halldór kaupir m/b Lóminn fer hann á þann bát. Vikar var 22 sumur á síldveiðum fyrir norðan og austan. Var hann eitt sumar á b/v Þórólfi sem Kveld- úlfur gerði út til síldveiða, og Keflavíkurbátum eftir það. 1968 verður Vikar að hætta sjó- mennsku vegna heilsubrests. Hóf hann þá störf hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem hann vann næstu sjö árin. Vikar stundaði sjómennsku og beitningar í nærfelt fjóra áratugi. Sigurður Breiðfjö rð Olafsson Sigurður Breiðfjörð Olafsson, Njarðargötu 3, Keflavík, er fædd- ur á Akurey í Breiðafirði þann 8. mars 1911. í Akurey vann Sigurður öll þau störf sem til féllu til lands og sjávar þegar hann hafði þroska og krafta til. En 16 ára gamall flytur hann með foreldrum sínum til Stykkis- hólms, þar sem hann á síðan heima fram yfir tvítugt, en þá liggur leið hans til Reykjavíkur þar sem hann átti heima næstu 2 til 3 árin. Til Keflavíkur flytur Sigurður 1931. Var hann við beitningu fyrst en síðan á sjónum. Var hann fyrst á m/b Gullfossi með Guðmundi Kr. Guðmundssyni, síðan á Sæ- fara nreð Olafi Bjamasyni, þá á Svaninum ineð Marteini Helga- syni, en 1939 fer hann út í eigin útgerö. Keypti hann þá m/b Áfram sem hann hafði verið á ár- inu áður með Guðjóni Einarssyni. Þann bát keypti hann með Óskari Einarssyni, sem þeir gerðu út sam- an í 3 ár. Þá keypti hann ásámt Sigfúsi Guðmundssyni m/b Bjarna Ólafsson, sem þeir gerðu út saman í 3 til 4 ár. 1947 hefst samstarf þeirra Sig- urðar og Lárusar Sumarliðasonar, Baldursgötu 8, hér í bæ. Þeirra samstarf í útgerð stóð til 1975. Á því tímabili gera þeir út nokkra báta, má þar nefna m/b Leif heppna, m/b Friðrik, m/b Ægi og m/b Tjaldinn. Frá 1939 er Sigurður skipstjóri á þeim bátum sem hann gerði út, en 1975 hættir hann á sjónum en fer að vinna í Gluggverksmiðjunni Ramma, þar sem hann starfar enn. Sigurður á að baki yfir fjörutíu ára starf á sjónum. HÁTÍÐAHÖLD SJÓ- MANNADAGSINS 1983 sögn af sjómannsferli Baldvins, langar mig til að geta atviks sem hann henti. Baldvin var búinn að vera níu vertíðir á m/b Huldu sem Magnús Pálsson, kenndur við Hjörtsbæ í Keflavík var eigandi að og skipstjóri á. Baldvin var ráðinn tíundu vertíðina. í janúar 1931 þegar farið skyldi í fyrsta róður náðist ekki í Baldvin í síma, enda var farið nokkru fyrr en ákveðið hafði verið. Ástæðan mun hafa verið sú, að yfir stóð deila milli útgerðarmanna og sjómanna sem gat leitt til verkfalls, vildi Magnús því komast úr höfn áður en til verkfallsins kæmi. Þegar Baldvin kemur til Keflavíkur á tilsettum tíma var báturinn farinn úr höfn. Hafði veri ráðinn maður úr Höfn- um í stað Baldvins. Til að segja mikil örlög í fáum orðum, fór bát- urinn til Reykjavíkur og þaðan í róður, síðan hefur hvorki spurst um örlög manna eða skips. Má hér nota máltækið: Ekki verður feig- um forðað eða ófeigum í hel kom- ið. 1940 fer Baldvin að stunda sjó- mennsku frá Vogum. Er hann þar á ýmsum bátum s.s. m/b Haföld- unni, m/b Sörla og m/b Muninn. 1958 hættir Baldvin á sjónum og fer að vinna í landi hjá Halakots- bræðum, þeim Magnúsi, Ragnari og Guðmundi Ágústssonum, sem hann starfar hjá allt til ársins 1975. Vikar Ámason Vikar Árnason, Sólvallagötu 28, Keflavík, er fæddur á Bjarnar- stöðum í Mývatnssveit þann 5. mars 1921. Þegar hann er þriggja ára, flytja foreldrar hans til Stokkseyrar og þar á hann heima til 1946 að hann llytur til Keflavíkur. Vikar byrjar snemma að leggja hönd á plóginn, því aðeins 12 ár er hann farinn að vinna við þau störf sem hann vann við síðan meðan heilsan leyfði, því þá þegar er hann farinn að stokka upp og beita línu. Ekki er kaupið hátt, því hann fékk aðeins eitt hundrað krónur fyrir vertíðina, en þá var fullur vertíöar- hlutur um sex hundruð krónur. Hann vex upp í skugga heims- kreppunnar, þegar fátæktin var svo mikil á nær öllum alþýðu- heimilum að jaðraði við hungur- kjör. Á árunum 1937 til 1940 er hann við sjóróðra í Þorlákshöfn þá á m/ b Magnúsi Torfasyni. 194ltil 1945 er hann við báta í Sandgerði og Keflavík. Var hann fjórar vertíðir beitningamaður hjá útgerð m/b Gunnars Hámundarsonar og þrjár vertíðir, þar af tvær vertíðir sem sjómaður, á m/b Ægi, sem Magn- ús Magnússon og Jón Guöjónsson frá Eyrarbakka gerðu út frá Sand- gerði. 1946 hóf Vikar störf hjá Guð- finnsbræðrum, Sigurþóri og Guð- mundi og hjá þeim var hann í 17 Gamlir sjómenn heiöraöir. Frá vinstri Vikar Ámason, Baldvin Oddsson og Sigurður Breiöfjörð Ólafsson. FAXI-155

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.