Faxi


Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 16

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 16
Ólafur Gunnar Sæmundsson: „Hauströkkrið yfir mér“ (Höf. Snorrí Hjartarson) Nemendur í bókmenntafögum skrífa ritgerð um eina bók eða einn höfund á hverri önn. Ritsmíð Ólafs Sæmunds- sonar er nokkurs konar rítdómur. Hann gerír ráð fyrir að lesendur þekki bókina ,,Hauströkkríð yfir mér“. Þýðleiki hrynjandarinnar, hljómfegurð og myndauðgi er lýs- ing sem vel hæfir ljóðasmíð Snorra Hjartarsonar. Hann er án efa fremsti ljóðasmiður sem íslend- ingar hafa eignast um langt skeið. Að öllu jöfnu eru ljóð hans tor- veld, en þegar tekist hefur að brjóta þau til mergjar er sem áður ókannaður hugarheimur ljúkist upp og þorstinn í hina gullnu veig verður óbær og kröfum hinna leyndu hirslna ekki fullnægt fyrr en hvert og eitt ljóð hefur verið brotið til mergjar. „Snorri Hjartarson fæddist 1906 að Hvanneyri í Borgarfirði. Hann stundaði nám í Menntaskóla Reykjavíkur, dvaldist síðan all- mörg ár í Noregi, og nokkru eftir heimkomu sína gaf hann út „Kvæði“ (1944).“ „Ljóðabók Snorra er eins og tákn um tímamót í ævi hans. Hann er fullþroska, er hún kemur út, 38 ára að aldri. Mörg ár hafa farið í leit að sjálfum sér. Hann ætlaði fýrst að verða Iistmálari, stundaði eitt ár nám við listaháskólann í Osló, gaf síðan út skáldsögu á norsku, „Höit flyver ravnen" (1943) og loks eftir að hann kom heim úr utanför sinni, tók hann aftur til af alvöru við ljóðagerð, sem hann hafði fengist við á æsku- árum. Og með ljóðabók sinni er eins og hann hafí fundið sjálfan sig og lífi sínu ákveðna stefnu.“ (1) Snorri Hjartarson hefur gefið út fjórar Ijóðabækur. Þær eru „Kvæði“ (1944), Á Gnitaheiði“ (1952), „Lauf og stjömur“ (1966) og sú síðasta „Hauströkkrið yfir mér“ (1979) og er það sú bók sem undirritaður ætlar að gera skil í þeirri ritgerð sem hér fer. í bók Snorra, Hauströkkrið yfir mér“ eru það tilfinningar manns- sálarinnar sem eru meginyrkisefni höfundar. Hann grefur upp sorf- inn streng og slær á með við- kvæmni hugans. Tilgangur Iífsins er spuming sem brennur í hjarta hans. Vor og haust = æska og elli, er brennidepill hugsana hans. Snorri leitast við að finna til- ganginn með veru sinni, htur um farinn veg og æskan sem fólgin er í gullnu ljósi endurminninganna opinberast sem traustur taumur liðinna sem óliðinna ára. Ellin er raunaþung. Vinir eru gengnir á vit feðra sinna og það sem áður gaf lífinu tilgang máist á langri göngu um hrjóstur og urðir. Leitin er hafin að nýju, leitin að sjálfum sér, leitin að tilgangi. Að ráða í ljóð Snorra getur reynst unaður „angráðu hjarta". Andstæður togast á og eftir situr fegurð og látleysi. Höfundur lætur lesandann um að leita og ráða í gátur lífsins, án þess að tilreiða staðlaða lausn. Höfundur er leið- andi en lesandi leitandi og ákvörð- unartaki. Ljóðin eru ekki sett fram sem áróður heldur til þess að vekja einstaklinginn til umhugsunar, til jákvæðs skilnings á anda manns- ins. Túlkun 1 jóða Snorra er einstakl- ingsbundin og fer gjarnan eftir andlegri líðan lesandans. Hugar- heimurinn víkkar og óráðnar gátur virðast auðleystar, en dýpsta hugs- un höfundar kemst til skila sem þýðleiki og unaður sólroðans. Mikið er um myndlíkingar í ljóðum Snorra, og eru þær ávallt listilega fram settar. Ætla ég mér að taka fyrir tvær þær helstu og gera þeim nokkur skil. Eitt algengasta myndefnið í bók hans „Hauströkkrið yfir mér“ eru tré. Tén eru persónugerð, vísa veg óendanleikans og eru mælikvarði á tilgang lífins. ,,Á Zimlanskojavatni Tréð á hœðinni hðfðingi skóga: Mikið fljót kom og flæddi yfir mörkina varð henni að djúpri og víðri gröf einn stend ég upp úr hylnum rætur mínar grotna greinar mínarfúna enn setjast þó flugmóðir fuglar á hendur mér sveipa mig laufskrúði söngs enn er vor enn er ég við lýði.“ (2) Hér biður aldurhniginn maður sér hljóðs. Hann rekur missi vina og þá sálarangist sem maðurinn verður fyrir á raunastundum. En lífið er ekki alvont. Vinir koma í vina stað, og lífið verður léttbær- ara en ella. Síðustu tvær ljóðlín- urnar bera með sér ákveðna bjart- sýni, bjarsýni vegna hins ókomna. Þrátt fyrir að ljós lífsins skíni skært á stundum, felur heildar- svipur ljóðabókar Snorra ekki í sér j|| NJARÐVlK FASTEIGNAGJÖLD 1983 Innheimtuaðgerðir vegna ógreiddra fast- eignagjalda eru hafnar. Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta. Innheimta 156-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.