Faxi


Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 20

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 20
Suðurnesjamenn skipta um hlutverk Ólafur. Dagbjartur. Suðurnesjamenn hafa löngum veriö í forystu fyrir fisksölusamtökum íslend- inga. Tómas Þorvaldsson, Grindavík, hafði um langt árabil verið formaður stjórnar SÍF, Þorsteinn Jóhannesson, Garði, tók við af honum fyrir tveimur árum en baðst nú undan endurkosn- ingu á aðalfundinum í vor og var þá Dagbjartur Einarsson, Grindavík, kosinn formaður. í Samlagi Skreiðarframleiðenda var svipuð saga. Benedikt Jónsson, Kefla- vík hafði verið þar formaður í nokkur ár, en Keflvíkingurinn Olafur Björns- son tók við af honum. Báðir eru fráfar- andi formenn áfram í stjórnum hlutað- eigandi félaga. Það er varla dans á rós- um að vinna þessi stjórnarstörf við nú- verandi aðstæður - minnkandi fram- leiðslu, harðnandi samkeppni um markaði, óhagstæða gengisþróun og stór rekstrarvandræði hjá flestum framleiðendum. En við Suðurnesjamenn hljótum að vera dálítið upp með okkur yfir því að sveitungum okkar skuli hvað eftir ann- að vera falin þessi vandasömu og erf- iðu störf og óskum þeim farsaældar í starfi. FRETT FRA ÞROSKAHJALP Tímaritið Þroskahjálp 1. hefti 1983 kom út í apríl síðast liðnum. Utgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróöleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Grein um íþróttafélag fatlaðra, skrifuö af Elsu Stefánsdóttur. Frásögn af starf- semi athugunar- og greiningardeildar- innar í Kjarvalshúsi eftir Ásgeir Sigur- gestsson. Þá má nefna viðtal við Borgny Rusten, en hún er norsk og á einhverfan son. Sonja Helgason skrifar um líkams- þjálfun þroskaheftra og félagar úr ferðafélaginu Oskju rita ferðasögu. Einnig láta foreldrar frá sér heyra. Það tölublað sem nú kemur fyrir sjónir lesenda er með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur. Það er von okkar sem stöndum að útgáfu þessa tímarits að sú breyting sem átt hefur sér stað á útliti ritsins falli mönnum vel í geð og glæði áhuga á því efni sem það fjallar um. Tímaritið Þroskahjálp er sent áskrif- Já, það fæst margt í V.P. búðinni m.a. öryggislokará vatns- inntakið á þ vottavélina. BYGGINGAVÖRUVERSLUN v.p. Baldursgötu 14 Keflavík - Sími 1212 endum og er til sölu á skrifstofu sam- takanna Nóatúni I7, 105 Reykjavík, sími: 29901. Þarer einnig tekið á móti áskriftarbeiðnum svo og ábendingum um efni. HJALPARS VEIT SKATA í Njarðvík er nú búin að fá lóð að Holtsgötu 51 í Njarðvík og ætlar að byggja þar hús undir starfsemi sína. Hingað til hefur hann verið með tæki sín og aðstöðu í gömlu fiskhúsi, sem var ófullnægjandi og ekki til frambúð- ar. Þessi framkvæmd, sem þeir eru nú að byrja á af fullum krafti, kostar mikla vinnu og mikið fé. Oft hefur veriö leitað til sveitarinnar þegar mikið hefur legið við og hún ávallt brugðist vel við. Nú leitar hún til almennings um stuðning við nauðsyn- lega framkvæmd, og er það m.a. til þess að búa svo í haginn að hún geti veitt betri aðstoð og þjónustu þegar á þarf að halda. Hafið samband við formann sveitar- innar, Arna Stefánsson, Holtsgötu 48 Njarðvík, eða í síma 3957 og leitið upp- lýsinga um hvernig þið getið stutt gotl málefni. „DUXAR” Á AFMÆLI FÖÐUR SÍNS Laugardaginn 14. maí gafst þrefalt til- efni til fagnaðar hjá fjölskyldunni að Bessahrauni 6 í Eyjum. Þann dag varð heimilisfaðirinn, Theódór Snorri Ólafsson vélstjóri, fimmtugur og sama dag útskrifuðust tveir synir hans með hæstu meðaleinkunn hvor úr sínum skóla. Sigurbjörn Theódórsson braut- skráðist úr vélstjórabraut Fjölbrauta- skólans með ágætiseinkunn, 9,67, og Hafþór bróðir hans brautskráðist með hæstu meðaleinkunn, 8,71, úr Stýri- mannaskólanum í Eyjum. Má því með sanni segja að þeir bræður hafi fært föður sínum ánægju- legar afmælisgjafir. Á mynd Sigurgeirs Jónassonar eru þau hjónin Theódór Snorri Ólafsson og Margrét Sigurbjörndóttir ásamt „dúxunum”, Sigurbjörn vinstra megin og Hafþór hægra megin á myndinni. Faxi samfagnar öllum er vel gengur og óskar þessari fjölskyldu til heilla með afköst og glæsta frammistöðu bræðranna. Kannske finnst okkur þetta meir flæðarmálsfrétt vegna ætt- ernis þeirra - en Margrét er dóttir Sig- urbjörns Metusalmessonar á Stafnesi og Júlíönnu Jónsdóttur, sem ættuð er frá Hvoli í Ölfusi, en á margt ættmenna hér á Skaganum. Leiðrétting Smávægilegur misskilningur hefir. slæðst með í grein um dragnótaveiðar í Faxaflóa í síðasta blaði. Sagt var að koli hafi verið 85% af heildaraflanum. Það rétta er að koli hefur reynst 90 - 92%. Fari hins vegar afli af bolfiski fram úr 15% í viku hverri er sá afli upptæk- ur. Svanur. HORÐ KEPPNI Þrír fyrrverandi sölukóngar háðu harða keppni um titilinn að þessu sinni: Halldór Sverrisson varð sigurvegari, seldi 110 blöð yfir helgina. Svanur M. Skarphéðinsson seldi 100 blöð, einnig yfir helgina og Jón Tómasson seldi 90 blöð á laugardeginum sem blaðið kom út. 160-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.