Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 23

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 23
 Fyrstu fermingarbörn séra Guðmundar. Talið frá vinstri, sitjandi: María Ár- mannsdóttir, Ragnheiður Aðalsteinsdóttir, Margrét Sæbjömsdóttir, Odd- björg Ogmundsdóttir og Þorbjörg Bergsdóttir. Standandi frá visntri: Ólafur Guðmundsson, Vilhjálmur Ólafsson, Sigurður Guðjónsson, séra Guðmundur Guðmundsson, Pétur Guðmundsson, Bjöm Maronsson, Ólafur Gunnlaugs- son og Leifur Guðjónsson. Ljósm. JT. FALLEGAR GJAFIR Sunnudaginn 12. júní var margt manna í Hvalsneskirkju. Fyrstu fermingarbörn séra Guðmundar Guðmundssonar í þeirri sókn, fyr- ir 30 árum, voru öll mætt ásamt mökum og settu svip á athöfnina, sem var hin virðulegasta. Þau færðu kirkjunni rikkilín og fagran hökul til minningar um fermingu sína. Séra Guðmundur þakkaði þeim í ræðu sinni fyrir ræktarsemi og velvilja við kristilega og kirkjulega starfsemi og rifjaði upp minningar frá fyrstu samskiptum. Góður kirkjukór er við Hvals- neskirkju undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar organista. Þor- steinn, sem er búsettur í Reykja- vík, mun hafa sagt upp starfi sínu við kirkjuna og er talin mikil eftir- i sjá að honum úr starfi. Hvalsneskirkja er nær 100 ára gömul steinhleðslubygging með hefðbundnu formi. Ákaflega vel viðhaldið og virðulegt hús og sér- lega falleg að innan. Musteri sem verður að vernda. Að kirkjuathöfninni lokinni var komið saman í húsi slysavarnafé- lagsins Sigurvonar í Sandgerði til kaffisamsætis. Þar afhentu ferm- ingarbörnin prestshjónunum árit- aðan blómavasa til minningar um fyrstu fermingarathöfnina er hann Séra Guðmundur Guðmundsson í skrúðanum er fyrstu fermingar- börnin gáfu. Ljósm. JT. framkvæmdi í Hvalsneskirkju. Auk þess afhenti hópurinn Grunn- skóla Sandgerðis mynd af Aðal- steini Teitssyni skólastjóra, er tók við skólastjórn í Sandgerði haustið sem hópurinn hóf sína skóla- göngu. MINNING Marta Teitsdóttir FÆDD 19. DESEMBER 1896 DÁIN 29. MAÍ 1983 Sunnudaginn 29. maí s.l. lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur einn af okkar gömlu Keflvíkingum, Marta Teitsdóttir, eftir skamma sjúkralegu. Marta var fædd 19. desember 1896 í Teitsbæ í Keflavík, sem nú er Aðalgata 11. Foreldrar hennar voru Teitur Þorsteinsson afgreiðslumaður og beykir hjá Duus, og Vilborg Halldórsdóttir, ættuð úr Rangár- vallasýslu. Marta átti fjögur syst- kini, þau voru Halldór, Elín, Finnbjörg og Guðrún, en þau eru nú öll látin. Hún ólst upp í Teitsbæ, en þar ól hún upp ásamt foreldrum sín- um, þrjú systrabörn sín, þau Þórð Pétursson og Vilborgu og Þóreyju Helgadætur. Marta sýndi best sinn innri mann, þegar hún hjúkraði móður sinni þegar hún var komin að banabeði sínu, og föður sínum, en hann var blindur síðustu æviárin. Vilborg andaðist 1928 en Teitur 1937. Marta fór snemma að vinna eins og títt var í þá daga og vann hún mest við fiskvinnu, en í kaupavinnu fór hún einnig nokkrum sinnum. Þann 3. janúar 1937 giftist Marta Albert Ólafssyni, hinum kunna afla- og útgerðarmanni, og bjuggu þau að Hafnargötu 22. Albert lést 1964 og eftir það bjó Marta í húsi sínum en hafði alltaf leigjendur á loftinu. Einn son eignuðust þau Marta og Albert, Teit Ólaf, sem starfar sem tæknimaður hjá sjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli. Hann er kvæntur Þorbjörgu Hermanns- dóttur, dóttur hjónanna Her- ntanns heitins Eiríkssonar skóla- stjóra og Ingu Sigmundsdóttur, og eiga þau fjögur börn, þau Mörtu, Ingu Margréti, Albertog Guðrúnu, sem öll voru auga- steinar ömmu sinnar. Það var til fyrirmydar hvernig þau öll komu fram við Mörtu, en á hverjum degi var haft samband á einn eða annan hátt, ef ekki komið, þá hringt. Ekki voru það ófáar helgarnar sem Marta dvaldi á Heiðarbrúninni að heimili sonar síns og tengdadótt- ur. Það var fyrir tæpum fjórum ár- um að við kynntumst Mörtu, er við gerðumst leigjendur á loft- inu. Það var hlýleg kona sem tók á móti okkur, en þannig var Marta alltaf, bæði hlý og innileg. Þó það hafi verið mikill aldurs- munur á okkur þá fundum við aldrei fyrir því, Marta var and- lega hress og fylgdist vel með því sem var að ske í kringunt hana. Frændrækin var hún, og fylgdist vel með sínu venslafólki. Marta var hógvær og hlédræg kona, og vildi láta lítið á sér bera, tillits- semi og kærleikur til manna, ein- kenndu hana. Sem dæmi um það er að við hjónin unnum vakta- vinnu og þurftum við þá stundum að sofa á daginn. Ef einhver kom og Marta vissi að við heföum ver- ið á næturvakt, þá passaði hún uppá að við yrðum ekki vakin. Það má segja að Mörtu hafi orðið að ósk sinni, en hún var sú að geta séð um sig sjálf til dauða- dags. Með þessum fáu línum viljum við þakka Mörtu samfylgdina. Með söknuði og þakklæti í huga kveðjum við góða vinkonu og vottum syni hennar, tengdadótt- ur, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum samúð okkar. Brynja, Leifur og Elísabet. FAXI-163

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.