Faxi


Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 24

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 24
Tónllstarskólmn í Vogum Um miðjan maí síðastliðinn lauk 2. starfsári Tónlistarskólans í Vogum. Kennsla hófst þann 15. september og höfðu þá verið ráðn- ir að skólanum 3 kennarar auk skólastjóra, Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, þau Agústa Þórólfs- dóttir, Hilmar Þorðarson og Rík- harður Friðriksson. Skólann sóttu 45 nemendur, og kennt var á píanó, sópran og altblokkflautu, málmblásturshljóðfæri, gítar, og einnig var kenndur einsöngur. Tónfundir voru haldnir einu sinni í mánuði, opnir aðstandend- um nemenda. Jólatónleikar skólans voru þann 11. desember og komu þar fram 30 nemendur. Miðsvetr- arpróf voru í lok janúar. Vorpróf stóðu yfir vikuna 1. -7. maí. 11 nemendur luku stigaprófum með áægtiseinkunn. 19 nemendur luku stigaprófum í tónfræði, ýmist for- stigi og/eða 1. stigi og 2 luku III. stigi. Vortónleikar voru þann 7. maí og komu þar fram 34 nemendur. Á næsta starfsári verður kennt á fyrr- greind hljóðfæri, auk tréblásturs- hljóðfæra. Eins og sjá má af ofangreindu, hefur starfsemi skólans gengið mjög vel í vetur. Nemendur hafa stundað námið af alúð og útkoma því eins og best verður á kosið. Velheppnuð þátttaka nemenda í ýmsum athöfnum hér í Vogum í vetur, s.s. aðventuhátíð í Kálfa- tjarnarkirkju og við tendrun ljósa á jólatré staðarins, jók á fjöl- breytni og hátíðarbrag þessara at- hafna. Það er stefna skólans, að nemendur hans verði sem virkastir í menningar- og félagslífi hrepps- ins, og eru þeir því ávallt reiðubún- ir til að leggja sitt af mörkum ef óskað er. Jákvæð afstaða almennings og ráðamanna í hreppnum, hefur haft mjög hvetjandi áhrif á starfsemi skólans, einnig örlæti og stórhugur einstaklinga og félagasamtaka, sem hefur m.a. gert það að verk- um, að hljóðfæraeign skólans hef- ur aukist um helming frá því í haust. Það er augljóst, að bundnar eru miklar vonir við skólann af heima- mönnum, og þegar slíkur hugur Samleikur á altflautur. Frá vinstri Guðrún Skúladóttir, Helga Ragnarsdóttir og Þuríður Guðbjömsdóttir. Samleikur á gítara. Vignir Sveinbjömsson og Ingólfur Sveinsson, nemendur í Tónlistarskólanum í Vogum. Grágás flytur PRENTSMIÐJAN GRÁGÁS HF. sem um árabil hefur verið til húsa að Hringbraut 96, hefur nú verið flutt að Vallargötu 14. í vor keyptu eigendur hennar verkstæðishús er Þórarinn heit- inn Olafsson trésmíðameistari byggði. Húsið var ein hæð - en gert ráð fyrir byggingu annarrar hæðar. Á ótrúlega skömmum tíma hafa nýju eigendurnir nánast endurbyggt húsið og byggt aðra hæð. Prentsmiðjan fær nú mjög aukið húsrými og bætta aðstöðu. Eigendu Grágásar hf. eru Sigurjón Vikarsson og Stefán Jónsson ásamt fjölskyldum sínum. Þegar flutt var í nýja húsnæðið, var boðið til opnunarhófs, þar sem fjöldi manna var saman kominn. í hófinu ávarpaði Sigurjón Vikarsson gesti og fer ávarps hans hér á eftir. Góðir gestir. Fyrir hönd okkar eigenda Grágás hf. vil ég bjóða ykkur öll hjartanlega vel- komin hingað að Vallargötu 14, til að samfagna okkur með þann áfanga sem við höfum nú náð í uppbyggingu fyrir- tækisins. Nú eru liðnir rétt rúmir fjórir mán- uðir frá því að hafist var handa við endurbyggingu þessa húss, en það var í byrjun febrúar og nú þann 15. júní er þessu verki að mestu lokið. Þetta er ekki langur tími, þegar um er að ræða jafn umfangsmikið verk og uppbygging þessa húss var. Til þess að ljúka því á þeim tíma sem við höfðum sett okkur, urðum við að ráða til okkar verktaka sem á höfðu að skipa duglegum, já og úrvals iðnaðar- mönnum en það þarf fleira en iðnað- armenn til að byggja hús eins og þetta, það þarf víst aura. Og þó margir haldi að við höfum tínt þá upp úr baukum okkar, þá þurftum við nú samt að leita til lánastofnana og vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakk- Iæti til Iðnlánasjóðs og Sparisjóðsins í Keflavík en hann hefur rétt okkur hjálparhönd á örlagaríkum stundum. Húsið hér á Vallagötu 14 er 540 fer- metrar að flatarmáli þ.e.a.s. 240 ferm. á tveimur hæðum auk 60 ferm. kjall- ara. Húsið hentar mjög vel til þeirrar starfsemi sem hér á að fara fram. Starfsaðstaða þeirra sem hér vinna hefur nú batnað til muna, en hún var orðin mjög slæm vegna þrengsla í hús- næði því sem við áttum að Hringbraut 96. Ég vona að okkur hafi tekist að ur er betri en fólkið sem þar vinnur. Það hafa margir aðilar lagt hönd á plóginn við þetta verk en þeir voru: .Arkitekt..........Steinar Geirdal Verkfræðingur......Guðmundur Björnsson Rafmagnsteikning... Guðmundur Guðbjömsson Byggingarvektaki.... H úsanes Múrverk............Húsanes Milliv.-F Loftkl...Hannes Einarsson Raflögn............Geisli hf. Pípulögn ..........Pípulagnir sf. Málningarvinna ....Birgir Guðnason Ýmis trésmíðavinna Björgv. og Guðm. Hallss. og Porsteinn Jónss. Jarðvinna .........Rekan Dúka-og teppalögn Dropinn Ofnar .............Ofnasmiðja Suðurnesja Hurðir ............Trésmiðja Porvaldar Ölafss«. Innréttingar í kaffist.Trésmiðja Kcflavíkur Öllum þessum aðilum og starfs- mönnum færum við þakkir okkar, þökkum samstarfið og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni. Þá viljum við færa Kaupfélagi Suðurnesja bestu þakkir fyrir gott og öruggt samstarf, því þeir tóku af okkur mikið ómak við alls konar efnisútvegun og var þjón- usta þeirra á öllum sviðum þeim til mikils sóma. Þá vil ég nota þetta tækifæri til að þakka samstarfsfólki okkar fyrir mik- inn dugnað og mikla fórnfýsi við flutn- inga á fyrirtækinu og fyrir allt umburð- arlyndið sem þeir hafa sýnt mér á þess- um síðust og stressuðustu tímum. Ég ætla að leyfa mér að færa öllum þeim aðilum sem hafa séð um helstu verkhluta hér og þeim aðilum sem veitt hafa okkur hvað mesta þjónustu smá gjöf til minningar um samstarfið nú síðustu mánuðina, einhver sagði það við mig að menn sem leystir væru út með gjöfum veittu oft grið, sem sagt enga reikninga á morgun strákar." Að ræðu Sigurjóns lokinni bað hann dóttur sína Þórdísi, sem átti 13 ára af- mæli á þessum vígsludegi, að Ijúka upp vélarsal á neðri hæð og bjóða gestum, sem voru fjölmargir, að skoða salar- kynni. Öllum viðstöddum bar saman um að mjög vel hefði til tekist við hús- bygginguna og allt fyrirkomulag. Faxi óskar eigendum til hamingju með þessi glæsilegu húsakynni og góðu starfsaðstöðu. 164-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.