Faxi


Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 27

Faxi - 01.06.1983, Blaðsíða 27
röviisi\isiiiA(. ÍOVIiSTAKSKOIi ItiÓÁr 'lr! ára ------Framhald af bls. 144- því ekkert meðal er betur til þess fallið að hvfla og endurnæra mannshugann. En hver er staða Tónlistarskólans á þessum merku tímamótum? Um það eru mjög skiptar skoðanir og mat manna misjafnt. Sumir telja venjulega íþróttaatburði einnar viku meira virði en 25 ára þrotlaust menning- arstarf Tónlistarfélagsins, svo dæmi sé nefnt. Á sama hátt er fjárveitingavald ríkis og bæjar oft á tíðum verulega litað af sjónarmiðum þeirra er harðast ganga fram í fótamennt og öðrum íþróttum. Síst ber oss að fordæma áhuga á hollum íþróttum, en hafa verður það í huga, að þá fyrst er sterkur og vel þjálfaður bkami einhvers virði, er hann hýsir heilbrigða og menntaða sál. Það eru ekki íþrótt- ir sem skilja manninn frá dýrum merkurinnar, heldur sköpunar- máttur hugans og hæfileiki til að njóta þess sem fegrar og göfgar. Heilbrigð sál í hraustum líkama skilur mann frá dýri. Lengi framan af stóð Tónlistar- félagið eitt, með stuðningi styrkt- arfélaga, undir reksri skólans og var þá oft erfitt að ná endum sam- an. Eftir að landslög gerðu ríki og bæ skylt að standa að fjárhagsleg- um reksti tónlistarskólanna, breyttist óneitanlega staða félaga Tónlistarfélagsins, sem þurftu ekki lengur að bera persónulega fjárhagslega áhættu af rekstri skól- ans, og gátu jafnvel veitt sér þann munað, að hætta þrautsetum í lánastofnunum, til að halda þessu hugarfóstri sínu gangandi. Þá fannst mörgum sem hlutverki Tónlistarfélagsins væri lokið. Það hefur þó sýnt sig að full þörf er fyrir farsælt starf Tónlistarfélags- ins til að halda við og vernda þann anda er skólinn var stofnaður til. Lokaorð Sævars: Ég minntist í upphafi ræðu minnar á afmælisbörnin tvö. Það eru Tónlistarfélagið og Tónlistar- skólinn. Hverjir eru foreldrarnir? Hverjir voru svo undarlega þenkj- andi áriö 1957, meðan gullæðið var í algleymingi hér í heiðinni, og þorskurin stór og ormalaus, að gefa sér tíma til að stofna Tónlist- arskóla og reka hann fyrir eigin reikning? Rakti Sævar nöfn stofnenda félagsins, en þeirra er getið í grein Margrétar hér að framan. í ávarpi sínu sagði Elínborg Ein- arsdóttir, formaður skólanefndar, meðal annars: „Fyrir hönd skólanefndar Tón- listarskólans, býð ég ykkur öll hjartanlega velkomin á 25 ára af- mælistónleika Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans. Ég ætla, að nefna megi þá tíma er tónlistarfélag var stofnað hér fyrir 25 árum, ,,árdaga tónlistarlífs í KeflavíkKeflvíkingar báru þá. gæfu að eiga dugmikið og áræðið áhugafólk um tónlistarmál, sem hrinti í framkvæmd sínu áhugamáli þrátt fyrir mikla byrjunarörðug- leika. Tónlistarfélag var stofnað með því aðal markmiði að reisa hér tónlistarskóla og einnig til að geta boðið hingað listafólki til tón- leikahalds. Við eigum þessu fólki rnikið að þakka og tel ég á engan hallað þó ég nefni hér nokkur nöfn stofnendanna og ber þá hæst Vig- dísi Jakobsdóttur, sem var fyrsti formaður Tónlistarfélagsins og formaður skólanefndar Tónlistar- skólans hátt á annan áratug. Guð- mundur Norðdal var einn aðal- hvatamaðurinn að stofnun félags- ins og Ragnar Björnsson, er var fyrsti skólastjóri skólans og gegndi því embætti í fjölda ára. Færi ég þeim öllum hjartans þakkir. Eins og Vigdís Jakobsdóttir hef- ur tjáð mér, voru erfiðleikar við' rekstur skólans fyrstu árin miklir. Oftast hafði hún áhyggjur er nálg- aðist mánaðamót hvort til væru peningar í launagreiðslur kennar- anna og fyrir húsaleigu, o.fl. Húsa- kostur skólans fyrstu árin var mjög bágborinn eins og vænta má. I 25 ár hafa keflvískir nemendur notið tilsagnar hinna færustu kennara og einnig var nokkuð um að nemendur kæmu í skólann frá nágrannabyggðarlögunum áður en þar voru stofnaðir Tónlistar- skólar. Ég álít það sjálfsagt og nauðsyn- legt að ungt fólk sem fullorðnir, er þess óska, geti átt þess kost að afla sér tónlistarmenntunar, en því mið- ur er það enn í dag víða um land, að þess er ekki kostur og er leitt til þess að vita. Með lögum menntamálaráðs frá 1975, um rekstur tónlistarskóla þar sem segir til um að sveitafélag annist launagreiðslur, en ríkis- styrkur nemi 50% launakostnað- ar, breyttust aðstæður Tónlistar- skólans og Tónlistarfélagsins mik- ið. Allar breytingar taka sinn tíma í framkvæmd en í dag þarf Tónlist- arfélagið ekki að sjá um fjárhags- legan rekstur skólans og getur því snúið sér nær óskipt að öðru stofn- máli félagsins, það er að segja tón- leikahaldi, og vona ég að við eig- um eftir að njóta margra ánægju- stunda á þeim vettvangi á ókomn- um árum. Frá því ég kom í skólanefnd skólans 1978, fyrst sem eini fulltrúi bæjarins í nefndinni, hef ég ekki kynnst öðru en velvilja og stuðn- ingi bæjaryfirvalda á fjárhagsleg- um þörfum og málefnum þessarar menningarstofnunar, og nú síðast en ekki síst vil ég þakka myndar- lega fjárveitingu bæjarins sem ger- ir okkur kleift að halda svo veglega upp á 25 ára afmælið. Skólstjóri skólans síðastliðin 7 ár hefur verið Herbert H. Ágústs- son. í skólanefnd eru nú þrír full- trúar frá bæjarfélaginu og tveir frá tónlistarfélaginu. Ég vil að endingu þakka fyrrver- andi og núverandi skólastjórum og kennurum þeirra störf við skól- ann, og einnig öllum þeim sem leggja okkur nú lið við að gera þetta kvöld sem ánægjulegast.“ Þess má að lokum geta, að mik- ið og gott tónlistarlíf í Keflavík á síðustu áratugum, hefur vafalítið átt sinn þátt í því að nú eru starf- andi tónlistarskólar í flestum byggðum skagans við stöðugt vax- andi aðsókn, flestum til yndisauka og mannbætandi áhrifa. Faxi þakkar öllum sem stuðlað hafa að þessu menningarstarfi. TÍSKAN í DAG: Álrammar og smellurammar. Ál- rammar í tilbúnum stæröum frá 20x25 cm til 60x80 cm, verö frá 235 kr. og einnig eftir máli. Smellurammar í stæröum frá 13x18 cm til 60x80 cm, verö frá 60 kr. Málverkasala og grafík í úrvali. SENDUM í PÓSTKRÖFU UMALLTLAND FAXI-167

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.