Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 3

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 3
KRISTJÁN A. JÓNSSON: STÆRSTA SVÍNABÚ LANDSINS — viðtal við s jálfseignarbóndann Þorvaid Guðmundsson Stærsta svínabú landsins er að Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Eigandi jarðarinnar og búsins er hinn þjóðkunni athafnamaður Þorvaldur Guðmundsson í ,,Síld og fisk“. Um þessar mundir eru 30 ár liðin síðan hann keypti jörðina og hóf þar svínarækt. Búskapurinn hefur alla tíð staðið með miklum blóma, enda hefur verið kapp- kostað að vanda allan aðbúnað, og rækta upp hraustan og nytjagóðan bústofn. Fyrir þremur árum flutti Þorvaldur fyr- irtæki sitt, Sfld og fisk, í nýtt húsnæði við Dalshraun í Hafnarfirði. Þar eru fram- leiddar hinar vel þekktu ,,Ali-vörur“ úr fersku hráefni frá svínabúinu á Minni- Vatnsleysu. Þorvaldur Guðmundsson er góður full- trúi þeirra samferðamanna okkar, sem brotist hafa áfram frá fátækt til góðra álna með eigin eljusemi og áræði, og nú þegar mörgum finnst að mjög hafi syrt í álinn í þjóðarbúskapnum er gott að vita af Þor- valdi, og hans líkum okkar á meðal. Hann hefur svo sannarlega lifað tímana tvenna og er nú sem fyrr fullur bjartsýni um þjóð- arhag, - ef við aðeins berum gæfu til að meta rétt getu okkar og möguleika. Núna á dögunum talaðist svo til milli okkar Þorvaldar, að við hittumst heima á Þorvaldur Guðmundsson. búinu og ég mætti þar eiga við hann dálítið FAXA-viðtal. Þegar ég kom á staðinn hitti ég fyrir, á malbikuðu hlaðinu, bústjórann, Gunnar Andersen. Með hans aðstoð tók ég að gera mér grein fyrir staðháttum og var ég einkum að virða fyrir mér tankbfl, sem var að losa fóðurblöndufarm í einn af fóður- birgðageymum búsins, þegar Þorvaldur var þarna komin og vippaði sér léttilega út úr bíl sínum. Eftir að við höfðum heilsast og eigandinn og bústjórinn skipst á upp- lýsingum og skoðunum um það sem efst var á baugi í búrekstrinum, býðst Þor- valdur til að ganga með mér um búið. Fyrst verður fyrir ,,fæðingadeildin“. Ekki skortir svínin frjósemina. Næst var komið við á ,,vöggustofunni“, en grísirnir eru teknir frá gyltunum 4-6 vikna gamlir. Svo förum við um þrjú stærstu gripahús- in. í tveim þeirra eru aligrísir, en al- gengast er að þeim sé lógað 6-7 mánaða. Þriðja húsið er gyltuhús með um 250 gylt- um. Einnig skoðum við stíuhús. Þar eru gelt- ir og gyltur. Þarna er hleypt til og fæ ég þær upplýsingar að meðgangan standi í 3 mán- uði 3 vikur og 3 daga, eða m.ö.o. 114 daga. Þessu næst var mér sýnd sláturaðstaða búsins og hreinlætis-, hvfldar- og tóm- stundaaðstaða starfsfólksins. En undir sama þaki er einnig skrifstofa bústjórans og þar inni sitjum við okkur niður til að ræðast nánar við um búrekst- urinn. - Hvenœr hófstu svínabúskap hérá Minni-Vatnsleysu? - Við keyptum jörðina árið 1953 og byrjuðum hér rekstur 14. maí 1954. En það er nú búið að gera miklar breytingar síðan. Nú er svo komið að þetta mun vera elsta svínabúið, sem er til á landinu og þar af leiðandi mun ég vera meðal þeirra núlifandi íslendinga sem lengst hafa fengist við svína- rækt. - Hafðir þú fengist eitthvað við búrekstur áður? - Nei, það get ég ekki sagt, ég rétt hafði komið nálægt svínabúi með öðrum. - Hvers vegna varð svínarœkt fyrir valinu fremur en annars kon- ar búskapur? - Við vorum og erum með kjöt- vinnslu í ,,Síld og Fisk“, og til þess að geta búið til almennilega og góða vöru, þá þurfum við nægjan- legt og gott hráefni. Það var skort- ur á góðu hráefni frá svínabúum, þannig að við gátum ekki uppfyllt óskir viðskiptavina okkar í þeim efnum og því urðum við að fara út í svínarækt sjálfir. Hefði verið nóg framboð af góðu svínakjöti á þess- um tíma, þá hefði ég aldrei farið út í þetta. Svo var maður að leita sér að jörð. Þessi jörð var auglýst í tví- eða þrígang, en það kom enginn sem vildi kaupa hana. Ég sá aug- lýsinguna í annað skiptið sem hún birtist. Þegar ég fór svo að kanna málið frétti ég að einn maður hefði sýnt áhuga á kaupunum en hætt síðan við, svo samdist mér og eig- andanum um kaupin. Sá sem bjó hér á undan okkur var með nokkr- ar kindur og kýr. Það var hér sjö kúa fjós, og túnið gaf af sér um 150 hesta af heyi. - Petta svínabú er með þeim stœrstu á landinu er ekki svo? - Við höfum alla tíð, í þessi tæp 30 ár, verið með stærsta svínabú landsins. Það þótti á sínum tíma kjánalega af stað farið að gera þetta strax að stórbúi. Á þessum árum höfum við verið að smá auka búið, svona eftir því sem markað- urinn hefur gefið tilefni til. En nú erum við komnir með þá bústærð, sem er hámark þess sem okkur hentar, og munum við því ekki stækka búið meira. Við erum alltaf eitthvað að lagfæra og betrum- bæta. Áður voru gylturnar í tveim húsum, en nú eru þær allar í einu húsi, og hver á sínum bás. Áður gengu þær lausar. Það var að mörgu leyti ekki eins gott og þægi- legt, því þá var ekki hægt að hafa eins gott eftirlit með þeim og asski- legt var, en þetta er mjög gott núna. Svo höfum við sérstakt galtahús. Hér, sem við sitjum núna, var áður fjárhús. Við brut- um það niður og byggðum nýtt hús undir þessa aðstöðu, sem nú er hér, en það er m.a. búningsher- bergi fyrir starfsmenninga, böð og leikherbergi. Svo er þessi aðstaða, hér sem við erum í, fyrir bústjór- ann og hér við hliðina er gestaher- bergi. Hérna koma nú starfsmenn- irnir í sínum fötum og skipta um klæðnað. Hver og einn hefur sinn skáp fyrir hrein föt, en í öðru her- bergi eru vinnufötin geymd. Svo er hér baðklefi, þannig að hér geta mennirnir þrifið sig. Léttir þetta mjög á heimilinu því nú koma þeir alltaf hreinir þangað inn. Einnig höfum við stórbætt alla aðsöðu og aðbúnað í sláturhúsinu. Við erum núna að ljúka breytingum vegna sjálfvirkrar fóðurgjafar í alidýra- húsunum og gyltuhúsinu, eins og þú hefurséð. Þetta er blautfóðrun. FRAMHALDÁ BLS 186 FAXI-171

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.