Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 4

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 4
ATHYGUSVERT ÆVISTARF Þegar við stöndum frammi {yrir þeirri staðreynd að Svavar Arnason er að verða sjötugur undrar mann að ævisöguhöf- undar skuli ekki hafa komið auga á það frásagnaverða og merkilega líf sem hann á að baki. Eg trúi því að allir þeir sem til þekkja séu mér sammála um að Svavar sé merkilegt dæmi um þrautseigju og dugnað margra þeirra er fæddust skömmu eftir síðustu aldamót í mikilli fátækt og við erfið skilyrði til að marka sér athyglisverða lífsbraut. Brauðstritið varð mörgum hug- sjónamanni á þeim árum að fóta- kefli. Farsæld Svavars og fyrir- hyggja leiddu hann yfir þá þröskulda. Þrátt fyrir fátækt og stundum vanheilsu tókst honum að afla sér nægrar menntunar til að takast á hendur forustu í ýms- um málum sem leiddu heima- byggð hans áfram í vaxandi við- gangi — þó stundum yrði dökkt í álinn. Það má segja að saga Svavars og saga Grindavíkur hafi verið uppistaða og ívaf í sömu voð um langt árabil — frá kreppu til viðgangs. Vöxtur og viðgangur Grinda- víkur varð meiri við stjórnsýslu Svavars en nokkru sinni áður. Það var gæfa byggðarlagsins að margt dugnaðarfólk lagði út ári með Svavari og réri að sama marki. Við leikbræður hans bárum virðingu fyrir greind hans og drenglyndi að hverju sem að var gengið og síðarmeir hafði það áhrif á okkur að hann var aldrei með í prakkarastrikunum eða stráka- pörum er við efndum til. Svavar var elstur 17 systkina og að sjálfsögðu varð hann komung- ur að leita eftir vinnu til að létta undir með föður sínum til að sjá farborða stóru heimili, fyrst við að stokka upp línu, síðar vinnu við saltfiskverkun og svo sjómennsku. AIls staðar þar sem hann lagði hönd að verki var iðjusemi og skyldurækni hans viðbrugðið. Það varð öllum ljóst að hann var mikið mannsefni. Þessi manngerð kom líka greinilega í Ijós þegar hann 21 árs settist í Samvinnuskólann. Hann náði góðum tökum á náminu og tók gott próf þrátt fyrir veik- indaforföll. Hann var m.a. mjög góður stíl- isti. A þessum árum var hann orð- inn harðsnúinn jafnaðarmaður og skrifaði lokaprófritgerð út frá þeirri forsendu. Mönnum varð það því minnisstætt að Jónas Jóns- son, skólastjóri, þakkaði honum fyrir ritgerðina, það var þó ekki Svavar Ámason við orgelið í gömlu kirkjunni. Hann verður 70 ára 14. þ.m. háttur hans, ef menn höfðu tekið vinstrivillu. A þessum árum nam Svavar einnig hraðritun og komst því að sem þingskrifari en þá var segul- bandasöldin ekki gengin í garð. Þingsalirnir heilluðu hann þó ekki eða kannske var það þjónustuhug- sjónin sem tengd var heimabyggð og vinum hans og vandamönnum þar, sem tók hug hans og athafna- þrá þeim tökum að starfsferill hans hefur nær allur verið þar síðan. Hann vissi að þar var mikið verk að vinna. En hvar átti að byrja ævistarfið svo farsæld mætti fylgja? Frá upp- vaxtarárum þekkti hann þrúgandi fátækt einyrkjans sem hafði stóra fjölskyldu á framfæri sínu. Hann þekkti þarfir tómthúsfólksins á mölinni og takmarkaða getu þess til bættra lífskjara við þær aðstæð- ur er fyrir hendi voru. Þrjár leiðir taldi hann sig sjá til úrbóta: Fyrsta skrefið var að sam- eina þá einstaklinga sem leita vildu bættra kjara á félagslegum grund- velli og stofna með þeim verka- lýðsfélag. Hann stóð því fyrir stofnun Verkalýðsfélags Grinda- víkur 1939. Nær samhliða vann hann að stofnun Alþýðuflokksfé- lags Grindavíkur og stjórnar því enn. Það er h'fsskoðun Svavars að þessi tvö félög hafi hliðstæð stefnumörk og vinni markvíst að bættum hag allra - einkum þó þeirra er verri hafa aðstöðu til bættra lífskjara og annarra mann- réttinda. Þriðja skrefið var að bæta verslunar- og viðskiptastöðu Grindvíkinga á samvinnugrund- velli svo sem hann hafði búið sig undir með Samvinnuskólanámi. Ekki skal fullyrt að allur þessi FRAMHALD Á BLS. 192 Rafveitunefndarmcnn talið frá vinstri: Ingólfur Halldórsson, Ingvar Hallgrímsson, Margeir Jónsson, formaður, Sævar Sörensson, rafveitustjórí og Sigurður Finnbogason, fulltrúi starfsmanna í nefndinni. 172-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.