Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 11

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 11
----------------------->1 ,,Gulla frænka“ okkar ekki lengur þörf, því búið væri að salta það mikið að nóg væri komið. „Hvað skal nú til varnar verða vorum sóma.“ Árni sagðist fara heim, því stutt væri að fara. Mér datt í hug það sama, þó ég ætti lengri ferð fyrir höndum. ,,En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst.“ Við Árni vorum á gangi niður Aðalgötuna, þegar okkur datt í hug að fara inn í ,,Turninn“, sem var veitingakompa og fá okkur eitthvað í svanginn. Við keyptum mjólk og vínarbrauð, en við höfð- um ekki setið lengi þegar hurðin var opnuð og inn vatt sér maður og virtist vera að flýta sér. Við vissum hver maðurinn var, hann snéri sér að okkur og spurði hvort við vær- um hættir hjá Tona. Við kváðum svo vera. ,,Mig vantar þrjá menn á bát sem ég er búinn að taka á leigu og auðvitað eruð þið til í tuskið.“ Árni svaraði strax játandi, en ég dró við mig svarið því ég var alltaf sjóveikur, jafnvel þó ég færi ekki lengra en út í þarann. Maðurinn gekk ekki eftir svarinu hjá mér og lét liggja að því að hann gæti feng- ið nóga menn, þá játaði ég og var ráðinn. Við áttum að veiða síld í reknet. „Þið komið svo í fyrramálið ki. 8, og þá verður byrjað að útbúa bát- inn.“ En það var nú aðeins meiraen að segja það, því hann hafði verið bundinn við bryggju í eitt til tvö ár. Allir spottar og öll bönd voru grautfúin, allar rúður í stýrishús- inu voru brotnar og annað eftir því. Við vorum 7 menn á bátnum. Ég mun nú greina frá þeim. Skip- stjórinn hét Mýrkjartan Rögn- valdsson, hann var frá Akureyri. Mýri, eins og hann var jafnan kall- aður, var um margt sérstæður maður. Hann var stór vexti og gild- vaxinn, enda afrenndur að afli. Hann var jafnan glaður í lund. Ef Mýri heyrði sögu sem honum þótti fyndin, átti hann það til að hlæja hátt og lengi. Nokkru seinna flutti hann til Reykjavíkur og gerðist fisksali í höfuðborginni. Stýrimaðurinn hét Gunnar Ingi- mundarson frá Stokkseyri, jafnan kenndur við Hellukot þar í hreppi. Um Gunnar í Hellukoti mætti rita langt mál, en ég treysti mér ekki til þess. Mér finnst að ævisagnaritar- ar fari stundum í geitarhús eftir ull þegar þeir eru á höttunum eftir sögumanni. Ævisaga fjósamanns, getur ver- ið eins mikið bókmenntaverk sem forsetans, það fer eftir þeim sem ritar söguna. En þetta var nú hlið- arspor. Gunnar Ingimundarson, var vanur sjómaður og hafði róið á opnum bátum frá Stokkseyri, einnig var hann á vélbátum. Gunnar var frekar hár maður vexti, grannvaxinn og langleitur og bauð af sér góðan þokka. Hann var rólegur í skapi og æðrulaus, hvað sem á gekk. Gárungarnir sögðu að hann væri hægfara. Það má vel vera að svo hafi verið, en hann komst sinna ferða og lauk sínum störfum ekki síður en hinir, sem höfðu hærra og gusuðu meira. Hann var greindur vel og sagði vel frá. Hann var sannkallað prúð- menni og mátti margt af honum læra. Vélstjórinn hét Tryggvi Jóns- son. Hann var frá Dalvík. Seinna gerðist hann útibússtjóri hjá KEA á Dalvík. Tryggvi var skemmtileg- ur í viðkynningu. Hann var mikill baráttumaður fyrir bættum kjör- um verkamanna og sjómanna, en ekki var hann róttækur í pólitík. Hann var víst af fátækum kominn og átti gott með að skilja verka- menn og sjómenn og baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Ég er þess fullviss, að það var þeim Gunnari og Tryggva að þakka að við þessir óvaningar fórum ekki slippir og snauðir frá borði. Þeir björguðu því sem bjargað varð og fyrir það fá þeir þakkir, þó það þakklæti komi nokkuð seint. Kokkurinn hét Guðjón, lítill karl og lundillur og var að vestan og mátti það heyra strax á málinu sem hann talaði, annars man ég lítið eftir honum. Ég man það helst hvað við höfðum gaman af að glettast við hann. Eitt var það sem við stunduðum. Við opnuðum skellertið yfir lúkamum og blésum í þokulúður sem var um borð. Kokksa brá alltaf voðalega við þetta og eitt sinn missti hann disk með einhverju ,,góðgæti“ á. Við sáum eftir disknum, en ekki „góð- gætinu“. Það var ekki veislumatur hjá Gauja að jafnaði, síður en svo. Þá eru fjórir menn ótaldir, há- setarnir. Olafur hét einn, hann var frá Hrísey. Magnús, hann var frá Hafnarfirði. Jóhann hét einn frá Akureyri og síðastan tel ég þann, sem rifjar þetta upp eftir nærri 60 ár. Nú víkjum við að veiðunum. Á föstudagskvöldi var farið í fyrsta róðurinn. Veiði var lítil en átti eftir að glæðast. Við vomm með 35 net. Sfldveiði í reknet vará þeim tímum erfið vinna. Þá voru ekki komnar vélar til að hrista úr netunum. Afli var allgóður, 35 - 80 tunnur og jafnvel meira. Það þótti allgóð veiði að fá 2 tunnur í net eða um 70 tunnur í 35 net, það var vel viðráð- anlegt. En við áttum eftir að sjá það svartara. Það var eitt kvöld, við vorum að borða og búnir að Ieggja netin. Þegar hjónin Margrét Jónsdóttir og Eiríkur Eiríksson, bakari, fluttu til Keflavíkur árið 1925 fylgdu þeim 3 dætur þeirra, en sonurinn Karl hafði þá hafið raf- virkjanám hjá Bræðumir Orms- son í Reykjavík. Elst dætranna var Guðrún, gjafvaxta stúlka, fædd 9. nóv. 1908 og á hún því 75 ára afmæli nú um þessar mundir. Hún var stór og glæsileg, eink- um þegar hún bjó sig uppá og klæddist peysufötum, þá sópaði að henni, enda gáfu ungu menn- irnir henni óspart auga og ekki liðu mörg ár þar til einn þeirra, Guðni Guðleifsson, hafði fastn- að sér hana og gengu þau í h jóna- band 7. júní 1930. Þau áttu því gullbrúðkaup fyrir þrem árum, 1980. í þá daga var ekki almennt ráðist í langskólanám þó að hæfi- leikar og geta væru fyrir hendi - einkum átti það þó við um stúlk- ur, þar sem að atvinnutækifæri þeirra voru þá ekki mörg. Það lá því fyrir Gullu - eins og hún er jafnan kölluð - að stunda fisk- verkun vor og sumar en fara í vist að vetrinum og þannig gekk lífið fyrir sig hjá henni þar til að þau Guðni höfðu byggt sér framtíð- arheimili, sem enn stendur að Hafnargötu 63 í Keflavík. Reyndar hélt hún áfram fisk- verkunarstörfum allmörg ár eftir það. Hún mun hafa verið ein- staklega vel liðin af samverka- fólki sínu bæði vegna dugnaðar og einnig var hún glaðsinna og skemmtileg. Þau Guðni eignuð- ust ekki börn en eftir fárra ára sambúð tóku þau bam af frænd- konu Gullu í fóstur, sem ólst upp hjá þeim eins og eigið bam væri. Birna (Bidda) Guðmundsdóttir mat þau og virti sem ástkæra for- .________________________________ Veður var gott, þá kemur skip- stjórinn niður og er hlæjandi að vanda. „Hvað gleður þig svo mjög“? spurði Gunnar stýrimað- ur. „Mikið helvíti fiskum við á morgun'*. „Hvað er til marks um það?“ spyr Gunnar. „Mig dreymdi að mér fannst lunningin bakborðsmegin öll fúin og fúið skip boðar afla“. „Rétt hjá þér skipstjóri,“ sagði Mangi gamli. „Ekki er mark á draumum,“ sagði Þorsteinn á Borg. „Þið munuð sjá að þennan draum verður að marka.“ Að svo mæltu fór hann upp og hefur sjálfsagt ætlað að fara Guðrún Eiríksdóttir. eldra og vissulega vom svo böm hennar ömmuböm Gullu. Og ekki nóg með það heldur eignað- ist vinkona Birnu bam og fyrir Birnu orð tók Gulla drenginn þriggja daga gamlan í viku vörslu. Sú vika er nú orðin 29 ár. Það er öllum ljóst sem til þekkja að Marteinn er sem elskulegur sonur þeirra hjóna. Bæði þessi böm hafa fengið eðlilegt og gott uppeldi hjá þeim hjónum og eiga þeim mikið upp að inna. Þeim h jónum er það sameigin- legt að þau em hógvær og krefj- ast ekki mikils af samfélaginu en hjartalag og fórnfýsi við þessi börn sín hefur verið ósvikin. Það er og vottur um alúð Gullu við börn og unglinga, að börn undir- ritaðs og þeirra börn kalla hana eina „Gullu frænku“ þó að af mörgu sé að taka í því efni. Það er ósk okkar að „Gulla frænka“ megi enn eiga mörg og góð ár framundan. Við óskum þeim hjónum einn- ig til hamingju með afstaðna gullbrúðkaupið. að sofa, en hann var ekki meira en svo kominn upp þegar hann kallar á vélstjórann og biður hann að setja vélinna í gang. „Það er allt að sökkva". Þá svarar kokkurinn: „Mikið getur þessi maður logið sí og æ, og þó er hann ekki þesslegur að sjá.“ Gunnar stýrimaður heyrði hvað kokksi sagði og kallar niður. „Hann lýgur ekki núna, kom þú bara og sjá þú“. Þá lét hann sér segjast, því Gunnari trúði hann eins og nýju neti. FRAMHALD Á BLS. 195 FAXI-179

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.