Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 16

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 16
ÆVIMINNINGAR KARLS GUÐJÓNSSONAR FYRSTI HLUTI i Það er vissulega ekki ofsögum af því sagt, að þeir sem nú eru komnir á gamals aldur hafa lifað tímana tvenna. Pað mannlíf sem var um og upp úr síðustu aldamótum var í tiltölu- lega mjög föstum skorðum, og á flestum sviðum byggt á aldagömlum menningarerfðum og að sjálfsögðu var verkmenningin bundin þeim tækjakosti, sem óháður var vélvæðingu og orkubúnaði nútíðarinnar. Nú, á ofanverðri 20. öldinni, fer þeim eðliíega stöðugt fækkandi, sem lifað hafa með og í iðu umbreytinga þessarar aldar allt frá byrjun hennar. Pað var meðal annars með hliösjón að þessu, að ritnefnd Faxa fól þeim félugunum Ingólfi Falssyni og Kristjáni A. Jónssyni það verk- efni að fara á fund sagnaþularins Karls Guöjónssonar, í efnisöflun, en allir sem til Karls þekkja vita það, að hann hefur svo sannarlega haft allar dyr opnar til að veita móttöku tækniþekkingu ,,Nýja tímans“, sem þessi öld getur með réttu kallast. Auk þess er það einnig á margra vitorði að hann kann þá list að segja skírt og skilmerkilega frá. Karl Guðjónsson, er furðu hress og minnugur miðað við aldur, en hann er nú 88 ára gamail. Var það einkar auðsótt mál að fá hann til að segja frá því, sem upp í hugann kom varðandi lífshlaup hans. Þó hélt hann því reyndar fram, þegar hafist var handa að taka frásögn hans upp á snældu, á liðnu vori, að hann hefði svo sem ekki frá neinu að segja. Mun nú mál til komið að þessum inngangi ljúki og við gefum „sagnaþulnum" orðið. Pó sakar ekki að láta þess getið að sumir samferðamennimir átta sig kannski ekki alltof vel á nafninu Karl Guðjónsson, en þekkja þess í stað þeim mun betur einhver þeirra nafna, sem hér fara á eftir og við hann hafa fests. en þau segja svo líka um leið ákveðna sögu um þann ..Kalla sagnaþul", sem hér fer að hefja frásögn sína. Við fáum sem sagt. hér í þessum FAXA og þeim næstu tækifæri til að kynnast, eða kvnnast enn betur. honum Kalla á Brekku, Kalla mótorista, Kalla á stöðinni. Kalla svningarmanni. Kalla rafvirkja, Kalla útvarpsvirkja, Kalla á radíóinu og hvað það er nú anars fleira, sem heima ætti í þessari upptalningu. en af því sem þegar er hér upp talið má Ijóst vera að víða hefur Kalli komið við sögu og tekið til hendi og hefst nú frásögn hans: Ég er fæddur í Reykjavík árið 1895, þann 14. okt., það er að segja eftir kirkjubókunum, en það ber nú ekki alveg saman við það, sem móðir mín og amma sögðu. Þæg sögðu mig fæddan 1896, nú en bókstafurinn blífur sjálfsagt. Fullu nafni heiti ég Karl Sigurð- ur og foreldrar mínir voru María Bjamadóttir og Guðjón Péturs- son. Ég var einkabam móður minnar, en tvö hálfsystkini mín af föður komust til fullorðinsára. Þau eru Guðlaug, sem nú er látin og séra Jón á Akranesi. Ég var ekki nema sex mánaða þegar ég var fluttur frá Reykjavík og hér suður í Voga til föðurömmu og afa, sem síðan ólu mig upp. Þau hétu Pétur Jónsson og Guðlaug Andrésdóttir. Var hún ljósmóðir í Vatnsleysustrandarhreppi í um 50 ár. Þegar ég kom til þeirra bjuggu þau í Vogunum en fluttu skömmu síðar í Stapabúð. Þegar ég var fjög- urra ára fluttum við svo að Brekku, austari bænum, sem þá var þarna undir Stapanum, því þá andaðist Guðmundur, bróðir afa, sem hafði haft jörðina áður. Bæði býlin lágu undir Stóm - Voga, en Stóm - Vogar áttu mikið af torf- unni í Vogunum og þurfti að greiða þangað eftirgjald. Abúð á Brekku lagðist niður um 1940. Þá bjuggu þar Magnús og Guðríður föðursystir mín. Þau hjónin voru þá orðin heilsulítil og fluttu í Vogana. Þá rifu þau húsið á Brekku og fluttu efniviðinn inn eftir, því þó húsið væri að minnsta kosti orðið 100 ára gamalt voru viðirnir í því þannig að þeir voru nothæfir, eins og þetta gamla timbur var, það gat enst alveg ótrúlega lengi. Annars voru veggir Brekkuhússins hlaðnir úr grjóti, en port og ris úr timbri. Niðri var forstofa og eldhús, en svefnhús uppi. Loftinu var skipt í sundur, fremra loftið og innra loft- ið sem kallað var. A loftinu voru lengst af fimm rúm lítið borð und- ur gaflglugganum og einn stóll. Það var góðæri, ef fiskur gekk undir Stapann Maður ólst upp við þessi venju- legu störf, sem gerðust á bæjum þá. Það var t.d. heyskapurinn og skepnuhirðingin. Við höfðum mest 70 ær og vanalega var ein kýr og stundum kálfur. Féð gekk ákaf- lega mikið úti. Það var svo merki- legt að það voru oft hagar á Stap- anum þó þeir væru ekki annars staðar, en það var vegna þess hvað hann stóð hátt og fauk því að hon- um frekar en annars staðar þegar snjóaði, og fjörubeit var góð. Ef eitthvað var að veðri var féð alltaf hýst á hverri nóttu og gerði það sitt, þannig að það var miklu hressara á morgnana þegar það hljóp í fjöruna til að ná í einhver snöp. Svo reyndi maður að koma fénu upp á Stapann eftir hádegi til að ná í einhver jórturefni í vömb- ina eins og sagt var. Afi gerði út fjögurra manna far á hverri vetrarvertíð. Veiðarnar gengu nú misjafnlega, því fiskur- inn þurfti að ganga undir Stapann til að hægt væri að ná í hann, því það var ekki hægt að fara í lang- róðra á þessum litlu fleytum. Nú ég held að ég hafi ekki beint verið talinn til mikilla starfa á þessum árum, því ég var alltaf með hugann við eitthvað annað en ég átti að gera. - Ég fékk orð fyrir það að vera heldur latur, en sannleikurinn var sá, að ég var alltaf að hugsa um eitthvað annað og það þótti nú ekki passa í þá daga að vera í ein- hverju grúski, sem að ekkert gagn var talið af. Vélagrúskið komfljótt upp í stráknum En svo vildi til að það komu á þessum árum vélbátar í Vogana og þeim var alltaf lagt í vetrarlægi upp í sandinn í vikinu fyrir innan Hólmann, sem var alveg við bæinn Brekku, sem ég átti heima í. Fór ég svo oft út í bátana og ég hafði ráð til. Skreið ég þá í vélarrúmið til að grúska í vélinni, snúa þessu og hinu og sjá hvernig þetta furðu- verk gæti gengið. Hvernig skrúfan ynni, skrúfublöðin snérust og var ég búinn að finna þarna út hvernig vélin ætti að snúast og allt svoleið- is. Ég var búinn að biðja Eyjólf í Tumakoti, sem var formaður á einum bátnum og vélstjóri líka, að leyfa mér að vera við þegar hann setti vélina í gang, en að því hneigðist hugur minn öðru frem- ur. Eyjólfur var laginn maður og smiður góður, en hafði aldrei lært neitt í vélfræði. Morgun nokkurn snemma vek- ur Eyjólfur mig, og tekur mig með 184-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.