Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 22

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 22
Ferð með eldri borgara af Suðumesjum Mánudaginn 12. september s.l. gekkst Rótarýklúbbur Keflavíkur fyrir hinni árlegu dagsferð með eldri borg- ara af Suðurnesjum. Um 100 mannns tóku þátt í þessari ferð sem tókst í alla staði mjög vel eins og aðrar slfkar sem farnar hafa verið á vegum Rótarý- klúbbsins á undanfömum ámm. Farið var frá Keflavík kl. 12.00 á hádegi með 2 bílum frá Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur. Ekið var sem leið lá til Reykjavíkur, og í Árbæ, og safnið þar skoðað undir leiðsögn starfsfólks safnsins. Eftir að hafa gengið þar um og skoðað hliðstæður þeirra húsa- kynna sem forfeður okkar bjuggu við og gera samanburð við hlýju og vönd- uðu hýbýlin sem þjóðin býr við í dag, en margir af þeim sem í ferðinni vom hafa kynnst hvoru tveggja, og sumir meira að segja gist í Arbæ á sínum yngri árum, var haldið í Bústaðakirkju í heimsókn til séra Ólafs Skúlasonar, gamals Keflvfkings, sem tók á móti hópnum með slíkum ágætum að lengi verður minnst af þeim sem í ferðinni voru. Séra Ólafur bauð gestum í kirkju, og sagði þar frá sögu kirkjubyggingarinn- ar og stofnun safnaðarins, og safnaðar- starfinu, sem er mjög blómlegt. Frá- sögn séra Ólafs var ívafin léttu gamni um leið og hann minnti okkur á alvöru lífsins, og nauðsyn þess að rækta með okkur trúna á Guð, sjálfum okkur og öðrum til blessunar. Að máli séra Ólafs loknu söng Ingibjörg Marteinsdóttir nokkur lög við undirleik Guðna P. Guðmundssonar, organleikara kirkj- unnar. Var unun á það að hlýða. Að lokum var gengið um safnaðarheimilið og það skoðað. Áð þessu loknu var ekið til Hótel Sögu, og farið í grillið og drukkið kaffi og notið útsýnisins yfir Reykjavík og næsta nágrenni, en frá þessum stað er það einna fegurst í björtu og góðu veðri. Eftir að hafa drukkið gott kaffi og borðað frábært meðlæti í boði Sparisjóðs Keflavíkur, var haldið heim á leið. Á báðum leiðum, bæði að heim- an og heim var sungið og sagðar gam- ansögur á milli þess sem mannskapur- inn úðaði í sig sælgæti, sem Hagkaup gáfu til fararinnar. Rétt fyrir kl. 19.00 var komið heim eftir vel heppnaða ferð. KEFLAVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Fjóröi gjalddagi útsvara og að- stöðugjalda var 1. nóvember sl. Dráttarvextir eru 5% pr. mánuð. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekju- stofna sveitarfélaga um sjálfs- ábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Innheimta Keflavíkurbæjar. Það var sérstök ánægja fyrir undir- ritaðan að fá að taka þátt í þessari ferð og kynnast því hversu þakklátur þessi aldurshópur er fyrir það sem fyrir hann er gjört, við hin yngri eigum margt ólært til að jafnast á við þetta fólk. Eg þakka ykkur öllum fyrir ánægjulegan dag. Einnig vil ég þakka öllum þeim sem studdu okkur í því að gera þennan dag eftirminnilegan. Halldór Ibsen. Brynja Pétursdóttir. Sigurlaugjúliusdóttir. Margrét Þorláksdóttir. Birna Margeirsdóttir. Stórt átak í ársskýrslu formanns Krabbameins- félags Suðurnesja, Eyþórs Þórðarson- ar, á síðasta aðalfundi kom m.a. eftir- farandi fram: Við viljum færa öllum stöðvarstjór- um Pósts- og síma á Suðumesjum og öðrum stuðningsaðilum, svo sem Apóteki Keflavíkur, þakkir fyrir sölu samúðarkorta. Samúðarkort seld á Suðurnesjum, seldust fyrir kr. 20.040.00 á árinu I982. Sigurlaug Júlíusdóttir aflaði félaginu 160 nýrra meðlima í Keflavík á árinu 1982, við færum Sigurlaugu þakkir fyrir þau farsælu störf. Um áramótin 1982-83 var því með- limatalan komin í 510. Það takmark sem stjórnin setti sér að tífalda með- limatöluna frá 1979 náðist því rúmlega á liðnu ári. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að fela þeim Jóhanni Péturssyni og Mar- geiri Jónssyni að skipuleggja og fylgj- ast með uppgjöri á sölu samúðarkorta og að athuga með ráðningu á körlum og konum til að afla nýrra meðlima. Störf þeirra Jóhanns og Margeirs urðu mjög árangursrík, því þeir skil- uðu til formanns 21. mars sl. skrá og uppgjöri fyrir greiðslu árgjalda fyrir 533 nýja meðlimi sem hafði verið aflað það sem er af árinu 1983 í þrem sveitar- félögum, Sandgerði 200 félögum, Garði 177 félögum og 156 félögum í Grindavík. Við þökkum gjafir sem félaginu hafa borist. Lafey Sigurðardóttir í Garði gaf félaginu kr. 500.00. Einnig barst gjöf frá Jónu ísleifsdóttur í Garði sem gaf félaginu kr. 500.00, til minningar um föður sinn, ísleif Jónsson, sem hefði orðið 105 ára á þessu ári. Margrét Þor- láksdóttir í Grindavík gaf einnig félag- inu kr. 2.700.00. Þeim Laufeyju, Jónu og Margréti færum við innilegar þakkir fyrir hlýhug til Krabbameinsfélagsins. í sambandi við það stóra átak sem gert var í að fjölga félögum í Krabba- meinsfélagi Suðurnesja er rétt að geta þess að þar áttu 4 konur stærstan hlut að máli, en það voru: Sigurlaug Júlíus- dóttir sem vann að söfnun í Keflavík, Margrét Þorláksdóttir í Grindavík, Brynja Pétursdóttir í Garði og Brynja og Birna Margeirsdóttir tóku Sand- gerði og Miðnes saman. Félagið þakkar þeim frábært afrek. Karlakór Keflavíkur á tímamótum Félagar í K.K.K. hafa á undanföm- um misserum sýnt lofsverðan dugnað og fómfýsi - ekki aðeins með því að fórna mörgum kvöldum í viku við æf- ingar, heldur hafa þeir einnig unnið frábært sjálfboðastarf við byggingu félagsheimilis. Það var svo I. október s.l. að efri hæð hússins var tekin í notkun. Það er stór og myndarlegur samkomusalur, í tengslum við hann eldhús og setustofa. Er nú byrjað að leigja salinn út til ýmiskonar samkomuhalds. Kvenfé- lag K.K.K. hefur verið þar með kaffisölu til fjáröflunar fyrir kórinn, en þær hafa stutt vel við bak bænda sinna í húsbyggingarmálinu. Þær hafa raunar alla tíð unnið dyggi- lega við hlið manna sinna að viðgangi kórsins, hafa gert það með fjáröflun og gjöfum. Undanfarið hafa staðið yfir samninigar við Keflavíkurbæ að hann eignist hluta í húsinu (hluta í neðri hæð). Bærinn mun þá leggja fram fé til að ljúka byggingarframkvæmdum þannig að hægt verði að taka allt húsið í notk- un. Jóhann Líndal, formaður kórsins, var vongóður um að þessi sameignar- hugmynd mundi veróa að veruleika. Hann sagði að tveir ungir veitinga- menn, þeir Vífill Þorleifsson og Ragnar Orn Pétursson, hefðu hug á að taka húsið á leigu til veitingasölu. Að sjálf- sögðu á það ekki að hindra eða veikja þá aðstöðu sem kórinn hefur búið sér í húsinu. Fyrsta desember á kórinn 30 ára af- mæli. Afmælistónleikar kórsins verða laugardaginn 10. desember í Félagsbíó og um kvöldið verður afmælissamsæti í Stapa, með skemmtiatriðum ogdansi. Söngmenn kórsins hafa aldrei verið jafnmargir og nú eða um 50. Ungur Keflvíkingur, Steinar Guðmundsson er nú stjórnandi kórsins. Til hamingju Karlakór Keflavíkur með glæsilegan áfanga og afmæliö. Glæsilegt verslunarhús Byggingaverktakar Keflavíkur h.f. eru að ljúka byggingu stærðar versl- unarhúss á horni Hafnargötu og Flug- vallarvegar. Húsið er að grunnfleti rúmlega 1100 m2 og efri hæð 600 m2 - eða heildar gólfflötur yfir 1700 m2. 190-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.