Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 26

Faxi - 01.09.1983, Blaðsíða 26
ÆVIMINNINGAR KARLS GUÐJONSSONAR FRAMHALD AF BLS. 185 ar miklar. Ég var óvanur mýrum Yfir þetta komst ég og að bænum Einar Jónsson myndlistarmaður og fannst ég alltaf vera að sökkva. Galtafelli, því fræga setri, sem var ættaður frá. Jakob bróðir Ein- erið velkomin í ROSEWAIER . LOTION Snyrtivörur og ilmvötn i úrvali og þá aðeins það besta. /p <&tnaís/lnaiS .«■" (rarharfl) BETRIX ^E^IN^,UR£íVr ELLEN TARKETT viðargólf • Tarkett hefur framleitt viöargólf í 100 ár. • Tarkett viöargólf bjóða upp á fjölbreytta mögu- leika. • AlltparketfráTarkettertil- búiö til lagningar. • Auðvelt að leggja. Leitið nánari upplýsinga. JÁRN & SKIP SÍMAR 1505-2616 ars bjó þá þar. Við túngarðinn á Galtafelli lagðist ég niður volandi, uppgefinn og úrvinda af þreytu og steinsofnaði. Það var glaða sólskin og logn og gott veður. En svo vakna ég við það að strokið er um vanga minn og dettur mér þá fyrst í hug að nú sé húsbóndi minn kom- inn að sækja mig og ég var svo hræddur að ég stökk upp. En komumaður segir mér bara að vera rólegum, því að húsbóndi minn sé ekki kominn að sækja mig. Það var eins og hann vissi allt um sveitina þarna þessi karl. Mað- urinn tók mig svo undir höndina og fór með mig heim í bæ. Og er inn kom var ég háttaður og settur ofan í rúm og þangað í rúmið var mér færð flóuð mjólk og nýjar pönnukökur. Þegar ég var búinn að næra mig á þessu segir bóndi: „Nú skalt þú sofa væni minn, því kl. 4 í dag fer vagn með smjör nið- ur á Eyrarbakka og þú ferð með honum niður að Ölfusá, en þar verða menn í kvöld, sem gista þar í nótt og eru þeir með lausan hest, sem þú getur trúlega fengið að sitja á til Reykjavíkur á morgun." Þeg- ar til kom passaði þetta allt saman. Að skilnaði gaf bóndi mér svo 5 krónur auk vel útilátins nestis til ferðarinnar. Ferðin til Reykjavík- ur gekk að óskum. En þaðan gekk ég svo heim að Brekku og var það ekki tiltökumál því slíkri göngu var ég alvanur. Vil ég geta þess hér, að allt frá fyrstu kynnum hefur mér verið hlýtt til Jakobs á Galta- felli, velgjörðarmanns míns, og var það mér mikil ánægja að fá hann einu sinni til mín í heimsókn hingað til Keflavíkur. /fyrsta sinn á Aust- fjörðum Sextán ára fór ég í fyrsta sinn austur á Firði. Og lenti þá í því að róa á árabáti frá Fáskrúðsfirði og lágum við við úti í Skálavík. En það er vík rétt fyrir utan Kol- freyjustað. Þar gengur tangi fram í fjörðinn og er lending góð í Skála- vík. Þarna var ég sumarlangt og fram á haustið, og þama komst ég í kynni við það, sem kallað var tvö- föld harmonikka. En til gamans get ég þess hér, að fyrstu tilþrif mín til að spila voru á þann veg að ég gekk á móti vindi og opnaði munninn og dró hann saman og fékk tóna út úr því. Það var það fyrsta. Ég fann það að maður gat myndað mismunandi tóna með því að opna munninn á vissan hátt og 194-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.