Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 3

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 3
BÓKASAFN NJARÐVÍKUR 40ÁRA Sennilega hafa íslendingar alla tíð verið fróðleiksfúsir, leitandi eftir fréttum um menn og málefni, sem ýmist gat komið sér vel á ein- hvem hátt eða orðið að skemmtan í fábreytni dreifbýlisins. Algeng- asti fréttamiðill fyrri alda var flökkufólk, sem átti mat sinn og drykk undir fæmi í söguburði og frásgnarlist. Bækur eða ritað mál var varla til nema á ríkustu heimil- um. Það er ekki fyrr en með bylt- ingu í bókagerð og aukinni alþýðu- menntun að blöð og bækur taka við af flökkufólki og hafa nú gjör- eytt þeirri atvinnugrein a.m.k. í þeirri mynd sem hún áður var - jafnvel fram á fyrstu ár þessarar aldar. Á síðari hluta 19. aldar komast íslendingar í nánari samskipti við aðrar þjóðir en áður hafði verið og hingað berast ýmsir menningar- straumar og tækniþekking í land- búnaði og þó einkum varðandi sjávarútveg. Prentiðnaður hafði verið hér afar takmarkaður. Saga prentlistar á íslandi er þó talin hefjast um 1530, er Jón Arason biskup, gekkst fyrir því að séra Jón Matthíasson, prestur á Breiðaból- stað í Vestur-Hópi flutti heim frá Svíþjóð, en þar hafði hann kynnt sér prentiðn. Auknar þarfir fýrir margs konar lesefni, aukin kaup- geta fólks og þó fyrst og fremst stóraukinn áhugi á aukinni mennt- un almennings leiddi til blómlegr- ar útgáfustarfsemi og bókagerðar. Félagsstarfsemi ýmiskonar sem stefndi að mannrækt - bæði til lík- ama og sálar, stefnumið að bætt- um hag almennt áttu drýgstan þátt í að örfa fólk til aukinnar mennt- unar og þá fyrst og fremst lesturs góðra bóka bæði til fróðleiks og skemmtunar. Saga bókmennta í Njarðvík er býsna merkileg fyrir ýmissa hluta sakir. í Innri-Njarðvík eru fæddir og uppaldir tveir höfuðjöfrar ís- lenskrar bókmenningar, þeir Sveinbjöm Egilsson og Jón Þor- kelsson (Thorkeli), en hann arf- leiddi Suðurnesjamenn og æsku- byggð sína að veraldlegum eignum sínum og hafa mörg börn á Suður- nesjum hlotið viðurkenningu fyrir góðan námsárangur úr Thorkeli- sjóði. Einnig átti bókasafn Jóns að varðveitast í Njarðvíkurkirkju til útlána og uppbyggingar fróðleiks- fúsum íbúum héraðsins, eins og Guðmundur Finnbogason, fræðj- maður, gerir grein fyrir í erindi er flutt var á afmælisfagnaði B.N. í veikindaforföllum Guðmundar flutti Guðjón Sigurbjömsson kcnnari erindið. Fyrsti vísir að lestrarfélagi í Njarðvík er talinn verða til 20. janúar 1889. Þá efndi Stúkan Djörfung nr. 16 til stofnunar lestrarfélags og var Árni Pálsson þá bókavörður. Bókasafn Njarðvíkur bauð til afmælisfagnaðar 3. desember s.l., en þá átti safnið 40 ára afmæli. Guðlaug Karvelsdóttir, formað- ur bókasafnsnefndar, bauð gesti velkomna og lýsti dagskrá, sem var hin vandaðasta. Hún gat þess að stjórn safnsins hefði verið einhuga um að öll dagskráratriði væm eftir Njarðvíkinga og flutt af þeim. Einnig flutti hún kveðju frá Guðmundi Finnbogasyni og þakk- aði honum framlag til dagskrárinn- ar, erindi sem Guðjón Sigbjörns- son mundi flytja í forföilum Guð- mundar, en hann er nú á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði. Sigurbjöm Ketilsson, f.v. skólastjóri, rakti sögu safnsins efnislega á svipaðan hátt og fram kemur hér: Rist jóm Faxa hefur farið þess á leit við mig að ég svari nokkmm spumingum viðvíkjandi upphaf og sögu Bókasafns Njarðvíkur, og mun ég í eftirfarandi línum leitast við að gefa umbeðnar upplýsingar. /. sp. Hver voru tildrög að stofnun safnsins og hver voru afskipti þín af safninu? Njarðvíkurhreppur varð sem kunnugt er sjálfstætt hreppsfélag um áramótin 1942, en hafði áður tilheyrt Keflavíkurbæ. Engin sjálfstæð félög Njarðvík- inga voru þá til og varð því að byggja allt félagsstarf frá gmnni. Haustið 1943 vom aðeins tveir kennarar við Bamaskóla Njarð- víkur, ég og Eyjólfur Guðmunds- son,kennari. Við höfðum báðir alist upp í sveitum, þar sem vom starfandi bókasöfn og okkur fannst báðum það nánast skylda okkar að stuðla að stofnun bókasafns í þessu nýja hreppsfélagi. Vöktum við máls á þessu við ýmsa og fengum góðar undirtektir. Því var það að við boðuðum til fundar í þessu skyni í nóvember 1943. Sá fundur sam- þykkti að stofna bókasafn og var kosin 3ja manna stjóm og vomm við Eyjólfur kosnir og Sigurgeir Guðmundsson úr Innri-Njarðvík. Þessi fyrsta stjóm hófst þegar handa um bókakaup í trausti þess að hreppsnefnd Njarðvíkur myndi styrkja fyrirtækið, sem líka reyndist rétt og veitti heppsnefnd strax 1000 króna styrk. Eyjólfur tók að sér bóka- afgreiðsluna fyrsta árið, en síðan tók ég við því og annaðist útlán, bókakaup og reikningshald fyrir bókasafnið til ársins 1970 að undanskildu einu ári, sem ég dvaldi erlendis sakir sjúkleika. Upphaflega var bókasafnið skýrt Lestrarfélagið Fróði, að mig minnir eftir minni uppástungu, en 1957 var skipt um nafn og hef ég víst verið þar einn að verki og hefur safnið síðan verið nefnt Bókasafn Njarðvíkur. Nokkur fyrstu árin var eins kon- ar útibú frá safninu í Innri-Njarð- vík á heimili Sigurgeirs Guð- mundssonar, sem annaðist af- greiðslu þess með mikilli sam- viskusemi. Má geta þess hér, að engin bók glataðist, sem hann hafði lánað út. Fyrstu starfsár safnsins var boð- að til aðalfundar í þeim tilgangi að kjósa stjórn, en einhvem veginn fór það svo, að fáir eða engir sáu ástæðu til að sækja slíka fundi, og fór því svo, að ég sem bókavörður gafst upp við að reyna að smala saman á fund og rak því safnið þessi umræddu starfsár mín nánast sem einkafyrirtæki og þar af leið- andi með einræðisfyrirkomulagi, og h'tur þetta smávegis skrýtilega út. En þar sem ég er kominn á raupsaldur, get ég ekki stillt mig um að geta þess, að ég fékk yfir- leitt ágæta dóma um þessa stjóm mína, og það frá málsmetandi aðil- um eins og Guðmundi Hagalín rit- höfundi, sem á þessum árum var bókafulltrúi ríkisins. Hann gerði einu sinni út af örkinni Ása í Bæ rithöfund til þess að athuga bóka- kost og fleira í bókasöfnum á Suð- urlandi og Borgarfirði. Að ferð- inni lokinni gaf Ási að sjálfsögðu skýrslu. Segir m.a. í henni að tvö söfn á umræddu svæði bera af um menn- ingarbrag að dómi Ása og var annað þeira bókasafn Njarðvík- inga. Upphaflega var bókakostur af skiljanlegum ástæðum mjög fá- tæklegur, enda þótt safninu áskotnuðust strax margar bækur að gjöf. Sem dæmi um bókakostinn má geta þess, að fyrsta sinn, sem bæk- ur voru lánaðar út fóm allar bækur safnsins í umferð utan ein. Mun safnið hafa byrjað starfsemi sína með tæpum 100 eintökum, en nú mun vera til á m'unda þúsund bindi. Auk þess, sem áður er getið um afskipti mín af safninu skal þess getið, að ég batt inn meginið af bókum safnsins frá upphafi og til ársins 1951 að ég varð að hætta því starfi af heilsufarsástæðum. Reikningar safnsins vom ávallt endurskoðaðir af sveitarstjóra Njarðvíkurhrepps, greiðslur til FAXI-3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.