Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 4
mín fyrir bókavörslu hafa líklega verið bara samþykktar af sjálfum mér. Þó ræddi ég eitthvað við bókafulltrúa ríkisins um það mál. En ég held að umræddar greiðslur hafi aldrei verið sérlega miklar, enda útlánstími miklu styttri lengst af en nú er orðið. Síðan 1970 hefur sérstök nefnd, kosin af bæjarstjórn haft með stjórn safnsins að gera og ræður bókavörð. Árið 1970 tók Úlfar Þormóðsson, kennari, við bóka- varðarstöðu og við brottflutning hans Ásgeir Árnason, kennari. Núverandi bókavörður er Rebekka Guðfinnsdóttir. Fyrstu starfsár safnsins og allt til ársins 1963 var það til húsa í barna- skólanum við slæm skilyrði sakir þrengsla, sem voru það mikil, að geyma varð nokkurn hluta safns- ins í kössum! Síðan fluttist það í félagsheimilið Stapa og var það til Cudluug Karvelsdóttir, formaður bókasafnsnefndar, baud gesti vel- komna. mikilla bóta, en er nú á ný aftur í Grunnskólanum við mjög bagaleg þrengsli, svo brýna nauðsyn ber til að útvega safninu nýtt og betra húsnæði. Sigurbjörn Ketilsson segirsögu safnsins. Fyrstu árin var afgreiðslutími aðeins einu sinni í viku, en hefur svo smám saman verið að lengjast og er nú 2 - 4 tímar á dag fimm daga vikunnar. 2. sp. Hvert er álit þitt á gildi hóka- safna? Þegar stórt er spurt, verður lítið um svör er orðin sígild setning, sögð af Laxness í Kristnihaldi undir Jökli. Ef svara ætti svona spurningu nokkuð að ráði yrði það býsna langt mál, sem ofraun yrði fyrir Faxa að birta, og því læt ég mér nægja að svara stutt og laggott: Eg tel bókasöfn sanna best gildi sitt með því að líta aðeins á þá staðreynd, að söfnun bóka og notkun þeirra hefur fylgt mannin- um frá því svokölluð menning hófst, og er ekki að sjá eins og er, að fjölmiðlar, blöð, útvarp,sjón- varp, video o.s.frv. muni í bráð ganga af bókinni dauðri, hvað sem síðar kann að ske í þeim efnum. Um það skal ég engu spá. Þó fer ekki milli mála, að allir þessir fjölmiðlar draga að meira eða minna leyti úr notkun safn- anna. 3. sp. Hefur þú i huga einhverjar Rebekka Guðfinnsdóttir bókavörður ávarpar gestina. sérstakar umbœtur á bókasafns- kerfinu almennt? Ég er orðinn það aldraður að ég held rétt sé af mér að eftirláta mér yngri og áhugasamari mönnum allar hugleiðingar um breytingar til bóta á þessu sviði sem öðrum. Komið hafa fram á síðustu árum ýmsar breytingar tvímælalaust til bóta eins og þjónusta við blinda, heyrnarskerta og aldraða og fleira hafa áhugamenn í huga sem betur fer. Sjálfur geng ég ekki í kollinum með nein nýmæli. Og svo vil ég þá að lokum nota þetta tækifæri til að áminna not- endur Bókasafns Njarðvíkurog sú áminning mætti sennilega ná til allra notenda bókasafna í landi, að lánuð bók er ekki eign lántakanda, heldur ber honum að skila henni tafarlaust að loknum lestri. Otrúlega margar bækur glatast úr söfnum vegna óskilvísi lánþega og er leitt til þess að vita að eyða þurfi miklum fjármunum og tíma í innheimtu útlánaðra bóka. Eng- inn getur hvort eð er haft ánægju af að geyma í bókasafni sínu bók, Karl Sanders, bœjarstjóri, las úr Sjó- munnsœvi, eftir Karvel Ogmundsson. sem rækilega er merkt einhverju bókasafni eða hvað? Rebekka GuðFinnsdóttir, bókavörður, gerði síðan grein fyrir því hvað bókasafn er og hvert hlut- verk þess er. Hún benti á að hjá börnum væri það fyrsta íhugunarefni varðandi bókasafnið hver ætti allar þessar fallegu bækur, og að það væri þeim mikið gleði- og áhugaefni að vita að þau ættu safnið með öllum hinum Njarðvíkingunum. Rebekka telur börn sækja safnið mikið, enda er safnið jafnframt skólasafn fyrir nemendur Grunnskóla Njarðvík- ur. Annars væru safngestir á öllum aldri - frá frumbernsku til hárrar elli. Þá hefði safnið tekið upp ánægjulega nýbreytni fólgna í því að farið er með bækur í kirkjuna annan hvern fimmtudag þegar gamla fólkið í bænum kæmi þar saman til samverustundar. Sumt þessa fólks hefur aldrei komið í safnið en margt þeirra kemur nú að staðaldri í safnið. Aðspurð kvaðst Rebekka vera í 75% starfi sem bókavörður og Sig-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.