Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 5
urbjöm Ketilsson í 25% starfi meðan Grunnskólinn starfaði. Hún var ráðin að safninu 1. sept- ember 1980, en hafði áður unnið þar við afleysingar. Fyrsta árið var Þóra Kristinsdóttir, prestsfrú, með henni í safninu. Ema Guð- mundsdóttir, kennari, er skóla- safnvörður. Hvernig fellur þér þetta starf Rebekka? Mjög vel. Ég kann vel við mig innan um bækur og les töluvert. Þctta er lifandi starf sem krefst þjónustu og umgengni við fólk sem ánægjulegt er að kynnast og hafa samskipti við - einkum hef ég ánægju af heimsóknum bamanna. Hver er bókaeign safnsins? Ef við lítum á ársskýrslu ársins 1982, sem fyrir liggur þá var bóka- eign í árslok 8291 bindi og nokkur aukning hefur orðið á árinu sem var að líða. Hvernig virðist þér lestraráhug- inn liggja, að hvaða lestrarefni? Eldar fólk les mikið ævisögur - en skáldsögur - ástarsögur og spennusögur hafa þó vinninginn, einkum hjá yngri lesendum. Er mikið lesið í Njarðvík? A árinu 1982 lánaði safni út 17.409 bækur, en það em nærri 9 bækur á hvert mannsbam í bænum og hygg ég að það teljist mjög gott. Safnið er opið 5 daga vikunar, 2 til 4 tíma á dag og er stundum mjög mikið að gera. T.d. í gær (þriðja í jólum) var opið í 3 tíma og vom þá lánaðar út 11 skáldsögur á ensku, 27 með blönduðu efni, 17 bama- bækur og 89 íslenskar skáldsögur. Þannig verður að inna mikla vinnu af höndum á stuttum tíma, þetta var þó venjulegur dagur. Hvað getur þú sagt mér um hiis- nœði safnsins? Þetta er snyrtilegt húsrými, en orðið alltof lítið. Fólki fjölgar ört hér í bænum og það virðist kunna vel að meta safnið og þjónustu þess og bókakostur fer að sama skapi vaxandi. Þrengsli em því farin að há okkur vemlega, en það er bara ekki í annað hús að venda eins og sakir standa. Sjálft er safnið aðgreint í nokkra bása eftir eðli bóka. Þar er lestrar krókur fyrir böm, hvíldar og skoð- unar aðstaða fyrir fullorðna og svo lestrarsalur með fjómm borðum og 16 stólum. Auk bóka er mikið af málverkum eftir Njarðvíkinga í safninu. En 7 þeirra áttu 3 málverk hver sem sýnd voru í safninu í til- efni afmælisins - þeir eru: Aki Gránz, sem gaf safninu eina af sín- um myndum, Eggert Guðmunds- son, Jóhann G. Jóhannsson, Karl Olsen yngri, Karvel Gránz, Magnús Arnason og Oskar Jónsson . Magnús Einarsson, ungur há- skólanemi úr Njarðvík, las fmm- ort ljóð. Jón Böðvarsson, skóla- meistari, las úr ljóðabók sinni er út kom 1974. Magnús Þór Sigmunds- son, tónlistarmaður, flutti eigin tónlist. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, gerði játningu um bóklestur. Karvel Ögmundsson, rithöfundur, flutti sagnir frá Snæ- fellsnesi, sem em í óútkominni bók hans, og Albert Karl Sanders, bæjarstjóri, las úr ,,Sjómannsævi“ eftir Karvel Ögmundsson. Guð- laug þakkaði Áka Gránz fyrir mál- verkið og öðmm höfundum og flytjendum fyrir að gæða dag- skrána lífi. Sömuleiðis gestum fyrir komuna og ánægjulega sam- veru. Þá flutti hún bestu óskir og kveðjur frá Eyjólfi Guðmundssyni kennara, sem var annar brautryðj- enda safnsins. ^ Við sýnum fjölbreytt úrval af VIÐARKLÆÐNINGUM og INNIHURÐUM ísýningarsal okkar að Iðavöllum 6, Keflavík. - VERIÐ VELKOMIN. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar Iðavöllum 6 - Keflavík - Sími 3320 FAXI-5

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.