Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 6

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 6
Loka atriði dagskrárinnar var tónlist eftir Magnús Þór Sig- mundsson, er hann flutti sjálfur. í einu hléi milli atriða, þáðu gestir veitingar. í bréfi sem borist hefur frá Eyj- ólfi Guðmundssyni kennara, rek- ur hann að nokkru samskipti sín við bókasöfn: Það var gott bóka- safn í Dyrhólahreppi þegar ég var að alast upp og ég notaði mér þetta safn vel allt frá því að ég var orðinn Iæs. í Skutulsfirði þar sem ég kenndi í 13 ár, kom ég á fót ágætu bókasafni, sem ég sá um á meðan ég var þar. Þessi ár hafði ég aðgang að bókasafni ísafjarðar, sem þá var undir stjóm Guðmundar G. Hagalín, rithöfundar. Þegar ég réðist kennari að Bamaskóla Njarðvíkur, var þar ekkert bóka- safn. Eg man að einn eftirmiðdag, þegar ég var á leið heim frá kennslu, hitti ég hóp heimamanna sem unnu við skurðgröft meðfram götunni (Þómstíg) og færði bóka- safn í tal við þá. Var hugmyndinni vel tekið. Ekki löngu síðar mun stofnfundur hafa verið haldinn, þar sem við Sigurbjöm Ketilsson, skólastjóri, reifuðum málið. Lestrarfélagið Fróði var stofnað og okkur falið að annast bókakaup og sjá um safnið ásamt Sigurgeir Guðmundssyni úr Innri-Njarðvík. Þegar kennslu Flensborgarskól- ans var breytt úr gagnfræðaskóla í fjölbrautaskóla, var ég beðinn að fara yfir það sem til var af gamla Skinfaxasafninu, sem að mestum hluta hafði verið geymt í kössum í mörg ár, skrá það og útvega þær bækur sem ómissandi eru fyrir það skólastig. Fjölbrautaskóli verður ekki starfræktur án bókasafns. Mín skoðun er sú að bókasafn sé einn besti leiðbeinandinn sem nokkur maður á aðgang að, það sé sá aðili sem alltaf er unnt að leita til þegar hugurinn leitar nýrra hug- mynda, úrlausnar eða heimilda. Góður bókavörður, sem getur leiðbeint notendum og bent þeim á það, sem þeir leita eftir er eflaust einn besti kennari og nær til fleiri en flestir aðrir. Eyþór Þórðarson, sem við- staddur var afmælisfagnað Bóka- safns Njarðvíkur 3. desember s.l. taldi að samkoma þessi hafi verið eins og birta í skammdeginu svo margt skemmtilegt og gott hafi þar fram farið. Myndimar úr afmælisfagnaði Bókasafns Njarðvíkur tók Krist- ján Einarsson. r STOFNSETT 1909 SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM LÁGMÚLA 9 SÍMI81400 P.O. BOX5213 SAMÁBYRGÐIN TEKST Á HENDUR EFTIRFARANDI: Slysatryggingar Afla- og veiðarfæratryggingar ábyrgðartrygging útgerðarmanna og skipshafna Farangurstrygging fiskiskipa Endurtrygging fiskiskipa undir 100 smálestum Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: Vélbátafélagið Grótta, Reykjavík Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri Bátatrygging Breiðafjarðar Skipatrygging Austfjarða, Höfn Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík Trygging skipa yfir 100 smál. Aldurslagasjóður fiskiskipa Nýsmíðatryggignar og ábyrgðartryggingar fyrir skipasmíðastöðvar 6-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.