Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 8
Seydisfjörður. Ljósm.: R. Björnsson. fyrsta sinn nú til dags að konur hasla sér völl í starfsstéttum karla. Það er langt síðan það gerðist, nærri heil öld, þærgerðust hásetar á bátum og jafnvel formenn, sam- anber Þuríöi formann á Stokks- eyri. Um eða rétt eftir aldamót fluttu afi og amma, Þorbjörg Olafsdóttir og Sumarliði Matthíasson til Aust- fjarða og settust að á Seyðisfirði, á svokölluðum Þórarinsstaðaeyr- um. Útgerðarstöð Sigurðar á Þórar- instöðum var kölluð Sjólyst. Aðal verkstjórinn þar hét Asgeir, Gunnar hét sonur hans, hann hefir lengi átt heima í Hafnarfirði. Sigurður á Þórarinsstöðum átti 3 eða 4 vélbáta, 8-10 tonn, ég held ég muni nöfn þriggja, þ.e. Njörður, Ægir og Þór. Ég man óljóst eftir tveimur for- mönnum sem voru hjá Sigurði þetta sumar. Guðmundur Bekk hét annar hinn hét Helgi Bakk- mann. Ekki man ég hvaða bát hvor þeirra stýrði. Amma og afi bjuggu í svoköll- uðu Hreppshúsi, uppi á lofti, en niöri á fyrstu hæð bjó Guðmundur Bekk, sem áður var nefndur, for- maður hjá Sigurði. Að sjalfsögðu gerðist margt þetta sumar, sumt man ég vel annað er gleymt. T.d. man ég vel að ég datt þrisvar sinnum í sjóinn út af bryggjunni. í tvö skipti bjargaði mér sami strákurinn, hann hét Júlíus, ekki man ég hvers sonur hann var, en mig minnir að húsið, sem hann átti heima í væri kallað Melshús. Mér þótti afar vænt um Júlla og ekki að ástæðulausu. Ekkert er mér eins minnisstætt og smáufsinn við bryggjuna, þar var leikvangur okkar strákanna. Þar var reyndar fleira en ufsi, þar var líka smáfiskur og allt upp í stútungs þorska og í þessum veiði- skap vorum við allan daginn og auðvitað blautir og skítugir, en þetta var lífið, að veiða eins og fullorðna fólkið, bara í smærri stíl. Oft komu stór skip inn á fjörðinn. Franskt herskip kom þar oft, það mun hafa verið aðstoðarskip við frönsku fiskiskúturnar, sem voru margar á þeim árum við Austur- land. Það kom fyrir að leikin voru Iög á gufuflautur þessa franska skips og þá brást varla að hundur sem Vig- fús í Sjávarborg átti, tók undir, og er það einn allra sérkennilegasti söngur sem ég hef heyrt fyrr eða síðar. Guðmundur hét einn móður- bróðir minn, hann var búsettur á Þórarinsstaðaeyrum. Hans kona hét Guðný, hún var dóttir Vig- fúsar í Sjávarborg. Þrír voru synir þeirra: Þorbergur, Vigfús og Ingi- mundur. Guðmndur féll frá á besta aldri. Þá fóru synimir í fóstur til vandalausra. Ingimundur fór að Þórarinsstöðum, Vigfús til afa síns að Sjávarborg og Þorbergur til Eiríks í svokölluðu Stefánshúsi. Það var oft gaman og þá helst þegar ufsinn var mikill við bryggj- una, en þar var aðal leikvangurinn sem áður sagði. Allir þessir bræður eru látnir. Nú vil ég víkja að ferðalaginu austur um vorið. Skipið sem við fórum með hét Hólar frá Samein- aða skipafélaginu D.F.D.S., danskt félag. Þá áttu íslendingar ekkert millilandaskip, það kom ári síðar þegar Gullfoss kom í apríl 1915. Austanátt var á og tók ferðin til Eyja 26 tíma og þar var legið í vari einn sólarhring, en ferðin frá Reykjavík til Seyðisfjarðar tók nærri sjö daga, en þar stigum við af skipsf jöl, mamma og við bræðum- ir. Ég man vel, þegar við gengum frá skipinu, að húsi því sem við bjuggum í þangað til ferð féll út á Eyrar, en pabbi fór í land á Norð- firði. Það var drjúgur spölur að húsinu, frá skipshlið. Þetta hús var kallað Bláhús, sennilega af litnum, þó man ég ekki hvernig það var á litinn. Pabbi og mamma þekktu hjónin sem þar áttu heim, húsbóndinn hét Jón, kallaður Jón í Bláhúsinu, konan hét Hólmfríður. A þessum árum var mikil gróska í atvinnulífinu á Austfjörðum og líklega einna mest á Seyðisfirði. Ég hef minnst á það áður, að þessi sumarvertíð varð endaslepp á Austfjörðum. í júlímánuði þetta sumar, gerð- ist sá atburður, að maður sem hét Psinipp skaut Frans Ferdinand á götu í borginni Sarajefó í Austur- Evrópu. Flestir sagnfræðingar og stjórnmálamenn, telja að þessi at- burður, morðið í Sarajefó hafi valdið því öðru fremur að styrjöld- in fyrri braust út. Eins og flestir Frá Bílasölu Brynleifs Vegna eftirspumar vantar diesel fólks- og jeppabifreiðir á skrá og eldri og yngri gerðir af fólksbifreiðum. Opið alla virka daga frákl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10 -16. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Keflavík - Sími 1081 *

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.