Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 14

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 14
að festa sig, eins og kallað er, svo ekki var gott í efni. Hvað átti nú að gera? Eg sagði strax að við yrðum að bíða þangað til báturinn væri bú- inn að laga sig aftur og þeir sem byggðu bátinn voru á sama máli. En karlinn var nú orðinn óþolin- móður mjög og mátti ekki heyra á slíkt minnst en skipaði þess í stað að vélinni yrði lyft upp svo hún stæðist á við öxulinn. Að sjálf- sögðu var ég mjög óánægður með lyktir þessa máls, enda ekki að ástæðulausu, eins og síðar kom á daginn. Vinir kvaddir Nú var sem sagt komið að því að haldið skyldi heim og því tímabært að kveðja vini og kunningja. Kvöldið áður en við lögðum af stað heim kvöddum við Páhni skraddarahjónin, sem ég hafði búið hjá og reyndar Páhni líka seinustu dagana. Við höfðum keypt líkjörflösku, sem við höfð- um með okkur og í þessari kveðju- heimsókn drukkum við kaffi með líkjör út í og áttum þama ánægju- lega kveðjustund í besta yfirlæti langt fram eftir kvöldi og kvödd- umst síðan með mestu virktum. Eg sofnaði strax og við komum um borð enda þreyttur. Það hafði verið mjög heitt um daginn og mikið hafði verið að gera eins og að líkum lætur. Oþægilegur draumur En þessa nótt dreymdi mig draum sem segja má að hafi fylgt mér allan tímann, sem ég var vél- stjóri á sjó. Mig dreymdi það, að ég var kominn aftur í vélarrúm og búinn að hita vélina upp og opna fyrir loftventilinn og ætla að skjóta á hana loftinu, en um leið og ég hleypi loftinu á, þá hrynur vélin í rúst við fætuma á mér. Og þar með vakna ég og það var óhuggulegt. Þetta var eins og áður er komið fram á stríðsámnum fyrri og kafbátahernaðurinn einmitt í algleymingi á þessum tíma og stór- orusta, sem var háð á Norðursjó, nýafstaðin þegar þetta var. Haldið heim Þarna um morguninn var svo lagt af stað heim, en ekki vomm við komnir langt út í Skagerak þegar það kom í Ijós að þrýstilegan var orðin sjóðandi heit og auðvit- að var fátt til ráða. En til þess að bjarga málinu, þá tók ég það til bragðs að koma fyrir trekt í smur- koppsgatið og hafði svo dós undir og lét svo smurolíu renna í gegn og kom það sér nú vel að við höfðum næga smurolíu meðferðis. Með þessu móti tókst að koma í veg fyrir að fóðringin skemmdist, en við gátum að sjálfsögðu ekki keyrt fulla ferð. Þó vorum við ekki nema um sex sólarhringa á leiðinni heim. Ekki minnist ég þess að herskip eða yfirleitt nokkur skip hafi orðið á leið okkar yfir hafið. Það eina sem út af bar auk þess, sem áður er getið, var smátöf sem varð á leið okkar, þegar við vorum í námunda við Færeyjar. Þá festist hjá okkur stimpill, vegna þess að einhver truflun kom í kontraventil, sem stjómaði smurrásinni. Svoh'tið bras varð hjá okkur að losa stimpilinn og hjálpuðumst við að við það skipstjórinn, Pálmi og ég. En ég verð að viðurkenna að þegar þama var komið var ég orðinn ansi sjúskaður, enda búinn að vaka það sem af var leiðarinnar og hafði sof- ið h'tið og illa áður en lagt var af stað eins og áður var frá sagt. Ég man það að þegar við vorum búnir að koma dexilinu á, þá var annar rokkarmurinn alveg tapað- ur og gátum við hvergi fundið hann, hvernig sem leitað var. Við leituðum og leituðum þar til ég var orðinn svo þreyttur að ég lá bara hálf meðvitundarlaus þvert yfir kúplinguna. Þá fannst Olafi skip- stjóra nóg um og sagði: ,,Jæja Kalli minn farðu nú fram í og reyndu að leggja þig.“ Ég reis upp og gekk fram í lúkar og náttúrlega sofnaði ég eins og skot í kojunni. Eftir tvo tíma vaknaði ég svo aftur eins og nýsleginn túskilding- ur og var þá alveg með það í kollin- um hvar armurinn gæti verið, en við vomm enn á reki, því ekki hafði armurinn fundist. Nú þóttist ég nánast viss um hvar armurinn mundi vera. Það gat naumast verið um annað að ræða en hann hefði runnið niður í kjalsog. Ekki þar fyrir að það væri ekki búið að þreifa fyrir sér með höndunum niður í kjalsogið, en ekkert hafði fundist. Og nú flýgur mér í hug þama á Iúkarsgólfinu á leið aftur í að þrífa með mér soðningarspaða, sem hékk við kabyssuna. Síðan batt ég soðningarspaðann við kústskaft og fór svo með þennan útbúnað aftur eftir deki og niður í vélarrúm. Ekki leit ég upp í stýrishúss- gluggana á leið minni aftur í en þeir félagar mínir sem þar voru á vakt, sögðu mér síðar að þeir hefðu haldið, að nú væri ég alveg orðinn vitlaus, þegar þeir sáu slátt- inn á mér aftur eftir dekkinu með tilfæringar mínar meðferðis. Ég púttaði mér svo þarna um- svifalaust með minn útbúnað nið- ur í vélarrúm og kveikti bara strax á lampanum og byr jaði að hita vél- ina upp. Renndi síðan soðningar- spaðanum til botns í kjalsogið og nú fann ég þama í botninum strax fyrir arminum og tókst að húkka hann upp. Svo þegar vélin var orð- in heit var armurinn kominn á og vélin fór strax í gang. Þarna í svefn- inum hafði ég sem sagt fengið ein- hverja vitrun, og eftir þetta kom það ekki fyrir að það klikkaði hjá mér nokkur skapaður hlutur án þess að mig væri búið að dreyma fyrir því. Ég var alltaf viðbúinn skakka- föllunum og mér heppnaðist það að fá aldrei landlegudag vegna vél- arbilunar öll þau fimmtán ár, sem ég var vélstjóri á sjó og þakka ég það því að ég var alltaf aðvaraður í svefni um það sem út af mundi bregða. Og ég var alltaf afar var um mig, ef mig dreymdi fyrir dag- látum. Af heimsiglingu okkar á Val- borginni er svo ekki meira að segja. En þegar við komum til Reykjavíkur var strax hafist handa við að rétta vélina af og þegar því var lokið var haldið norður á sfld. Framhald í næsta blaði. Keflavík Vinnuveitendur Athugið að tHkynna skritstofu bæjarins um þá starfsmenn ykkar, sem lögheimili eiga í Keflavík. Innheimta Keflavíkurbæjar Veisla Veisla 3717 2853 Veitingasalir K.K. Viltu halda veislu? Hringdu þá í Veislu. Eigum enn nokkra daga lausa fyrir ýmiskonar mannfagnaði. Seljum út veislumat, snittur og brauðtertur. Erum byrjaðir að taka frá fyrir fermingarveislur. VEISLA HF. Veitingasalir K.K. OPIÐ FÖSTUDAGS- OG LAUGARDAGSKVÖLD FRÁ KL. 22-03. Hljómsveitin GOÐGÁ 14-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.