Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 15

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 15
ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað heilla... ámað Egill pGrfinnsson sjötugur Það átti fyrir Agli Þorfinnssyni að liggja að verða sjötugur á jóla- dögunum síðast nánar 27. desem- ber. Þessi tímamót munu hafa liðið hljóðlaust hjá, án þess blásið vœri í horn eða málmgjöll slegin. Fœddur austur í Biskupstungum, á Spóa- stöðum árið 1913, og löngu kom- inn hingað í bœinn, löngu horfinn úr nágrenni Skálholts hvar allt ang- (,r af sögu síðustu þúsund ára, en þar bjuggu foreldrar hans, Þor- finnur Þórarinsson og Steinunn Egilsdóttir, - hún mun hafa tekið kennarapróf hjá Magnúsi Helga- syni í Kennaraskólanum í árdög- um hans. Heimili þeirra hjóna er sagt hafa verið með miklum menn- ingarbrag. Þar vappaði hinn ungi sveinn um hlöðin fyrstu árin, uns hann tók sinn poka með góðu nesti að heiman, fór til náms, fyrst að Eaugarvatni, þá að Laugum í Þingeyjarsýslu, lauk síðan prófi í skipasmíði við lönskólann 1938, og hélt vestur á ísafjörð, til náms og starfs í iðninni. Hann gerði meira þar. Þar hitti hann vœna konu, Astrúnu Jónsdóttur, systur Krist- nianns skálds, og giftist henni 1940. Þau hafa átt samleið síðan. Fil Keflavíkur fluttust þau hjón 1941. Hann var ráðinn verkstjóri og skipasmiður í Dráttarbraut Keflavíkur það ár, og gegndi hann þeim störfum fram um 1960. Minn- ast má frá þeim dögum, að ýmsum þótti hin ungi, festulegi maður taka vasklega til hendi, og höfðu á orði hve sjaldan geiguðu höggin hjá honum við að seyma byrðing. Sá kann nú til verka sögðu þeir, snjall smiður. Á þessum árum gerði Egill mikið af skipateikningum, sem mjög reyndust eftirsóttar, og eru skip af gerð hans dreifð víða við latid og einnig erlendis, eitthvað á þriðja hundrað. Hugur og hönd hafa vissulega náð kostamikilli samvinnu þarsem Egillfór. 1964 gerðist Egill forstöðumað- ur Vélbátatryggingar Reykjaness, og er það enn. Samtímasögu er óþarft að rekja um sinn. Ætla má að í því starfi komi honum vel starfskunnátta frá fyrri árum, þeg- ar virða þarf verðmœti flotans, eða meta óhöpp og tjón á honum. Auk þess sem stuttlega er að vikið hér að framan og ekki er ástæða til að rekja nánarað sinni, hefurhann komið víðar við, svo sem kennslu í iðnskóla, þátttöku í ýmsum sam- tökum og félögum, Iðnaðar- mannafélagi Suðurnesja, Rótary- klúbbi Keflavíkur, Málfundafélag- inu Faxa o.fl. o.fl., ráðgjöf um tryggingar, innfluting efnis til skipasmíða. Fleira mætti eflaust telja, en þar sem þess má vænta að enn sé nokkuð langt í sögulok skipasmiðsins verður það ekki gert hér. Slíks vœnta að vísu allir sér til handa, sem eru á Egils reki, og við sæmilega heilsu, annað er varla sæmandi hinu konunglega viðmóti lífsins. Börn Egils og Astu (Ástrúnar) eru Þorfinnur, lögfrœðingur í Reykjavík og Steinunn, húsfreyja í Keflavík, myndarfólk. í átthögum Egils rennur Brúará í ævafornum farvegi, vatn hennar er kalt og djúpt, eins og vitund manns. Alla daga kalt og djúpt. I kjarri á bökkum hins kalda vatns, sprettur upp lind með sjóðheitu vatni. Þar eiga þau hjón búsetustað að sumri. Þar er ylur í ranni. Hið kalda vatn Brúarár er tíðum vígt atburðum sögunnar úr nágrenni Skálholts, svo sem drekkingu guðsmannsins Jóns Gerrekssonar fyrir meira en 500 árum, - lind hins heita vatns kemur úr neðra, það er að segja frá hjartarótum landsins, þaðan sem meirihluti þjóðarinnar fagnar nú nægum hita. I andstæð- unum miklu, - kulda, hita - býr lífsþorstinn, hið hvetjandi afl. Glaðbeittur, íhugull, gæti Egill tíðum hafa reikað um bakka fljóts- irts eins og hann vœri skáld, en það er hann ekki, hugað að straumkasti hins tærasta vatns, stundum í leit að fiski. Meðal sinna félaga á hann miklum vinsældum að fagna, þar sem í iðu straumsins liggur oft fisk- ur undir steini. Orðheppinn, mein- ingarfastur og góður að hugsa, sveifiar hann, þegar það á við, sleggju sinni eins og fyrr, og hittir ,,spíkarana“ í höfuðið í fáum höggum hvern á fætur öðrum, mjög hreinskiptinn maður. Félagar Egils og vinir óska hon- um og fjölskyldu hans allra heilla um ókomin ár, með þökkum fyrir ágœt kynni. Valtýr Gudjónsson Við erum farin að taka á móti pöntunum á mat fyrir fermingarveislur. VEISLUÞJÓNUSTAN Hafnargötu 62 - Keflavík - Sími 1777 NJARÐVÍKURBÆR FASTEIGNA- GJðLD Ákveðið hefur verið að skipta fasteignagjöldum niður á þrjá gjalddaga, þ.e. 15. janúar, 15. marz og 15. maí. Þeir gjaldendur er ætla að notfæra sér þessa þrjá gjalddaga, verða að standa skil með hvern gjald- daga, annars falla öll gjöldin í eindaga. Bæjarsjóður - Innheimta. FAXI-15

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.