Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 19

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 19
MINNING GEIR ÞÓRARINSSON FÆDDUR 3. FEBRÚAR 1906 DÁINN 17. DESEMBER 1983 Þann 17. desember 1983 lést vinur minn Geir Þórarinsson vélstjóri. Geir var fæddur í Gerð- iskoti í Sandvfkurhreppi í Flóa 3. febrúar 1906. Foreldrar hans voru Þórarinn Snorrason frá Læk í Flóa og Gísh'na Ingibjörg Flelgadóttir frá Eyrarbakka. Foreldrar Geirs fluttust bú- ferlum að Bjamastöðum í Sel- vogi, þegar Geir var á fyrsta ári. Þegar Geir var sex ára missti hann móður sína. Þau Þórarinn og Gíslína áttu þrjú börn og var Geir þeirra yngstur. Faðir hans kvæntist síð- ar Ragnhildi Jónsdóttur frá Stíflisdal í Þingvallasveit og urðu börn þeirra níu. A Eyrarbakka lærði Geir að fara með vélar. Þegar hann var aðeins 16 ára setti hann niður vél í bát í Selvoginum, var það fyrsta vélin sem þangað kom. Tókst honum þetta svo vel að orð var á haft. Innan við tvítugt fór Geir til Reykjavíkur og réðist á togara. Árið 1929 fluttist hann til Grindavíkur og stundaði áfram sjóinn, en var þó um tíma bif- reiðastjóri hjá Einari í Garðhús- um. í Grindavík kynntist Geir konu sinni Margréti Eyjólfsdótt- ur, frá Buðlungu í Grindavík. Gengu þau í hjónaband árið 1931. Þau eignuðust 5 böm. Þau eru: Ingiþór, slökkviliðsstjóri í Keflavík, kvæntur Laufeyju Jó- hannesdóttur, Eyjólfur Eyberg, vélstjóri, kvæntur Elínu Þorleifs- dóttur, Sigurlaug, gift Jóni Stein- bergssyni, Karl Heiðar, bifreiða- stjóri, kvæntur Guðrúnu Júlíus- dóttur og yngstur er Siguróli, organisti við Keflavíkurkirkju. Synirnir búa allir í Keflavfk en Sigurlaug býr á Akureyri. Árið 1939 fluttist fjölskyldan til Keflavíkur. Geir byggði hús- ið að Hafnargötu 69 og þar átti hann heima síðan. Geir missti Margréti eigin- konu sína árið 1968, eftir lang- varandi sjúkdómsbaráttu. Eftir að Geir fluttist til Kefla- víkur var hann fyrst vélstjóri á bátum, en árið 1942 hóf hann störf sem vélstjóri hjá Hrað- frystihúsi Keflavíkur h/f og þar starfaði hann óslitið, þar til í nóv- emberárið 1982. Ég kynntist Geir fyrst þegar ég var vélstjóri í frystihúsinu h/f Keflavík. Höfðum við ýmislegt saman að ræða í sambandi við starfið, enda voru hraðfrystihús í mótun á þeim tíma og mikill áhugi fyrir nýjungum. Fann ég þá strax hver mannkostamaður Geir var. Hann var mjög góður vélstjóri, og á stríðsámnum þegar ekki var auðvelt að fá varahluti bjargaði hann oft málunum með því að smíða sjálfur eða endur- nýja þá hluti, sem biluðu. Við vorum mörg ár saman í stjórn Vélstjórafélags Keflavíkur og á ég margar góðar minningar frá þeim árum, þar var hann allt- af hollráður, enda naut hann óskoraðs traust félaganna. Þegar ég varð framkvæmda- stjóri hjá Hraðfrystihúsi Kefla- víkur h/f árið 1956 hætti ég sem formaður í vélstjórafélaginu og var Geir þá kosinn formaður fé- lagsins. Ég átti eftir að kynnast Geir ennþá betur, þegar við fórum að starfa saman hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur h/f. Framkoma hans var þannig að hann var bæði virtur og dáður af samstarfsfólkinu. Geir átti fjöl- fatlaðan sonarson, sem Ragnar hét. Hann lést i október árið 1983. Umhyggja Geirs fyrir þess- um fjölfatlaða dreng var aðdáun- arverð. Ragnar var oft hjá afa sínum í vélarhúsinu og dundaði sér, meðan afi var að sinna skyldustörfunum. Geir var mikill tónlistarunn- andi og lærði hann að spila á orgel, þegar hann var ungur. Hann hafði góða söngrödd eins og margir í hans ætt. Þórarinn faðir hans var góður söngmaður. Ég kynntist honum á heimili dóttur hans, hálfsystur Geirs, en hún var gift mági mínum, og kom ég oft á heimili þeirra, en þar bjó gamli maðurinn, hans mesta yndi var söngur. Fljótlega eftir að Geir kom til Keflavíkur fór hann að syngja í kirkjukómum. Hann var einn af stofnendum Karlakórs Keflavík- ur. Um árabil var hann í kvartett, sem stofnaður var innan Kirkju- kórs Keflavíkurkirkju. Þegar organista vatnaði að Innri- Njarðvíkurkirkju um 1960 tók Geir að sér organistastarfið og þrátt fyrir litla reynslu náði hann undraverðum árangri. Árið 1964 lét Friðrik Þor- steinsson af störfum, sem organ- isti við Keflavíkurkirkju. Geir tók þá við organistastarfinu og var það ekki vandalaust að setj- ast í sæti Friðriks, því hann var mjög góður organisti, en Geir tókst þetta með ágætum bæði söngstjórnin og orgelleikurinn. Geir spilaði svo í Keflavíkur- kirkju til ársins 1977, að Siguróli sonur hans tók við organista- starfinu. Auk organistastarfsins var Geir safnaðarfulltrúi Kefla- víkursafnaðar frá árinu 1966 til 1981. Þrátt fýrir hið mikla starf, sem Geir innti af hendi fyrir kirkjuna stundaði hann störf sín hjá hrað- frystihúsinu með þeim ágætum að ekki varð á betra kosið, enda var hann svo vinsæll, að þegar hann þurfti að sinna kirkjunni í vinnutíma var alltaf einhver til- búinn að líta eftir vélunum í frystihúsinu, meðan hann var í burtu, enda hafði hann alltaf búið svo um að ekki sköpuðust erfiðleikar þó að hann skryppi frá. Nú er Geir horfinn yfir móð- una miklu. Ég sakna góðs vinar. Far þú ífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Við hjónin vottum aðstand- endum hans okkar innilegustu samúð. Margrét og Benedikt Jónsson. um við út að lóninu og skoðuðum aðstæður þar og þá hvar best væri að fara í það. Fór ég síðan í Iónið á hverjum degi í næstu 30 daga og stundum tvisvar á dag eða alls í 45 skipti. Daginn áður en ég byrjaði á bööunum fór ég til húðsjúkdóma- læknis til skoðunar. Fór ég síðan vikulega meðan á böðunum stóð. Þegar ég var búinn að fara í 3 - 4 ðaga í lónið hvarf allur kláði en af honum var ég mjög slæmur og hafði átt erfitt með svefn, en nú gat ég sofið eðlilega. Eftir 10- 14 daga voru psoriasis blettirnir farnir að þynnast og eftir þrjár vikur voru blettirnir að mestu horfnir. í lón- inu var maður í 1 - 2 tíma í einu. Tók ég kísilinn, sem er á botninum og nuddaði honum á blettina og hreinsaði þannig skorpuna, sem hafði myndast á blettina. Þeg- ár ég var farinn að sjá árangur hafði ég samband við stjóm SPOEX og t jáði þeim hvað ég væri að gera. Leist þeim vel á þetta. Var nú farið að athuga möguleika á að setja upp aðstöðu fyrir psoriasis- sjúklinga við lónið í samráði við H.S. Fengum við lánaðan skúr hjá ístaki sem um þessar mundir var verktaki á svæðinu og var honum komið fyrir á bakkanum við lónið. Síðan hef ég farið nokkuð reglu- lega í lónið og getað haldið psori- asinu niðri en þetta er dýrt að keyra þetta og fór ég því til Trygg- ingarstofnunar Ríkisins og athug- aði hvort að ég gæti fengið styrk í þessu sambandi, en ég fékk neitun og eins var hjá Sjúkrasamlaginu. Ekki þýðir að gefast upp og held ég böðunum áfram og fer þegar ég get komið því við. FAXI-19

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.