Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 20

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 20
ARNBJÖRN ÓLAFSSON Það er ánægjulegt til þess að vita, að nú hafa menn tekið hönd- um saman um að færa sér í nyt þær auðlindir og orkulindir, sem við höfum svo lengi gengið á og látið ónotaðar, en í þess stað notað dýr erlend efni sem orkugjafa. Með Hitaveitu Suðumesja var mikið og gott verk unnið, þegar hætt var að brenna olíu og tekin upp hitaveita og ég fullyrði að Hitaveita Suður- nesja sé besta, þarfasta og þjóð- hagfræðilega nauðsynlegasta fyrir- tækið á Suðumesjum. Nú hefir komið í ljós að hita- veitan hefur yfir meim að búa en að hita húsin, hún framleiðir líka rafmagn og gæti gert það í stærri stfl, en hún gerir nú þegar. Það er nauðsynlegt að nýta til fulls alla þá orku, sem hægt er, og á sem hag- kvæmast hátt. Það hefir líka komið í ljós að menn sem þ jást af þeim leiða kvilla psoriasis, hafa sýnt áhuga á því að koma upp heilsustöð og nota vatn frá hitaveitunni til baða. Það er því mikið gleðiefni og lofsvert framtak hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðumesjum, Samtökum psoriasissjúklinga og Hitaveitu Suðumesja að boða til ráðstefnu um þessi mál og vekja menn til umhugsunar um hvað gera má til hagræðis fyrir þá sem þurfa og til hagsbóta fyrir Suður- nesin og landið í heild. Það er á flestra vitorði að um nokkurt skeið hafa ýmsir sem þjást af psoriasis, notfært sér vatn frá Hitaveitu Suðumesja, Bláa lónið svonefnda, til baða og talið sig hafa gott af því. Ekki skal ég segja um það, þar sem engar rannsóknir liggja fyrir um slíkt, en þörf væri á slíkum athugunum, en hins vegar vitum við gjörla um innihald vatnsins og að það inniheldur brennistein og kísil í vemlegu magni, og ef psoriasis hefur eitt- hvað batnað við böð í þessu vatni, þá má án efa rekja þann bata tfl innihalds vatnsins af þessum efn- um. Hitt er svo annað mál, að að- staða til baða er þama góð og hægt væri að koma þarna upp mjög góðri aðstöðu, en hitt er víst að vatnið eitt er ekki nægilegt. Til þess að vel ætti að vera, þyrfti að koma upp þama fullkominni lækn- ingastöð fyrir psoriasissjúklinga þar sem sérhæft starfslið, sem hefði yfir að ráða þeirri þekkingu og kunnáttu, sem nú er best til meðferðar á þessum kvilla. Við vitum að enn þann dag í dag em böð mikilvægur þáttur í meðferð þessa sjúkdóms og talin vera mjög nauðsynleg, en þau em aðeins einn hluti meðferðarinnar og þess vegna er sérhæfð þjónusta einnig svo nauðsynleg. Tryggingastofnun ríksins hefir gengist fyrir ferðum til útlanda fyr- ir fólk, sem hefír þurft á meðferð við psoriasis að halda. Þetta hafa verið nokkurra vikna ferðir og hef- ir fólk fengið þar auk baða og sól- arljóss aðra fullkomna meðferð við kvillanum. Ég hefi talað við menn, sem tekið hafa þátt í þess- um ferðum og telja þeir sig hafa fengið umtalsverðan bata, en þess er að gæta að þessar ferðir em allt of fáar og það er ekki nægilegt að fara eina slíka ferð á margra ára fresti og ef til vill aðeins einu sinni á ævinni. Psoriasis er sjúkdómur, sem ýmist batnar eða versnar og er því nauðsynlegt fyrir þá, sem þann Arnbjörn Ólafsson. kvilla hafa að hafa tiltækan stað, sem þeir geta leitað til hvenær sem er eða næstum því, en þurfa ekki að fara utan með ærnum kostnaði. Það gefur auga leið hversu mikil bót það væri fyrir þá sem þurfa, að hafa slíka stöð svo að segja við bæjarvegginn hjá sér. Við Svarts- engi er auðvelt að veita alla þá meðferð, sem erlendar stöðvar veita og ekki verri að því tilskyldu að stöðin yrði byggð á þann hátt, sem nauðsynlegt er og með sér- hæfðu starfsfólki. Það er auðsætt að slík stöð myndi spara gjaldeyri þar sem utanferðir til þessara lækninga væm þá óþarfar. En það em fleiri en psoriasis- sjúklingar, sem þurfa meðferðar við og væri þá ekki úr vegi að láta sér detta í hug að fullkomin endur- hæfingarstöð væri rekin í sam- bandi við lækningastöð fyrir psoriasisjúklinga. Slíkar stöðvar eru of fáar hér á landi og anna ekki þeirri þörf sem þegar er fyrir og við lifum í vaxandi þjóðfélagi og það eru engar horfur á öðm en að þörf fyrir slíkar stöðvar aukist á næstu árum. Þá væri heldur engin goðgá að láta sér detta í hug vemdaður vinnustaður fyrir fólk, sem er í endurhæfingu, en hefir ekki náð fullri starfsorku til þess að komast út á almennan vinnumarkað. Þar mætti hugsa sér til dæmis ylrækt, léttan iðnað og fleira, sem til greina kæmi. Með byggingu heilsustöðvar myndu skapast tæki- færi til margbreytilegrar starfsemi og kringum slíka stöð gæti, ef rétt væri á haldið, skapast fjölmörg at- vinnutækifæri, bæði fyrir þá sem þurfa endurhæfingu og aðra, sem fullhraustir em. Og em það ekki einmitt atvinnutækifærin, sem allt- af er leitað eftir og kunna að verða og verða sennilega mesta félags- lega vandamálið á komandi ámm, þegar stórir hópar fólks bætast við á vinnumarkaðnum? Það þarf einnig að líta á þá hlið málsins. En samt verður alltaf að sitja í fyrir- rúmi hagur þeirra, sem þurfa að nota slíka stofnun vegna veikinda. Þeirra vegna verður að gera hana og kosta kapps um að gera hana eins vel úr garði og unnt er og þekking sú, sem nú er til, framast getur. Fyrir þá sem sjúkir em er það besta ekki of gott. í sambandi við fullkomna end- urhæfingarstöð, sem ég minntist á áðan er rétt að minna á að á Suður- nesjum hafa risið á síðustu ámm íbúðir fyrir aldraða og elliheimili og von er á fleiri slíkum stofnunum á nastu árum. Það er ekki nóg að koma þaki yfír höfuðið á eldra fólki og sjá því fyrir fæði, þar þarf meira til og margt af þessu fólki þarfnast einhvers konar endurhæf- ingar eða réttara sagt viðhalds- þjálfunar og væri þar komið mikið og gott starf fyrir endurhæfingar- stöð að sinna, með öðmm verk- efnum, sem örugglega yrðu nægi- leg. Ég tel að á því leiki enginn vafi að stöð, sem gæti sinnt þörfum psoriasissjúklinga og einnig verið endurhæfingarstöð, myndi brátt verða fullsetin, enda þótt hún væri ekki smá í sniðum, því að þörf fyrir slíka stofnun er það mikil. Auðvitað er sjálfsagt að kanna þá hlið málsins og Iíka sem flestar aðrar, áður en hafist er handa, það þarf að tryggja fjármagn til verks- ins og reksturs stofnunarinnar og það þarf að gera áætlanir fram í tímann svo langt sem fært þykir. Að vísu hafa kunnáttumenn á þessu sviði nýlega látið frá sér fara í grein um heilbrigðismál að lang- tímaáætlanir í heilbrigðismálum séu óraunhæfar vegna þess hve hraðar og miklar breytingar verði á þeim málum. Þeir hinir sömu töldu að áætlun meira en fimm ár Minningar- og kveðjuorð Á síðum FAXA í þessu tölublaði eru minningar- greinar um tvo aldna Keflvíkinga, þau MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR og GEIR ÞÓRARINS- SON, sem á mörgum undanfömum árum hafa unnið fómfús störf í þágu Keflavíkurkirkju, og viljum við undirritaðir, f.h. sóknamefndar Kefla- víkur Iáta hér fylgja nokkur þakkarorð: MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, var fyrst kosin í sóknamefnd Keflavíkur 1. nóvember 1936, fyrst kvenna ásamt Guðnýju Vigfúsdóttur, - og átti María sæti í sóknamefndinni til ársins 1982 eða þar til hún hætti að geta sótt sóknamefnda- fundi vegna sjúkleika. María tók snemma að sér að halda kirkjunni hreinni og vann hún það verk með öðum konum í fjölda mörg ár. Hún var blómelsk mjög og listræn. Hún gerði það lengj að láta blóm í vasa á altarið, er hún hafði tekið til í kirkjunni. Vakti þetta athygli og ánægju kirkjugesta. GEIR ÞÓRARINSSON tók við störfum organ- ista í Keflavíkurkirkju á árinu 1964. Að sjálfsögðu var starf þetta vandasamt mjög, einkum vegna þess hve vel það var skipað með Friðriki Þorsteins- syni. En Geir leysti þetta starf, eins og öll önnur, með ágætum og í góðri samvinnu við alla aðila. Geir var litlu síðar kosinn safnaðarfulltrúi Keflavíkursafnaðar, en lét af þeim störfum 29. nóvember 1981. Þessum störfum sinnti hann af samviskusemi eins og öllum þeim verkefnum, sem hann tók að sér. Blessuð sé minning mætra safnaðarsystkina. Við þökkum ánægjulegt samstarf liðinna ára og vottum aðstandendum öllum einlæga samúð. F.h. SÓKNARNEFNDAR KEFLAVÍKURSAFNAÐAR Bjami Jónsson, Ragnar Guðleifsson. 20-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.