Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 22

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 22
mál var fjallað á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Suðumesj- um fyrir mánuði síðan, og kom þar margt athyglisvert fram, sem vert er að gefa gætur í orkubúskap þjóðarinnar. En í miðri umræðunni um þá margvíslegu möguleika, sem kynnu að tengjast Hitaveitu Suð- umesja og frekari nýtingu jarð- varmaorku á Suðumesjum, sem leiða kynni til aukningar og fjöl- breytni í atvinnutækifærum í fram- tíðinni, og byggð væri á hinni gíf- urlegu orku, þá gerðist það á árinu 1981, að því er ég hygg, að nokkrir psoriasis sjúklingar uppgötvuðu að böð í ,,Bláa lóninu“. afrennshs- lóni orkuversins í Svartsengi, höfðu læknandi náttúm. Þama var vissulega nokkuð á ferðinni, sem vakti mikla athygli. Mér og öðram sveitarst jómarmönnum á svæðinu varð strax ljóst, að ekki væri þetta atriði hvað síst merkilegt. Þetta tengdist orkuverinu þó óbeint væri. Eg minnist þess að hafa skorað á þingmenn Reykjanes- kjördæmis, sem mættir vora á aðalfundi SSS þetta sama ár, að þeir beittu sér fyrir því, að rann- sókn yrði framkvæmd á læknis- mætti „Bláa lónsins“. Að fram- kvæði þeirra var síðan samþykkt á Alþingi að láta slíka rannsókn fram fara. En hvort slík rannsókn fer fram eða ekki, má öllum vera það Ijóst, að bæði hérlendis og erlendis er það kunn staðreynd, að heilsulind- ir eru víða, þar sem böð hafa lækn- andi mátt. Hinar fomu menning- arþjóðir, Grikkir og Rómverjar höfðu uppgötvað þennan sann- leika. Grikkir böðuðu sig í hinni kristaltæru lind, Kastaliu í Ðelfi, og í Epidauros vora heilsulindir svo magnþrungnar af alls konar læknandi krafti, að sá staður hefur stundum verið kallaður Lourdres fornaldar. Og þegar ég nefni þetta nafn, Lourdre, þá minnist ég þess, að þessa staðar var getið í fyrstu landafræðibók, sem ég las dreng- ur. Heilsulindimar í Lourdres era æ síðan sveipaðar töfraljóma í huga mér. Snorri Sturluson hefur öragg- lega ekki setið langtímum í laug sinni í Reykholti, eingöngu til þess að þvo af sér óhreinindi. Hann hefur örugglega fundið hinn lækn- andi mátt hveravatnsins. En þá minnist ég þess líka, að hafa lesié það, að einhverjum baðstaðnum hjá Rómverjum fylgdi sú náttúra að efla skáldskapargáfuna. Það skyldi þó ekki vera eitthvað til í því. Þegar ég var ungur þá minnist ég þess líka, að fólk, einkum fullorð- ið, hitaði sér sjó til fótabaða, ekki fyrst og fremst til þess að þvo sér, heldur sem lækningu við fótalúa og fótasárum. Nú, ég bendi ennframur á, að sléttlendið það litla milli hraun jað- arsins, sem hitaveitumannvirkin standa á og Þorbjamarfjalls, heitir frá fomu fari Baðsvellir. Það er sagt að útilegumennimir sem bjuggu í Þjófagjá, gígnum í Þor- birni, hafi baðað sig í tjömunum, sem vom alveg við hraunjaðarinn. Ekki er ósennilegt að þær hafi ver- ið volgar vegna jarðhitans úr hrauninu, en ekki era líkur fyrir því að útilegumennimir hafi stundað böðin einvörðungu af hreinlætissökum. Líklegra er að gigt hafi ásótt þá í hellinum og bót hafi þeir fundið í böðunum. Svona mætti auðvitað lengi tel ja. Það var talað um kraftaverk. Góðvættir sem bjuggu í vötnum og lindum launuðu fómargjafir. Án efnafræðilegra eða læknisfræði- legra rannsókna byggðu menn á reynslu kynslóðanna. Menn þurfa ekki að skilja eðli sköpunarverksins til þess að skynja fegurð þess og mikilleik. Menn þurfa ekki heldur að skilja eðli þess mikla kraftaverks heilsu- lindanna til þess að dásama í undr- un áhrif þeirra. Við höfum heyrt vitnisburð fjöl- margra um undraverðan læknandi mátt „Bláa lónsins“, og þá skiptir það í sjálfu sér ekki öllu máli hvort við lítum á slíkt sem kraftaverk, eða finnum því skýlausar skýringar efnafræði og læknisfræði. Þegar við lítum til þess sem hér og áður hefur komið fram, virðist margt benda til þess, að í Svarts- engi geti í m jög náinni framtíð risið heilsuhæli, sem sótt yrði bæði af útlendingum og íslendingum. Sveitarfélögin á Suðumesjum, fylgjast auðvitað mjög vel með framvindu þessara mála, sem þeg- ar eru í deiglunni, enda ljóst að hér er um mikið hagsmunamál íbú- anna á Suðumesjum að ræða. í kringum heilsulidir og heilsuhæli við þær rísa jafnan upp heil þorp eða jafnvel álitlegar borgir, þar sem íbúamir lifa nánast á einhver j- um störfum, sem beint eða óbeint tengjast hælunum og þeim gest- um, sem þau sækja. Það er öllum ljóst, að slík heilsuhæli og endur- hæfingarstöðvar, sem kæmu til með að rísa upp í tímans rás, skapa geysimikla og margháttaða þjón- ustu við dvalargesti bæði sumar og vetur, og er þá bæði um að ræða margháttuð störf sérfræðinga og svo almenn þjónustustörf. Er ekki ástæða til að fjölyrða um þetta, svo alkunnugt sem það er að heilsu- gæslu- og sjúkrastörf krefjast mikils mannafla. En það er margt sem hugsanlega mætti tengja slíku heilsulindarþorpi, og þeim sem þar myndu dvelja til lengri eða skemmri dvalar, auk ilræktar og létts iðnaðar, sem tengist mjög vel heilsuveri, nefni ég sem dæmi skipulagða ferðaþjónustu um ná- grennið og gönguleiðir, þar sem áhersla væri lögð á jarðfræðileg sérkenni svæðisins, og það sem út- lendingar stundum kalla tungl- landslag þess. Fuglaskoðunarferð- ir, en hér er t.d. auðvelt að komast á bjargbrúnir, þar sem margar teg- undir sjófugla verpa og Garðskag- inn er viðkomustaður fjölmargra farfugla, bæði þeirra sem fara ein- ungis til íslands, svo og þeirra sem eiga hér aðeins stutta stund á leið sinni lengra til norðurs. Stangveiði í sjó mun vera heillandi sport, og golfvellir eru í næsta nágrenni. Skíðamiðstöðin í Bláfjöllum er stutt undan, og margt forvitnilegt er að sjá í Reykjanesfólkvangin- um, ef lengra er farið en í næsta nágrenni. Lista- og menningar- miðstöð fyrir Suðurnes, væri tilval- ið að reka í heilsuverinu. Það er því ótrúlegt hversu margþættir at- vinnumöguleikar kunna að skap- ast í tengslum við slíkar heilsu- stöðvar, ef þær á annað borð verða eftirsóttar. Auðvitað þarf margt að gerast til þess að svo geti orðið, skipulag og uppbygging á svæðinu þarf auðvitað að verða aðlaðandi. Ytri aðstæður þurfa að vera slíkar að fólk vilji dvelja á staðnum. En auðvitað er það fyrsta og síðast grundvallarskilyrðið að slíkt undur geti orðið í Svartsengi, að vanheilir fái þar bót meina sinna eða linun þjáninga. Við megum ekki missa sjónar af þessu grandvallaratriði. Við megum aldrei láta fjárhags- muni svæðisins okkar glepja okkur sýn. En mér sýnist af því sem kom- ið hefur fram á þessari ráðstefnu svo og fyrri vitneskja renni þegar stoðum undir það, að þetta grund- vallaratriði sé fyrir hendi. En til þess að láta draum um heilsulind, heilsuhæli og endur- hæfingarstöðvar fyrir vanheila við „Bláa lónið“ rætast, þá þarf vissu- lega sameiginlegt átak margra aðila, bæði heima í héraði og ann- ars staðar. Heima í héraði veit ég að til þess að svo megi verða, kem- ur enn til að reyna veralega á sam- stöðu sveitarfélaganna, heilshugar samstarf þeirra, sameiningu í átaki, sem gæti, ef vel tekst til, orðið eitt af mikilvægustu sjxrram í umsvif- um og starfi þess fólks, sem Suður- nes koma til með að byggja í nán- ustu framtíð, en jafnframt, og þó reyndar fyrst og fremst, fært van- heilum heilsubót, nýjar vonir og trú á lífið og framtíð. Að lokum færi ég öllum þeim, sem að ráðstefnu þessari hafa stað- ið þakkir fyrir að hreyfa svo mynd- arlega stórmerku málefni. LÚÐVÍG HJÁLMTÝSSON Ég vil í upphafi máls míns þakka forráðamönnum þessa fundar fyrir að bjóða mér að taka þátt í um- ræðum þeim sem hér fara fram um svo kallað heilsustöðvamál, sem að mínum dómi er mikið mál og merkilegt. Áður en ég hef mál mitt skal það tekið fram, að ég ræði málið á forsendum eigin skoðana og ályktana, en ekki sem starfs- maður þeirrar stofnunar sem að ég veiti forstöðu. Það myndi vera að bera í bakka- fullan læk að fara mörgum orðum um vatnslækningar og heilsuböð, en um þau efni vita flestir menn eitthað ýmist af eigin reynslu eða umsögn annarra. Fyrir nokkrum áram átti ég þess kost að fara ógleymanlega ferð með Gísla Sigurbjömssyni um alla þekktustu baðstaði Þýskalands. Ferðin var farin undir forystu Gísla og í boði þýskra stjómvalda, var hafður stans á einum sex stöð- um, rætt við forystumenn og lækna og skoðað, spurt og reynt. í för með okkur voru að minnsta kosti þrír læknar, þar af einn japanskur Dr. Med. Sohito, en hann var sér- fræðingur í baðlækningum. Þegar heim kom úr umræddri ferð ræddum við Gísli Sigur- bjömsson nokkuð um. bað- og vatnslækningar, en hér á landi er Gísli efalaust sá íslendingur sem þekkir best til þessara mála, þeirra sem ekki eru sérfræðingar á um- ræddu sviði. í Þýskalandsferðinni og af viðræðum við Gísla Sigur- bjömsson, sannfærðist ég um það, að hér í landi væra skilyrði til að koma upp aðstöðu til bað- og vatnslækninga. Nú er það ekki nýtt á íslandi fremur en í mörgum öðrum lönd- um Evrópu, en menn hafi trú á vatni og heitum laugum til lækn- inga. Að því er snertir ísland sér- staklega, nægir að benda á Kross- laug í Lundareykjadal, en hún er á milli bæjanna Reykja og Brennu, en í þeirri laug voru menn skírðir þegar þeir komu af Alþingi eftir kristnitökuna, en um aldir var þessi laug notuð til baða og var mikil trú á helgi hennar og lækn- ingarmætti. í ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar er einnig víða getið lauga, t.d. við Laugames hér í nágrenni, en þar var baðlaug sem talin var djúp og stór og sótt af farmönnum og starfsliði innrétt- inganna í Reykjavík, en var auk þess notuð til lækninga. Þrátt fyrir að á íslandi era heimsþekkt áhitasvæði og landið 22-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.