Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 27

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 27
Philippe Moreau verslunarfulltrúi franska sendirádsins afhendir Kára Elíassyni farsedilinn til Frakklands. Með á myndinni er Guðjón Sigurðsson, deildarstjóri Búsáhaldadeildar Sambandsins. Verksmiðjan er við Fögruvík, sem er austan Kúagerðis. Það mun eiga að vera þjónustuhús - skrifstofa, mötuneyti og aðstaða fyrir starfslið félagsins, o.fl. Hús þetta verður 600 m2 en verk- smiðjuhúsið verður 150 m á lengd og '9 m á breidd eða 2850 m2. Áætlað er <jð hús þessi verði fullgerð í haust. Par a að fara fram völsun á járni. Bræðsla á að geta hafist um áramót ’85-’86. Móttaka brotajárns verður væntan- lega ofan vegar upp í hrauninu og ekki ®tlað að verða fyrir augum manna í ttmferðinni. Þarna skapast atvinna fyrir fjölda nianns. »'r* Lofar góðu i draunalaxeldisstöðin í Vogum hefur Jtu gefið svo góðar vonir um hag- kvæmni að nú þegar er hafin undirbún- jngur að miklum og varanlegum fram- kvæmdum þar. Pað er Fjárfestingafé- lag Islands sem er eigandi að þessari hskeldisstöð og mun það áforma að Þarna rísi stöð sem geti framleitt nokk- Ur þúsund tonn af laxi árlega. Ef svo yel tekst til er hér um mikla gjaldeyris- óflun að ræða og mikil atvinnubót fyrir Vogamenn. j.T. Fréttatilkynning frá skíðadeild K.R. Fyrir skömmu barst skíðadeild K.R. boð frá Búsáhaldadeild Sambandsins um að tilnefna þátttakanda í 4 vikna náms- og þjálfunarferð til Frakklands í boði franska viðskiptaráðuneytisins og fyrirtækisins Trappeur sem framleiðir skíðaskóna viðurkenndu með sama nafni. Ástæður fyrir boði þessu er stórauk- in sala á Trappeur skíðaskóm til fs- lands. Ungur og efnilegur skíðaþjálfari, Kári Elíasson, var valinn til þessarar farar frá íslandi og bindur skíðadeild K.R. miklar vonir við starf hans að þjálfunar- og kennslumálum í framtíð- inni. Kári heldur utan í byrjun árs, en námskeiðið hefst hinn 9. janúar í Chamonix. Faðan berst leikurinn vítt og breitt um frönsku Alpana með dvöl á heimsfrægum skíðastöðum svo sem Les Arcs, La Plagne og Les 3 Valles. Auk skíðaiðkunar er þátttakendum boðið að skoða verksmiðjur margra virtra skíðavöruframleiðenda. Einnig verða fluttir fyrirlestrar um einstaka þætti skíðaíþróttarinnar. Stjórn skíðadeildar K.R. vill þakka aðstandendum þessa námskeiðs og þó sérstaklega Búsáhaldadeild Sam- bandsins þetta rausnarlega boð sem vafalaust á eftir að verða lyftistöng í þjálfunarmálum keppnisfólks og ungu fólki hvatning til aukinnar ástundunar skíðaíþróttarinnar. Fréttatilkynning Tímaritið Þroskahjálp 4. hefti 1983 er komið út. Útgefandi er Landssam- tökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar greinar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Frásögn af fþróttamóti fatlaðra barna og unglinga, sem haldið var í Noregi síðast liðið sumar. Bergljót Einarsdóttir einn af íslensku farar- stjórunum skrifar greinina. „Að öðlast traust” nefnist grein eft- ir Mats Granlund, sænskan sálfræðing við ALA í Stokkhólmi. Greinin birtist í þýðingu Fjölnis Ásbjömssonar. Snæfríður Þóra Egilsson iðjuþjálfi ritar greinina ,,Hvað er iðjuþjálfun” og Halldóra Sigurgeirsdóttir fjallar um 25 ára tímamótaáfanga Styrktarfélags vangefinna Reykjavík. Þá er í ritinu þýdd grein um stofn- anaskaða eða skaða vegna blöndunar eftir norskan skólastjóra Bemh. Tjomsland. Greinina þýddi Jónína H. Hjaltadóttir. Fastir þættir, s.s. Raddir foreldra og Bókakynning em á sínum stað svo og fréttir frá Landsþingi Þroskahjálpar sem haldið var í október síðast liðnum. Tímaritið Þroskahjálp kemur út fjómm sinnum á ári. Það er sent áskrif- endum og er til sölu á skrifstofu sam- takanna, Nóatúni 17, 105 Reykjavík, s: 29901. Á sama stað er tekið á móti áskriftarbeiðnum ásamt ábendingum um efni í ritið. Jólasöngvar í Keflavíkurkirkju Eins og undanfarin ár vom haldnir Jólasöngvar í Keflavíkurkirkju sunnu- daginn 18. desember s.l. Þeir sem komu þar fram, vom kór Keflavíkur- kirkju ásamt einsöngvumm, bamakór kirkjunnar, nemendur úr Tónlistar- skóla Keflavíkur og Bjöllukórinn úr Garði, en honum stjómar JónínaGuð- mundsdóttir tónlistarkennari í Garði. Allt er þetta Suðumesjafólk. Undir- búning og stjórn tónleikanna annaðist Siguróli Geirsson, organisti. Fjölmenni var á tónleikunum og mjög góðar undirtektir. Hinn nýstofnaði barnakór kirkjunnar syngur við undirleik stjórnandans Siguróla Geirssonar. Suomi Suomi postulínið frá Rosenthal ásérfáalíka, endaer lögð ótrúleg vinna í framleiðslu þess. Suomi er hannað af Timo Sarpaneva. í raun og veru er ekkert postulín fullkomið. En Suomi er það postulín, sem listamenn Rosenthal telja einnafullkomnast. Suomi er gljáð í handavinnu, því vélar skila ekki nægilega fínlegri vinnu. Hluti af framleiðslu Suomi er valinn til skreytingar með gulli og hvítagulli af heimsfrægum lista- mönnum. Hafir þú hug á að eignast Suomi matarstell á borðið, þá er ráðlegt að gera pöntun fljótlega. InnRömmun SuDURnesjn VATNSNESVEG112 KEFLAVÍK SÍMI3598 FAXI-27

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.