Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.01.1984, Blaðsíða 31
Álfadans brenna Frá því að Karalkór Keflavíkur var stofnaður fyrir 30 árum hefur hann, með fáum undantekning- um, staðið að álfadansi og brennu, annað hvert ár. Oft hefur þetta verið ákafleg skemmtileg til- breytni í skammdegismyrkrinu, einkum ef veður hefur verið gott. Ymsir aðilar hafa gengið til liðs við kórinn og hefur þeim fjölgað í seinni tíð. Nú var Kvennakór Suð- umesja með í leiknum og nokkrir lúðrarsveitarmenn úr Tónlista- skóla Keflavíkur. Söngstjóri KKK, Steinar Guðmundsson, stjómaði. Leikfélag Keflavíkur lagði til Skugga-Svein, Ketil skræk °g Skrattann. Hestamannafélagið Máni átti þama fulltrúa á glæstum fákum. Björgunarsveitin Stakkur °g Hjálparsveit skáta í Njarðvík sáu um flugeldasýningu. Fjöl- brautaskólinn, Foreldrafélag Myllubakkaskóla og Skáta- félagið Heiðabúar voru einnig þátttakendur að þessu sinni. Olíu- samlag Keflavíkur og nágrennis hefur alltaf lagt til olíu á eldana og bæjarstjórnir Keflavíkur og Njarðvíkur veittu ýmiskonar að- stoð - fjárhagslega og verklega- til að þessi kvöldstund að baki jóla mætti verða sem ánægjulegust fyr- lr íbúa bæjanna. Kvennakórinn lagði til Alfadrottninguna Hlíf Káradóttur, en KKK Álfakónginn Stein Erlingsson og brennustjór- ann Vilhjálm Þorleifsson, en það er mikið ábyrgðarstarf. Veður var gott en snjór og hálka hömluðu umferð dálítið. Mikið fjölmenni var á íþróttavellinum í kringum brennuna, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Ljósmy ndimar tók Heimir Stígsson. FAXI-31 L

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.