Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 5
/ -----------------------------------------------------------\ Keflavík 10. des. GREINAGERÐ með gjafabréfi Karlakórs Keflavíkur til Keflavíkurbæjar. Allt frá stofnun Karlakórs Keflavíkur árið 1953 hafa þeir ágætu menn, sem skipað hafa stjórn Keflavíkurbæjar, sýnt karlakórnum sérstaka ræktarsemi, hlýhug og góða fyrirgreiðslu á margvíslegan hátt, ekki síst eftir að hafist var handa um byggingu félagsheimilisins að Vesturbraut 17 árið 1967. Nú þegar áhugi vaknaði hjá tveimur ungum mönnum um að hefja rekstur í húsinu, og Keflavíkurbær hefur samþykkt að gerast eignaraðili að húsinu á móti karlakómum, tilkynnist það hér með að á almennum félagsfundi, sem haldinn var í karlakómum í fyrra mánuði var samþykkt að gefa Kefalvíkurbæ neðri hæð hússins. Það sem um er að ræða er nánar tiltekið neðri hæð hússins að Vesturbraut 17, 678 m2 og 2960 m3, það er um 78% af húsinu öllu. Samkomusalur og hliðarsalir em uppsteyptir ófrágengnir, en eldhús, geymslur, forstofa ásamt salnum tilbúið undir tréverk og málningu. Efri hæð hússins verður áfram eign Karlakórs Keflavíkur ásamt stiga- húsi að vestanverðu og hálfu stigahúsi að austanverðu. Karlakórinn hefur aðgang og afnot að kjallara undir leiksviði. Skilmálar fyrir gjöfinni eru: l ■ A ð karlakórinn fái að halda tónleika sína og árshátíðir endurgjalds- laust á neðri hœð hússins. -■ Að opinber gjöld verði ekki greidd af efri hæð hússins. 3. Að Keflavíkurbœr taki að sér að greiða ca. kr. 800.000,-skuld, sem nú hvílir á húsinu. 4. Ad Keflavíkurbœr sjái um viðhald á húsinu að utan, eftirað karla- kórinn hefur skilað því fullfrágengnu á næsta sumri. 5. Selji Keflavíkurbœr neðri hæðina eða hluta hennar renni 30% af því söluverði til Karlakórs Keflavíkur. Virðingarfyllst, Jóhann Líndal formaður. V.________________________________________________________ Glæsilegur afmætískonsert uSi’o máttugur er tónanna kyngikraftur “ð svarta nóttin verðurskínandi björt.'' Svo segir í ljóði Jóns frá Ljár- skógum, en það sannaðist vel á af- ^slistónleikum Karlakórs Kefla- v'kur, sem voru haldnir 10. des- ember s.l. í Félagsbíói. Það er sannarlega ástæða til að °ska karlakórnum til hamingju ^eð afmælið og þennan prýðis- 8oða samsöng - í mörg ár hefur kórinn ekki verið betri, enda aldrei jafn fjölmennur. Strax í fýrsta laginu „Söngur vólvunnar“ eftir Bjama J. Gísla- Son kom í ljós hvað kórinn var hljómmikill og samstæður, síðan |‘ak hvert lagið annað - skemmti- ega vel sungin og textaframburð- Ur afburðargóður, og allir kunnu (extann, það sannar að þá er söng- Urinn bestur þegar ekki þarf að Hyna í nótur og texta. Þá má óska kómum til hamingju nieö nýja söngstjórann, Steinar Guðmundsson, hann hafði mjög gott vald á söngmönnum - enn- fremur var sönggleði áberandi í kórnum. Allir einsöngvarar sem voru úr röðum kórsins, skiluðu sínum hlutverkum með sóma. En síðast en ekki síst þá var hlut- verk undirleikarans frú Ragnheið- ar Skúladóttur hreint frábært - hún hefur verið undirleikari karla- kórsins um langt árabil og aldrei held ég betri. Það þarf ekki að kvíða framtíð Karlakórs Keflavíkur, hann á eftir að syngja sig í hjörtu okkur í mörg ókomin ár - með öllum þessum áhugasömu söngmönnum - unga og efnilega söngstjóranum og frá- bærum undirleikara. Til hamingju karlakórsmenn og hafið heila þökk fyrir að breyta myrkri í birtu í svartasta skamm- deginu. Jóhanna Kristin.sdóttir. Keflavík, 6. febrúar 1984. Karlakór Keflavíkur, c/o Hr. Jóharm Ltndal, formaður, Hraunsvegi 2, 230 Njarðvík. Undirrituðum er ljúft og skylt að fara að þeim fyrirmælum bæjar- stjórnar Keflavíkur og þakka Karlakór Keflavíkur hina höfðinglegu gjöf sem formlega var afhent forseta bæjarstjórnar í afmælishófi kórsins í des. s.l. Það er trú mín að það mikla og fórnfúsa starf sem kórfélagar hafa unnið við byggingu samkomuhúss í Keflavík, eigi eftir að koma bæjarbúum að miklum notum. Þó að lífið sé strit og kapphlaup eftir félagslegum umbótum, þá munu einstaka gleðistundir vonandi fylgja manninum á meðan hann lífsins anda dregur. Eg er viss um að slíkar gleðistundir munu verða margar í sam- komuhúsinu sem þið viljið nefna Tónaberg. Eg endurtek þakkir bæjaryfirvalda og óska ykkur gæfu í framtíð- inni. Kveðja, Steinþór Júlíusson V._______________________________________________________) r s Meðal þess efnis sem var á dagskrá á 30 ára afmælishátíð Karlakórs Keflavíkur var eftirfarandi ljóð. Það voru söngvarar í öðrum tenór kórsins sem önnuðust skemmtiatriðin og sungu þeir lagið á hátíðinni. Textann samdi einn af þeim félögum, Jón Eggertsson. BERGMÁL (Lag: Those where the days) Kórfélagar nokkrir saman náðu, nítjánhundruð fimmtíu og þrjú. Bræðralag með hetjuröddum háðu. Hátt þeir settu markið: ,,Afram nú“. Við syngjum svona enn á meðan endast menn. Nú heyra má, það hljóma eins og þá. Og tónar hljómanna bergmála ómana; Við syngjum enn á meðan endast menn. Félagar, nú syngjum hérna saman, samtaka í okkar gamla kór. Alltafer með góðum vinum gaman. Glösum lyftum! Nú er ekkert slór. Við syngjum...o.s.frv. Afram munu’um Suðurnesin syngja sameinaðir tónum feðranna. Bergmál gömlu félaganna fylgja fast á eftir; allir samtaka. Við syngjum... o.s.frv. J.E. V________________________________________________________7 FAXI-37

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.