Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 6

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 6
Ráðstefna um stofnun heilsustöðvar í Svartsengi: STÓRMERKAR HUGMYNDIR UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU OG ATVINNUUPPBYGGINGU — Framhald úr 1. tölublaði FAXA 1984 — JÓN E. UNNDÓRSSON Mitt erindi er um Ferðamála- könnunina sem gerð var 1972 - 1976. Eg mun rekja aðdraganda Ferðamálakönnunarinnar og greina frá markmiðum hennar og niðurstöðum. Aðeins verðurstikl- að á stóru varðandi könnunina í heild sinni en ég mun reyna að greina frá svokallaðri Krísuvíkur- framkvæmd, sem allt eins gæti heitið Svartsengisframvkæmd, hefðu framkvæmdir við Svartsengi verið hafnar á þeim tíma þegar könnunin fór fram. Jafnframt mun ég greina frá skýrslu Dr. Maruice Lamarecne. Ég mun út- skýra líkanið sem er hér staðsett og var lánað af Kjartani Lárussyni, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins og að endingu vil ég geta þeirra íslendinga sem störfuðu með er- lendu sérfræðingunum að gerð Ferðamálakönnunarinnar. Upphaf ferðamála- könnunarinnar 1972— 1976 nær allt aftur til ársins 1964, eða fljótlega eftir að Ferðamálaráð er stofnað og rætt er um að gera áætl- Jón E. Unndórsson, iðnráð- gjafi Suðumesja. un um framtíðarþróun íslenskra ferðamála. Ejler Alkjær prófessor við danska Verslunarháskólann var fenginn árið 1965 til að gera áætlun um þróun ísl. ferðamála. Síðar voru teknar upp viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um styrkveitingu til könnunar á efl- ingu íslenskra ferðamála. Samein- uðu þjóðirnar samþykktu próf- essor Alkjær til að gera úttekt á ferðamálum hér og koma fram með hugmyndir um þróun þeirra. Ef athugun Alkjærs yrði jákvæð gæti hún orðið grundvöllur fyrir styrkveitingu frá þróunarsjóði Sameinuðu þjóðanna. Prófessor Alkjær kom hingað til lands sum- arið 1969 og tók saman skýrslu í samvinnu við Ferðamálaráð og skilaði henni til Sameinuðu þjóð- anna í september sama ár, 1969. í skýrslu sinni lagði Alkjær áherslu á að lengja bæri ferða- mannatímabilið sem væri allt of stutt. Lagði hann til að ferðamála- áætlunin væri fyrst og fremst mið- uð við fjóra þætti þ.e. ráðstefnu- hald, stangveiði í ám og vötnum, uppbyggingu heilsuhæla og skíða- íþróttir, þar sem þessir þættir væru heppilegir til að lengja ferða- mannatímann. Alkjær lagði síðan til að gerð yrði 10 ára áætlun og að til áætlanagerðarinnar þyrfti 140 þús. dollara styrk. í ágúst 1971 samþykkti þróunar- sjóðurinn að veita þennan áætlaða styrk til gerðar ferðamannaáætl- unar. Til útboðslýsingar var fenginn ferðamálasérfræðingur frá Sam- einuðu þjóðunum, hr. J. Seletti. Hann ferðaðist um landið, átti fjölda funda með innlendum aðil- um varðandi ýmsa þætti ferðamál- anna og í samráði við Samgöngu- ráðuneytið samdi hann útboðslýs- ingu á fyrirliggjandi verkefnum. í mars 1972 sendu Sameinuðu þjóðirnar útboðsgögn vegna fyrri hluta ferðamálakönnunarinnar, til sex fyrirtækja sem valin voru úr á milli 150 - 200 fyrirtækjum, sem starfa að ferðamálarannsóknum og á endanum var síðan valið til starfsins bandarískt fyrirtæki Checchi & Co. Starfsmenn þessa fyrirtækis komu hingað í ágúst 1972. Þeir nutu aðstoðar íslenskra sérfræð- inga sem störfuðu allan tímann með erlendu aðilunum og skiluðu skýrslum til ráðuneytisins um störf sín sumarið 1973. íslensku sér- fræðingarnir fóru síðan í náms- og j kynnisferðir til nokkurra landa, hver í sinni grein. / fyrrí skýrslunni voru valin fjögur svið til frekari könnunar (eins og Alkjær lagði til í upphafi), þ.e. heita vatnið fyrir . heilsuhæli og hliðstæða notkun; vötn, ár og sjór fyrir stangveiði; skíðaaðstaða; svo og aðstaða fyrir ráðstefnur og ýmiss konar fundi. í þessum fjórum sviðum voru gerð- ar ákveðnar tillögur um, hvernig stefna ætti að sem mestri aukningu ferðamannastraumsins og voru til- lögurnar byggðar á aðstæðum sem fyrir hendi voru, hugsanlegum * mörkuðum og almennum þróun- armöguleikum. Frá Bílasölu Brynleifs Mikiö úrval jeppa- og fólksbifreiða á söluskrá. Komiö og kynnið ykkur hiö fjölbreytta úrval bifreiöa sem er á boðstólum. Opiö alla virka daga frá kl. 9 - 19 og laugardaga frá kl. 10 -16. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Sími 1081 - Keflavík 38-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.