Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 7

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 7
Seinni huti könnunarinnar var boðinn út og enn á ný var Checchi & Co fyrir valinu og hófu þeir störf 1974. Lokaskýrslan er í tveimur bindum. í fyrra bindinu eru birtar niðurstöður ferðamálakönnunar- innar í heild og er þessu bindi skipt > þrjá kafla. í fyrsta kafla eru rædd- •r möguleikarnir á þróun ferða- m ála í ljósi þeirra efnahagslegu að- stöðu sem ísland var í um þann tíma. í öðrum kafla var birt niður- staða og tillögur varðandi svo- kallaða Krísuvíkurframkvæmd, menningarmiðstöð og söguþorp svo og áætlun um þróun ferða- mála. activity hins steinefnaríka vatns og senda þurfi íslenska lækna utan til að læra bað- og leirlækningar. ORMAR PÓR G UÐMUNDSSON Menningarmiðstöðin átti fyrst °g fremst að vera vísindasafn, sögusafn og ferðamiðstöð. Söguþorpið eða ,,Living History Village“ er fyrst og fremst gert vegna ferðalaga íslendinga um sitt eigið land og útlendinga. Starfs- menn Checchi & Co féllust síðan á að bygging slíks þorps væri ónauð- synleg vegna Árbæjarsafnsins. bim Krísuvíkurframkvæmdina mun ég ræða nánar hér á eftir þess- ari yfirferð. í þriðja kafla fyrra bindis loka- skýrslunnar er áætlun um þróunar- möguleika hitasvæðanna á íslandi, í fyrsta lagi til lækninga og í öðru 'agi í sambandi við vísindalegar rannsóknir. Síðari bindi skýrsl- unnar eru tækniskýrslur og er Þeim skipt í sex kafla, þar sem eru birtar grundvallarröksemdir fyrir þeim athugasemdum, niðurstöð- um og tillögum, sem lagðar eru fram í fyrra bindinu. ’ Sérstaka skýrslu um möguleika í sambandi við heita vatnið á íslandi f" heilsuhæla, hressingarhæla og annarra nota gerði prófessor Maurice Lamorche, en hann er einn af fremstu sérfræðingum í heiminum í þessari grein í dag. Hans skýrsla er mjög efnismikil og verða henni ekki gerð ýtarleg skil hér í þessari yfirferð en ég get þó ekki setið á mér að nefna nokkur atriði hennar. í skýrslu sinni skil- greinir hann steinefnaríkt vatn eða '-mineral waters" eftir hitastigi og efnasamsetningu. Hann ber ís- 'enskt steinefnaríkt heitt vatn sam- an við hveravatn annarra landa og ber saman efnismagn þeirra. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að ís- 'enska vatnið er full sambærilegt v>ð vatna annarra landa með tilliti 'a;kningamáttar. Hann leggur áherslu á að í hinu fyrirhugaða hressinga/heilsuhæli verði að vera allar tegundir leirbaða, nudd, gufuböð, endurhæfingaraðstaða, g°tt andrúmsloft eða umhverfi og ' getur þess að hitameðferðarkúr taki þrjár vikur. Hann segir að rannsaka þurfi geislun eða radio- Þá er komið að Krísuvíkur- framkvæmdinni. Þessar hugmyndir vöktu nokkra athygli þegar þær voru lagðar fram haustið 1974 af The Architects Collaborative Inc. og Checci & Co. Það var hins vegar ljóst að ekki var grundvöllur fyrir því f jár- magnsins vegna að ráðast í slíka framkvæmd á íslandi eins og ástandið var í fjármálum þjóðar- innar á þeim tíma. Hugmynd Checchi & Co með Krísuvíkurframkvæmdinni var að draga saman á einn stað alla þá fjóra þætti sem ferðamálakönnun- in úpphaflega beindist að og um leið að stofana til framkvæmdar sem væri einstök í öllum heimi og gæti á sinn hátt orðið „vörumerki fyrir ísland eins og t.d. Eiffeltum- inn fyrir París o.s.frv. Sjálf heilsu- og hressingarmið- stöðin samanstendur af 300 her- bergja hóteli og þaki sem þekur um 6 hektara. Yfirborðið er tvö- falt kúrfulaga fylgir neikvæðum gássískum ferli. Það er haft tvöfalt með nokkurs konar loftpoka á milli laga til að minnka hitaút- streymi. Við mikið snjófall er hægt að minnka loftþrýstinginn í loft- pokanum þannig að efra lag þaks- ins fellur að innra laginu. Þá vex hitaútstreymið frá þakinu og snjórinn bráðnar. Hæð þaksins er frá 5 metrum til 75 metra. Rúmtakið er 2.550.000 kubik metrar. Rafmagnsnotkun 8.(XX) KW. Ferskvatnsnotkun 30 lítrar/sek frá heitum hver, Kleifarvatni hreinsuðu og filtruðu. Heitt vatn 80 - 100 lítrar pr. sek (200°C). Slökkvivatn 95 lítrar pr. sek. Tekið með dælum frá Kleifar- vatni. Þakið er útbúið til að safna rigningarvatni til slökkvinota og yrði það geymt í tönkum. Ég vil að lokum geta þeirra ís- lendinga sem störfuðu með er- lendu sérfræðingunum. íslensku sérfræðingarnir sem unnu við skýrsluna voru: Ólafur S. Valdimarsson, Sam- gönguráðuneytinu var fyrir ís- lenska hópnum. Dr. Jóhannes Nordal og hr. Valdimar Kristinsen frá Seðla- banka íslands. Dr, Bjarni Bragi Jónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar. Hr. Kjartan Lárusson frá Ferða- skrifstofu Ríkisins. Hr. Magnús Bjömsson, Þjóð- hagsstofnuninni. Hr. Ingimundur Frederiksen, Seðlabanka íslands. Ormar Þór Guðmundsson rekur sjálfstæða arkitekta- stofu með Örnólfi Hall og hafa þeir félagar teiknað m.a. fyrir Hitaveitu Suðumesja. Einnig teiknuðu þeir Njarð- víkurkirkju og nýja Sjúkra- húsið í Keflavík. 1. Sögulegt yfirlit Trú á lækningamátt heilsulinda hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Læknavísindi hafa einnig fengist við könnun og skýringar á lækningamætti heilsulinda, allt frá riti Hippokratesar frá því um 400 f. Kr., „Um notkun vökvanna", en þar kemur hann inná flest svið baðlækninga, og til eðlis- og efna- fræðilegra grundvallaðra nútíma- vísinda. Sögu baða- og heilsulinda á vesturlöndum má skipta í ríma- bil. 1. Forsögulegan tíma 2. Gríska títnahilið 3. Rómverska tímahilið 4. Miðaldir 5. Tímabil aðals og horgara 17. 18. og /9. aldar 6. Vísindalega grundvallada tíma- hil 20. aldar Af sögnum og fomminjum má ráða að frumþjóðir allt frá Ind- landi til Germana og Kelta leituðu í heitar lindir til þrifnaðar, til að græða sár og annarrar heilsubótar. Til eru minjar frá bronstíma (2000 f. Kr.) um öltur og umbúnað við heilsulindir. Finnska saunan á sér einnig rætur aftur í forsöguleg- an tíma. Grikkir grundvölluðu vísindi böðunar í heilsulindum. Herodót (484 - 406 f.Kr.) setur fram reglur um notkun heilsulinda, sem eru í mörgu tilliti mjög líkar því sem gerist enn í dag. Rómverjar voru svo þeir sem færðu heilsuböð í kerfi og þróuðu þau á hátt stig. Hjá þeim rísa hinar glæstustu byggingar yfir böðin og eru Caracalla-böðin í Róm fræg- ust, en þau voru stærsta bygging í Róm á sínum tíma, stærri en sjálf Kolosseum. Á fjórðu öld e.Kr. em í Róm fyrir utan hin heimsfrægu 11 stór- baðhús, kennd við keisarana, 856 meiriháttar böð og 1352 minni- háttar. Róm hafði þá 1 millj. íbúa en hefir nú 2 mill j., og má geta þess að af 11 vatnslögnum Aquadukt- um - sem þá sáu Róm fyrir vatni - myndi 4 nægja til þess að sjá borg- inni fyrir vatni nú. Með innrás barbaranna að norðan líður baðmenning Róm- verja undir lok. A miðöldum einkennist bað- menning mjög af trú og hjátrú. Munkalæknisfræði byggir mjög á heiðnum arfleiðum og gjarnan er meira lagt upp úr bænum til lækn- inga við lindirnar heldur en heilsu- mætti þeirra. Á miðöldum eru engar merkar baðbyggingar, en þegar kemur fram á 17. öld tekur baðmenning aftur að þróast og með henni bað- húsa byggingarlist. Ríkir borgarar og aðallinn þróa þessa menningu og byggingarlistin einkennist af monumentalbyggingum, hótel- höllum og symetriskt uppbyggð- um baðhúsum. Á þessum tíma var megináhersla á drykkjarkúrum en heilnæmi lindanna á líkama með böðum, skipti litlu máli. Á þessum tíma er þó hinn læknisfræðilegi vísindalegi grundvöllur lagður að notkun vatns úr heilsulindum bæði til innvortis- og útvortis notkunar. 19. öldin er mjög mikill upp- gangstími baðhúsa í Evrópa — ekki síst í þýskumælandi hluta hennar. Fyrri hluti 20. aldar býr að arfi þeirrar 19. og það er ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina að veruleg þáttaskil verða. Þá hefst hin öra þróun bæði í vísindalegu og byggingarlegu tilliti, sem enn er í fullum gangi. í flestum Evrópulöndum — bæði í austri og vestri - eru nú starfandi landssambönd baðstaða og tvö alþjóðasambönd eru starfandi: FITEC (Federation Internatio- nale du Thermalisme et du Clim- atisme) — Alþjóðasamband um heit böð og loft - og SITH (Société Internationale de Techinique Hydrothermale) - alþjóðafélag um tæknimál heitra baða. 2. Skilgreining heilsubaðs Til skilnings á verkefni þess sem skipuleggur og teiknar heilsuböð, er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir grundvallaratriðum starfsem- FAXI-39

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.