Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 11

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 11
að verða rænulaus. Sigurjón tók nú til sinna ráða, fékk lánaðan hrað- skreiðan bát, sem þarna var til og fór með mig á honum yfir fjörðinn til Akureyrar. Þar var ég lagður 'nn á spítala og lá ég þar það sem eftir var af sumrinu. Og ekki nóg með það, því þegar ég kom suður um haustið, þá var ég kominn með brjósthimnubólgu og átti ég í henni fram í desember. Ég var svo ekki kominn almennilega á ról aft- ur fyrr en um áramót. Endaslepp vertið á w/b Geirgoða Þegar heita mátti að ég væri orðinn sæmilega rólfær aftur þurfti maður náttúrlega að fá sér eitt- hvað að gera. í þeim erindagjörð- um fór ég svo til Reykjavíkur og hitti þar Stefán Jóhannsson, en honum hafði ég kynnst úti í Kors- ðr, en það var einmitt Stefán og Metúsalem bróðir hans, sem áttu Geir goða. Höfðum við Stefán verið saman úti í Danmörku, þeg- ar verið var að smíða bátana, sæll- ur minningar. Þegar við Stefán höfðum nú heilsast þarna í Reykjavík, segir hann við mig: ,,Ertu laus Kalli". ,,Jál' ‘, segi ég. ,,Fínt er nú það. Mig vantar vélstjóra“. Þannig var uú það, og þar með var ég ráðinn á Geir goða. Vertíðina hófum við svo með því að fara út frá Reykjavík. Það var indælis veður og héldum við sem leið lá héma fyrir Garðskag- ann og sáum að sjálfsögðu ágæt- lega vitann, þegar við fórum fyrir skagann. Lögðum við svo línuna þegar út á miðin var komið og ðrógum hana svo án þess að nokk- uð sérstakt bæri til tíðinda. Síðan var haldið til lands. Á landstíminu gerði dálitla landsynnings súld, þannig að skyggnið varð lélegt. Þegar ég taldi að við værum að ualgast skagann var ég alltaf að ryna út og gá að vitanum. Loks var svo komið að mér var farið að leið- ast að hafa ekki séð Garðskagavit- ann og ekki bólaði heldur neitt á Gróttuvitanum þó tímans vegna væri ég farinn að eiga von á að sjá hann. En sem ég er í þessum hug- renningum mínum þá verður mér y rir, sem oft áður, að opna glugga a stýrishúsinu og svipast enn um. Gg hvað haldið þið þá að ég sjái? Það er brimskafl rétt fyrir framan stefnið hjá okkur. Þarna mátti greinilega engu muna og enginn hrni tapast til ónýtis. Því þreif ég samstundis til skiptingarinnar og skipti í afturábak án þess að draga at yélinni. En Geir goði var með 82ja hestafla vél, sem gat skilað hátnum á tíundu mílu á klukku- stund. Nú svo rétt þegar báturinn MINNING MAGNÚS HAFUÐASON HRAUNI, GRINDAVIK FÆDDUR 21. NÓVEMBER 1891 DÁINN 17. DESEMBER 1983 . Þeim fækkar nú óðum, sem fæddir eru fyrir síðustu aldamót. Með Magnúsi á Hrauni er fallinn í valinn enn einn fulltrúi þeirrar kynslóðar, orðinn háaldraður. í þessum línum langar mig til að rifja upp fáein minningarslitur, sem í hugann koma við fráfall hans. Fyrstu minningar mínar um Magnús eru tengdar yfirskeggi og haglabyssum. Ekki veit ég hvers vegna mér varð skeggið svo minnisstætt, en mér stóð beygur af byssunni, sem höfð var íbíslagi innan við útitröppur og honun jafnan tiltæk ef á þurfti að halda. Með henni skaut hann sel, fugl og ref. Orð fór af hæfni hans, og ekki efa ég að hann hefur þótt vágestur í ríki refa, því oft lá hann á greni á þeim árum, er ég átti sumardvöl á Hrauni. Vafa- laust hefur Magnús aflað sér nokkurra tekna með byssunni, en þó mun sjávarfang hafa vegið þyngra í búskap hans. Eins og flestir Suðumesjabænd- ur, stundaði Magnús sjóinn eftir því sem færi gafst og fram eftir öldinni reru Hraunsmenn oftast úr Þorkötlustaðanesi. Þegar ég man fyrst eftir mér var útræði þaðan þó að mestu aflagt og venjulega róið úr Járngerðar- staðahverfi. Einstaka sinnum, þegar veður voru blíðust, var far- ið á flot í lítilli skektu, sem oftast stóð á sjávarkambinum, skammt ofan við Hraunsvör, og hefur það naumast verið áhlaupaverk að setja bátinn í grýttri fjörunni. Þar á Magnús raunar mörg spor- in og ég hygg, að hann hafi geng- ið fjöruna nánast hvem dag. Áð líkindum stóð hvers kyns veiðiskapur hug Magnúsar næst og hann oft svo lánsamur, að geta haft áhugamál sín sér til lífs- viðurværis. Ég segi oft, því land- búskapur tók auðvitað umtals- verðan tíma og ég held, að hin hefðbundnu sveitastörf hafi legið síður fyrir honum. A.m.k. sinnti hann því lítið að taka upp ný- tískulega búskaparhætti, sló lengst af með orfi og ljá og bar baggana heim á sjálfum sér. Einn þáttur í fari Magnúsar, sem ég tók eftir, var hve orðvar hann var og aldrei minnist ég þess, að hann bæri sér þau orð í munn, sem kalla mætti fullgild blótsyrði. Tók aldrei dýpra í ár- inni en að segja „þremilsins". Stórviðri kallaði hann golukorn og virtist yfirleitt heldur lítið uppnæmur fyrir stórmerkjum. Þá sögu heyrði ég, að þegar tund- urdufl sprakk að næturþeli og braut rúður, þá hafi allir rokið upp með andfælum, nemaMagn- ús. Hann svaf. Síðustu æviárin dvaldi Magnús á elliheimilinu Gmnd og hafði þar til umráða litla en vistlega íbúð. Þar virtist hann una sér afar vel og mér virðist raunar, sem lundin hafi orðið sífellt léttari eftir því sem æviárin urðu fleiri. Þegar Magnús flutti frá Hrauni, hafði hann dvalið nánast alla ævi á sama blettinum og mér finnst það lýsa fágætri aðlögunarhæfni, að geta sætt sig við svo algjör umskipti án beiskju. Ég tel mig mega fullyrða, að ævikvöld Magnúsar hafi verið með þeim hætti, að ekki verði á betra kosið. Fæturnir vom farnir að gefa sig eftir langa og dygga þ jón- ustu, en að öðm leyti má segja, að honum hafi varla orðið mis- dægurt. Við því er raunar lítið að segja, þótt kallið komi, þegar menn eru komnir á tíræðisaldur, því eitt sinn skal hver deyja. Við sem yngri emm, getum raunar margt lært af mönnum eins og Magnúsi. Ekkert megn- aði að teygja hann frá uppmna sínum og eðli. Hann Iét ekki skrá sig til keppni í lífsgæðakapp- hlaup nútímans. Þótt nýtísku- legt snið kunni að geta aflað mönnum meiri auðsældar, er lík- lega farsælla að varðveita sam- ræmið milli upplags og athafna. Mér finnst Magnús á Hrauni bera því vitni. Gísli K. Sigurkarlsson. var að komast á skrið aftur á, kom karlinn upp og spurði hvað eigin- lega væri um að vera. ,,Nú líttu út um gluggann og þá sérðu hvers kyns er.“ Þegar við vorum búnir að forða okkur og komast út á 5 - 6 faðma dýpi, þá var lagst við ekkeri og legið þarna yfir nóttina í bærileg- asta veðri. Svo þegar tók að birta um morguninn, þá var farið að líta í kringum sig og kom þá í Ijós að við vorum staddir inni í skerjagarðinum fyrir norðan Þor- móðssker. Það skakkaði sem sagt töluverðu, að við hefðum verið á réttri stefnu. Þegar við vorum búnir að átta okkur var akkeri létt og lagt af stað áleiðis til Reykjavík- ur, en rétt í sömu mund skellur á útsynnings rok og eys upp sjó í hvelli. Á leiðinni til Reykjavíkur hefur svo trúlega verið farið heldur grunnt yfir grynningamar vestur af Akranesi, því þar fengum við á okkur brotsjó, sem meðal annars hreinsaði í burt fiskikassann á dekk- inu, en hann hafði verið hálffullur af ýsu. Þegar við komum svo loks- ins til Reykjavíkur var tómlegt og ömurlegt yfir dekkið að líta. Eins og til minja um það sem á undan var gengið kom ég auga á eina ýsu sem hékk í lensportinu og var hún til helmina innanborðs og útbyrð- is. Þessi vertíðin varð svo heldur endaslepp hjá okkur. Um páska vom allir gengnir í land nema ég og FAXI-43

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.