Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 19

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 19
°g lóðir, beittar með skelfiski, voru lagðar.“ í bókinni eru síðan rakin ýmis dæmi um yfirburði kúffisksins á árunum 1885-6. Varð af þessu full- ut fjandskapur milli þeirra Inn- Djúps og Ut-Djúpsmanna, sem endaði þó með samkomulagi árið 1887, þar sem Inn-Djúpsmönnum með tálbeituna var gert að halda S1g innan ákveðinnar línu í Djúp- Inu með lóðir sínar. Ymsar rannsóknir hafa sýnt, að fiskur getur verið býsna tregur til að taka beitu, þótt hann hafi laðast að línunni. Vill jafnvel brenna við, að hann taki beituna í kjaftinn en sPýti henni út úr sér aftur og getur gengið á þessu góða hríð og er þá undir hælinn lagt, hvort hann hundskast til að gleypa beituna aður en yfir lýkur, eða hvort hann snýr frá snúðugt. Af þessu má ráða að gervibeita hentar ekki við línuveiðar nema því aðeins, að hún sé búin lyktar- efnum sem lokka fiskinn að. Gall- >nn er þó sá, að fiskurinn er ekki ginnkeyptur að gleypa krók egndan gervibeitu. Norðmenn hafa mjög lagt sig í líma við að prófa gervibeitu við línuveiðar en ekki haft erindi sem erfiði. Hefur ^nér skilist, að þeir fái þó um helm- ingsafla af ýsu en lítið af öðrum legundum. Áfram er þó unnið að sh'kum tilraunum í ýmsum lönd- um. Enda þótt unnt sé að nota beitu, sem ekki hefur þýðingu í fiskiðn- Uði, er slík beita þó yfirleitt svo torfengin, að í reynd eru ýmsar nytjategundir að langmestu notað- ar í beitu og er það að sjálfsögðu niikill ókostur. Til dæmis má nefna að Norðmenn nota árlega um 15.(XX) tonn af makrfl í beitu. Og þá vaknar sú spurning, hvort draga megi úr beitunotkuninni, með því að smækka beitumar, án þess að aflasamdráttur eigi sér stað 1 verulegum mæli. Norðmenn hafa einnig gert tilraunir með þetta og Þá kom í 1 jós að unnt er að smækka heiturnar um nánast helming, án Þess af afli minnki. Meðalþyngd stórskornari beitunnar var 26.6. g en þeirrar smáskornari var 15.2 g; uieðalafli af þorski á hverja 100 hróka var 15.6 kg á stærri beituna en 14.7 kg á þá smáu. Munurinn er ekki marktækur. Við veiðar á keilu, löngu og ýsu veiddist í heild 2.3% meiraásmáu beitunaeinsog Gfla 1 sýnir. Tafla I. Samanburður á veiði með smárri beitu (16.0 g) og venjulegri heitu (31.8 g). Plús sýnir aflaaukn- lngu á smáu beituna. Fjöldi Fjöldi Afli fiska fiska íkg % % Keila 1.774 + 7.4 + 1.1 Langa 272 + 25.0 + 25.6 Ýsa 1.513 - 4.1 - 5.6 Annað 190 0 + 2.5 Þessar niðurstöður benda því til þess að unnt sé að lækka beitu- kostnaðinn um helming án þess að afli dragist saman. Gallinn er hins vegar sá, að fiskurinn smækkar. Niðursöður þessarra tilrauna eru samt mjög athyglisverðar og væri fróðlegt að vita, hvort svipaðar niðurstöður fengjust á okkar fiski- miðum. 2.2. Afdrif fisks sem sleppur Fiskur og önnur sjávardýr sleppa ætíð að meira eða minna leyti úr öllum gerðum veiðarfæra og skiptir þá auðvitað mjög miklu máli að þessi fiskur skaddist ekki verulega eða drepist við það að losna úr veiðarfærunum. Nú er tal- ið að fiskdauði af þessum sökum sé umtalsverður í ýmsum gerðum veiðarfæra, en hér verður þó látið nægja að minnast á þann fisk, sem sleppur af krókum. Ekki er mikið vitað um það, hvað verður um fisk, sem sleppur af krókum eða slítur tauminn. Norðmenn telja þó, að þessi fiskur drepist að töluverðu leyti og byggja skoðun sína á því að oft veiðist fiskur með nýlegan krók í kjaftinum en mjög sjaldan fiskur með ryðgaðan krók. Hér er þó frekar um vísbendingu en sönnun að ræða, þvi að mögulegt er að fiskurinn geti losað sig við krókinn áður en til þess kemur að hann byrji að ryðga. Ennfremur ererfitt að gera sér grein fyrir, hvort sár sem fiskurinn fær vegna öngulsins, geta leitt til dauða. Lausnin á því vandamáli er að nota önglagerðir sem halda fiskinum betur, eins og síðar verður vikið að. Þegar fiskur hins vegar sleppur eftir að hafa verið dreginn upp af djúpu vatni, þá eru lífsvonimar enn verri, þar sem sundmaginn hefur skaddast vegna útþenslu. Þetta á einkum við um fiska með lokaðan sundmaga (alla þorsk- fiska t.d.). Tæknileg atriði 3.1. Veiðiaðferðir Við línuveiðar er um þrjár mis- munandi veiðiaðferðir að ræða. Algengast er að leggja línuna á botninn og er það sú veiðiaðferð, sem við er átt, ef talað er um línu- veiði. Oft þykir fiskilegt að fleyta línunni upp með floti með vissu millibili. Eru til ýmsar gerðir af slíkri línu. Ein er svokölluð Lófót- lína (1. mynd). Hún hefur reynst mjög aflasæl á þorsk og er talið, að bjartari hluta ársins geti afli orðið allt að fimmfaldur miðað við venjulega botnlínu. í skammdeg- inu fæst hins vegar ,,aðeins“ um 30% meira. Ýsuafli er 20 - 30% meiri án tillits til árstíma og er hér miðað við reynslu Norðmanna. Ástæður fyrir því að Lófótlínan fiskar betur en venjuleg botnlína eru margvíslegar. Lykt beitunnar berst betur um sjóinn, beitan sést betur og hreyfist og er því girni- legri, afætur eiga ekki eins greiðan aðgang að beitunni og loks er línan grennri og sést því verr og fælir fisk af þeim sökum síður frá. í þriðja lagi er línan svo lögð sem flotlína án allrar snertingar við botn. í þeim hópi eru t.d. bæði laxa- og túnfisklína. í Bandaríkjunum hefur verið gert sérstakt líkan fyrir venjulegar línuveíðar eftir ýmsum gögnum. Líkan þetta er á margan hátt mjög athyglisvert, enda þótt þar sé ekki tekið tillit til allra þeirra þátta, sem máli skipta við línuveiðar. í þessu líkani kemur mjög skemmtilega fram það sem fáum kemur að vísu á óvart, en það er annars vegar afli sem kemur á línuna í hlutfalli af legutíma línunnar og hins vegar beitufjöldi á önglunum einnig í hlutfalli af tíma. Bæði þessi hlut- föll eru sýnd á 2. mynd. Segja má, að línan fiski ekki í réttu hlutfalli við fiskmagn heldur aukist aflinn við vaxandi fiskmagn aðeins upp að einhverju ákveðnu marki. Eftir það eykst aflinn ekki, þar sem önglarnir eru ekki lengur virkir, vegna þess að fiskur er þeg- ar kominn á þá króka, sem ekki hafa misst beituna. 3.2. Taumar Um þetta efni er ekki margt að segja. Eins og þegar hefur komið fram, er línan yfirleitt því fiskgæf- ari sem hún er grennri. Á sama hátt er líklegra, að fiskur taki beitu, ef taumurinn er langur. Þetta er þó mismunandi eftir teg- undum. Ef taumarnir eru lengdir, eykst einnig bilið á milli þeirra, þannig að færri önglar verða á ákveðna lengd af línu. Það leiðir svo af sjálfu sér, að mjög misjafnt getur verið, hvað best hentar á hverjum stað. Það veröur reynslan að leiða í ljós. 3.3. Önglar Onglarnir eru ævagömul veiðar- færi og hafa því haft yfrið nægan tíma til að þróast og fullkomnast. Athuganir í fiskabúrum og með neðansjávarsjónvarpi hafa þó sýnt svart á hvítu, að önglarnir eru afar ófullkomin veiðitæki. í Ijós kom. Timi( klst.) Aflamagn og beitufjöldi á önglum íhlutfalli aflegutíma línunnarmiðað við ákveðn- ar forsendur, sem í þessu tilviki teljast venjulegar. Forsendurnar eru fiskimagn, beitutap af ýmsum ástœðum og,, bitárátta'‘ fisksins (Olsen, 1983). FAXI-51

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.