Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 20

Faxi - 01.02.1984, Blaðsíða 20
að af ýsu veiddust aðeins 3 - 12% þeirra fiska sem réðust á beituna og öngulinn. Fyrir þorsk reyndist veiðihlutfallið 14% og þar kom í ljós, að hvorki meira né minna en 60% af þeim þorski, sem á krókinn fór, tókst að sleppa. Ekki skulum við gleypa þessar tölur sem algildan sannleik. Ein- hvem veginn hljótum við að ætla, að veiðihlutfallið sé mun hærra en 14%, þegar þorskur ,,er á hverju járni“, eins og oft er sagt þegar vel aflast. Helst er hægt að álykta, að veiðihlutfallið hljóti að vera hærra þegar fiskur er mjög svangur. Þeg- ar svo er, ætti hann síður að smjatta á beitunni og skyrpa henni út úr sér, heldur taka hana ákveðið. Engu að síður segja þess- ar tölur mjög ákveðið, að miklu fleiri fiskar ráðist á beituna en þeir sem á dekk koma. Aðurgreindar tölur benda ein- dregið til þess, að jafnvel háþróað- ar línuveiðar eins og Norðmenn teljast stunda, séu a.m.k. að því er önglana varðar hálfklénn veiði- skapur. En Norðmenn framleiða mikið af önglum og fóru létt með að búa til nokkrar gerðir í viðbót í tilraunaskyni. Þær tvær gerðir sem sýndar eru á 3. mynd reyndust mjög vel. Bogakrókurinn var reyndar einkum reyndur á þorsk í samanburði við venjulega króka- gerð. Aflaaukning reyndist 17.1% með nýju önglagerðinni án þess að stærðarmunurinn kæmi fram. Yfirburðir bogakrókanna komu einkum fram þegar afli var tregur. Tvíkrækjan reyndist enn betur, eins og tafla 2 ber með sér, en í þeirri tilraun var ekki um þorsk- veiðar að ræða. Tafla 2. Aflaaukning á tvíkrækju í % miðað við venjulega öngla. Aflaaukning í % Fjöldi flska Fjöldi fiska Aflamagn Keila 945 73.2 83.8 Langa 226 90.2 111.1 Ýsa 989 18.5 23.7 Annað 160 38.5 47.0 Alls 2.020 45.5 58.1 Hér er aflaaukningin að sjálf- sögðu veruleg og er talið, að þrjár aðalástæður liggi þar að baki. í fyrsta lagi er talið, að beitan tolli mun betur á tvíkrækjunni, í öðru lagi séu auknar líkur á því, að fisk- urinn festir á tvíkrækjunni og loks eru minni möguleikar á því, að fiskur losni af tvíkrækjunni. Þá er mjög athyglisvert, að stærri fiskur veiðist á tvíkrækjuna og gæti helsta ástæðan fyrir því verið sú, að stóri fiskurinn slitni síður af. Allt er þetta nú mjög athyglis- vert en þó er ekki alveg hlaupið að því að skipta yfir á þessar nýju krókagerðir. Bogakrókamir munu t.d. (enn) vera um þrefalt dýr- ari en venjulegir önglar af sömu stærð og ekki er víst, að tvíkrækjan sé yfirleitt á markaði enn sem komið er. Þá er við því að búast að nýju önglarnir verði seinbeittari, einkum fyrst í stað, á meðan beit- ingamenn eru að venjast þeim. Ljóst er þó, að mikið er á sig leggj- andi fyrir þá aflaaukningu, sem hér er um að ræða og einnig vegur það þungt, að dauðsföllum þess fisks sem sleppur af önglunum mun væntanlega fækka að mun. Aflaaukningin mun því ekki leiða til samsvarandi sóknaraukningar og er það mikilvægt atriði, enda þótt þar sé um allnokkra óvissu að ræða. 3.4. Vélvæðing veiðanna Þrátt fyrir sjálívirk eða hálfsjálf- virk línuspii eru þó býsna mörg handtökin við þessa veiðiaðferð og vegur þar beitingin þyngst og allt sem henni fylgir. Á síðustu 10- 15 árum hafa þó komið fram ýmsar vélar, sem ekki aðeins beita lín- una, heldur draga hana einnig og gera línuna klára á ný. í töflu 3 er listi um þær línuvélar sem vitað er um í notkun eða hönnun. Tafla 3. Helstu upplýsingar um nokkrar línuvélar. Nr. 1 - 4: Kanada, Nr. 5: Eng- Tafla 3 Nr. Heiti 1 Gill baiter 2 Burrv baiter 3 Simplex system 4 Colwell 5 Autoclip 6 MFC Speedoline 7 Mustad autoline 8 Mustad miniline 9 Java system 10 NN 10 11 NN 11 12 Alaska longl. system 13 Marco Ti-liner 14 Delta land, Nr. 6: írland, Nr. 7-11: Noregur, Nr. 12- 14 USA. Línuvélar draga línuna annað hvort upp á kefli eða stokka hana upp. Kosturinn við uppstokkun- ina er sá, að þá má líta eftir línunni og laga hana á meðan hún er ekki í notkun. Uppstokkaða línan flæk- ist hins vegar frekar í lagningu, en lína sem lögð er af kefli. Af þeim línuvélum sem upp eru taldar í töflunni, vinda vélar nr. 10 og 11 línuna ásamt taumum og krókum upp á kefli. Við vélar nr. 5, 8 og 14 er aðeins línan sjálf undin upp en taumarnir með önglunum á eru fjarlægðir frá línunni þegar dregið er og festir á hana aftur um leið og lagt er. Beitingin fer fram á tvennan hátt. Annars vegar ,,án kerfis“ (krókur- inn dregst í gegnum hrúgu af beitu) og hins vegar „með kerfi" (hver krókur beittur með einni sérstakri beitu). (Orðatiltækin ,,án kerfis“ og ,,með kerfi“ eru að sjálfsögðu hortittir en voru valin af því að þau eru nógu stutt til að rúmast vel í töflunni). „Kerfis- lausa“ beitingin hefur annars reynst viðunandi. Framtíö línuveiða Vegna hækkandi olíuverða hafa ýmsar nágrannaþjóðir okkar markvisst unnið að því að taka upp veiðiaðferðir, sem eru sparar á olíu. Að því er Dani og V-Þjóð- verja varðar, má nánast tala um byltingu. Sú veiðiaðferð sem hætt er við (með mismiklum hraða), er hleratroll. Styst er að fara í tveggja báta togveiðar (40% olíusparnað- ur á landað tonn af fiski), sem njóta vaxandi vinsælda. Þá fer dragnótaveiði mjög í vöxt, svo og veiðar með staðbundnum veiðar- færum, svo sem netum og línu. Við íslendingar eru seinir að taka við okkur að þessu leyti. Veiðar með tveggja báta trolli eru varla komn- Óngla- hreinsari Sjálfvirkur Snúið af taurnum Handunnið Lína Uppstokkuð ” Sjálfvirkt Uppst/kelli Uppstokkuð •• Sjálfvirkt Handunnið Kefli Uppstokkuð Kefli •• Handunnið Uppstokkuð Kefli Kefli/uppst. ar af tilraunastigi og dragnótaveið- ar hafa átt erfitt uppdráttar, en það er þó sennilega að breytast. Tölur frá Noregi sýna, að við línuveiðar er olíueyðsla 0.18-0.30 kg olía á hvert landað kg af fiski Við togveiðar er eyðslan hins veg- ar 0.6 - 1.0 kg olía/kg fiskur. Sam- kvæmt upplýsingum frá tæknideild F.í. var olíueyðsla við línuveiðar okkar 0.21 kg olía/kg fisk, árið 1978 en skuttogaramir fóm þá hins vegar með 0.39 kg olíu/kg fisk. Líklegt er að línuveiðar eigi enn glæsta framtíð fyrir sér, bæði á ís- landi og annars staðar. Ástæða þeirrar bjartsýni er einkum sú, að olíueyðsla er lítil við þessar veiðar og aflinn í háum gæðaflokki. Nauðsynlegt er þó að vinna áfram að því að minnka vinnu við þessar veiðar og halda áfram að bæta lag önglanna. Einnig er ástæða til að rannsaka hugsanlegan fiskadauða af þeim afla, sem sleppur af krók- unum. Íþvískyniskalbentánauð- syn þess að íslendingar eignist neðansjávarsjónvarp, sem reynd- ar kemur að margvíslegu gagni fyr- ir íslenskar fiskveiðar. (Greiti /te.tsi hefur hirtst i Daghók Hampiðjunnar hf.) Heirnildir: Árni Gíslason: Gullkistan. Isafjörður 1944. Bjordal Á.: Effect of different long- line baits (mackerel, squid) on catch rates and selectivity for tusk and ling. ICES, C.M. 1983/B:31. Bjordal Á.: Longline: Fish scale trials with new hook designs and reduced size of bait. ICES, C.M. 1983/B:32. Guðni Þorsteinsson og Á. Bjordal: Yfirlit um veiðitækni og atferli fisks við línuveiðar. Ægir 75 (1982) (8): 427-431. Olsen S. og T. Laevastu: Factors affecting catch of long lines evalutaed with a simulation model of long line fishing. NWAFC processed report 83-04 April 1983. Bciting Fjöldi véla (kerfi) í notkun I9H1 Án Óþekkt Með Ekki á markaði Án Nokkrar Með Yfir 100 Ekki á markaði 1 Handbeitt I I hönnun Án Yfir 60 ” Yfir 25 Með I hönnun 52-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.