Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 7

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 7
ÆVIMINNINGAR KARLS GUÐJÓNSSONAR FIMMTIHLUTI Tveimur mönnum bjargað úr Reykjavíkurhöfn — Niðurlag— Björn drakk blönduna eins og ég hafði fyrir hann lagt og fór svo upp í rúm, en þá var hann farinn að skjálfa. Nú af því aðégvar ekki allt °f vel liðinn þarna þá hugsaði ég nieð mér að ég skyldi nú bara fara, en um leið og ég fór sagði ég við konuna, að ef hann væri ekki hætt- Ur að skjálfa eftir svona 15 - 20 mínútur, þá skyldi hún ná í lækni. Eg fór svo niður í bát, en var alls ekki rólegur yfir þessu. Þess vegna fór ég aftur þangað heim nokkru seinna um kvöldið. Konan kom til dyra og bauð mér inn og sagði svo sem svona: „Hvað skeði?“ Nú það er svo ekki að orðlengja það að eftir að ég hafði sagt henni hvað hafði gerst þá fékk ég nú aðrar og betri viðtökur en áður. En það er að af Pétri að segja að hann var mun betur á sig kominn °g náði sér strax, enda hafði hann ekki lent í kafi og slapp því við að súpa sjó. Skonnortur þær, sem hér komu Vlð sögu voru meðal annars notað- ar til saltflutninga, en þær urðu svo hér innlyksa í fyrra stríðinu, því ekki var talið ráðlegt að sigla þeim aftur heim til Danmerkur á stríðs- túnum. Skonnortustrandið undan Lambastöðum í Garði árið 1918 Árið 1918 í enda stríðsins strandaði skonnorta, sem var með saltfarm, út af Lambastöðum í Garði. Strandið átti sér stað að kvöldi til. Átti ég heima í Gerðum a þessum tíma. Það hafði snjóað töluvert og það var austan bræla °g dimmviðri þannig að skonnort- an hefur tekið of langan suðurslag °g lent á skeri rétt fyrir neðan Lambastaði. Þegar ég kom út á hlað þama Urn kvöldið hafði stytt upp bylinn og sá ég þá eldbjarma út í Garði og sýndist það vera á Lambastöðum. Fór ég þá til Einars Magnússonar kennara og sagði honum frá þessu og Guðmundur B jömsson, sem þá var í Garðinum, slóst í för með okkur, þegar við héldum út eftir. Snjórinn var svo mikill á bökkun- um að við gengum eftir fjömnni og þegar við nálguðumst sáum við að bálið var á skipi, þama úti fyrir. Við fórum sem leið liggur til Geira á Lambastöðum og var sett- ur fram bátur, sex-manna-far, sem hann átti, og á bátnum fómm við út í skonnortuna. Þegar við komum að skonnort- unni vildu nokkrir skipverjanna stökkva út í bátinn til okkar um leið og við lögðum að, en ég sagði þeim bara að hafa sig hæga og vera rólegir, en þegar þetta var gat ég talað dönsku sæmilega, því þá var ég áður búinn að vera um tíma í Danmörku eins og áður er frá sagt. t’eim væri alveg óhætt að vera bara rólegir því þeir væm ekki í yfirvofandi hættu staddir. Síðan fórum við með mennina í land. Daginn eftir kom svo björgunar- skip, en því tóks ekki að ná skonn- ortunni út, en einhverju af saltinu var bjargað, en skonnortan varð til þama. Þessi atburður gerðist um haustið árið 1918, rétt áður en stríðinu Iauk. Enn segir frá veru minni á Ingólfi Eitt haustið sem ég var á Ingólfi, fór Ólafur skipstjóri heim þegar við hættum snurpunótarveiðun- um, en við héldum áfram síldveið- um á bátnum og vorum þá að veið- um með reknet. Segir nú fátt af því úthaldi annað en það, að veiðam- ar gengu illa, því það var mikil ótíð þetta haust. Þegar við svo hættum rekneta- veiðum úti fyrir Norðurlandi þurftum við að liggja inn á Siglu- firði og bíða eftir betra veðri til að komast af stað áleiðis heim. En strax og minnsta lát varð á veðrinu var lagt af stað. Það var snemma morguns að við lögðum af stað og orðið var sæmilega bjart. Þegar við komum út í Siglu- fjarðarkjaftinn var svo mikill sjór að það bláhryggjaði undir bátn- um, sem reis svo hátt á einni bár- unni og skall síðan af þvílíku afli aftur niður, að við höggið festist þjöppuhringur á öxli vélarinnar, og var þá ekki útlit fyrir annað en stöðva þyrfti vélina, svo hún bræddi ekki úr sér. Nú var illt í efni, við þama svo gott sem vélar- vana í þessum hauga sjógangi og ekki annað sýnna en við þyrftum að tefjast enn fyrir noFðan og nú vegna vélarbilunar. Vom nú góð ráð dýr, en skyndi- lega hugkvæmdist mér að ná í sleggju sem ég vissi að til var um borð og sló ég með henni í endann á öxlinum og viti menn þá hrökk hringurinn í réttar skorður. Þegar þetta var um garð gengið héldum við ferðinni áfram í haugasjó og sunnan kalda. Þegar við vomm búnir að keyra í svona hálftíma til þrjú korter vestur fyrir Skaga þá kemur bara eins og veggur úr haf- inu, alveg hvítfyssandi norðan rok, eins og hendi væri veifað. Var þá ekki um annað að ræða en breyta stefnunni dýpra fyrir Hom til að forðast gmnnin inni á Húna- flóa. Þetta óveður stóð alla nótt- ina. Svo þegar birti um morguninn þá vomm við þvert af Homi, en djúpt úti. Ætlunin hafði verið að halda inn til ísafjarðar og halda reknetaveiðunum áfram þaðan, en karlinn treysti sér ekki til að halda inn ísafjarðardjúp vegna veðurs. Ég hef aldrei á ævi minni séð aðrar eins öldur eins og þær, sem ég sá í þessari ferð. Það vom fjórir bátar sem lögðu samferða af stað frá Siglufirði og ætluðum við Ingvar Agnarsson: ÖLDUR Öldur að landi líða, lyftast að klettum hátt, undan storminum stríða, stynja og deyja brátt. Stormar að landi lemja, löðrandi bárufans, engum þœr tekst að temja trylltan er stíga dans. Einn er á bát í brimi, berst við að komast heim, hraustur með heila limi, heill úr þeim bárusveim. V____________________________________ FAXI-67

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.