Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 8

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 8
GOTT HANDVERK í 20 ÁR I 20 ár hefur Ragnarsbakarí bakað fermingaríertur fyrir suðurnesja- menn, í tilefni þess bjóðum við ferm- ingarterturnar á sérstöku afmælis- verði. Eða því sem nemur kostn- aðarverði tertunnar. 12 manna rjómaterta kr. 480.00 15 manna rjómaterta kr. 600.00 20 manna rjómaterta kr. 800.00 30 manna rjómaterta kr. 1200.00 TERTUBÓK ca/20 manna kr. 1050.00 30 manna kransakaka kr. 1200.00 50 manna kransakaka kr. 2000.00 40 manna kransahorn kr. 1600.00 70 manna kransahorn kr._2800.00 Pantanasími 2120 tertupakkinn \ veisluna er keyptur hjá okkur þá útvegum við brauðterturnar * /CgySSS GAUKSI # Rakarí ) \X4 n að hafa samflot. Einum bátnum misstum við sjónar af um nóttina. Það var bátur sem gerður var út af Kveldúlfi. Hinir bátamir voru Sól- eyjan, sem fórst héma við Stafnes- ið í Halaveðrinu árið 1925 og svo var það Svanurinn hans Lofts, og vomm við þrír eftir þarna í sam- floti, þegar birti um morguninn. Nú þegar farið var að slá upp undir og ekki þóttu tiltök að fara innDjúpiðvaráformaðaðfarainn v á Önundarfjörð, en þegar við komum upp undir fjarðarkjaftinn þá skaraði ekki landa á milli. Þá var ekki um annað að ræða en slá frá og halda lengra suður með Iandinu og komumst við svo inn á Dýrafjörð. Ég var kunnugur á Dýrafirði, því þar hafði ég verið 13 ára gamall hjá Sigurjóni frænda mín um á Þingeyri. Pama á leiðinni inn fjörðinn þótti mér karlinn fara nokkuð of nálægt landi í norðan- verðum firðinum í shkum sjógangi sem þarna var, því ég mundi að þama var útgrynni. Þegar ég impr- aði á þessu við hann svaraði hann því til að þetta hlyti að vera í lagi úr þessu því það færi að slétta. En hann var ekki búinn að sleppa orð- inu þegar brot tók sig upp og braut á okkur. Þetta var sem sé grunn- brot og það kolbraut á okkur, en sem betur ferð gerði það minni usla en á horfðist. En annað brot i- kom á eftir, sem reis upp alveg undir hælnum á bátnum og reisti hann upp og rak hann síðan á und- an sér og brotnaði sú kvika síðan akkúrat undir bátnum miðjum. Við vorum með jullu bakborðs- megin í davíðum og lagðist bátur- inn á bakborðssíðuna alveg á möstur þannig að jullan fór náttúr- lega á bólakaf. Með tilliti til þess- ara aðstæðna datt okkur ekki til lifandi hugar að báturinn næði því að reisa sig. Mín skoðun er sú, að margir bátar, sem farist hafa á púra lensi, hafi kastast svona fyrir og bara ekki komið upp aftur. En það var lítil hætta með okkur skip- verjana þó illa færi, því Svanurinn var ekki nema svona 20 - 30 faðma frá okkur. En Ingólfur reif sig upp og reisti sig við alveg eins og hendi væri veifað. Gerðist þetta svo snöggt að þegar báturinn reisti sig við sprakk botninn úr jullunni, en hún hafði að sjálfsögðu verið á bólakafi. Einnig brotnaði lunning- in töluvert. Á Þingeyri var síðan gert við bátinn eftir áfallið. Svo þegar fært var, fómm við til ísa- fjarðar. Þegar við höfðum verið þar í sólarhring kom skeyti að sunnan þess efnis, að við ættum að halda tafarlaust heim. Eitt sumarið um þetta leyti vildu Svíarnir ekki kaupa saltsíldina fyrir það verð, sem eigendurnir töldu sig þurfa að fá. Þá tók Loftur 68-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.