Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 9

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 9
MINNING HANNES ARNÓRSSON SÍMSTÖÐVARSTJÓRI í SANDGERÐI FÆDDUR 8. FEBRÚAR 1899 DÁINN11. DESEMBER 1983 Þann 11. desember síðastlið- inn lést eftir erfiða sjúkdómslegu frændi minn, Hannes Arnórs- son, áður forstöðumaður Pósts og síma í Sandgerði. Utför hans var gerð frá Ut- skálakirkju þann 21. desember. Hannes var fæddur í Tungu í Dalamynni í Nauteyrarhreppi við Djúp 8. febrúar árið 1899, og var hann því kominn fast að hálf- níræðu, er hann lést. Foreldrar hans voru Amór Hannibalsson Jóhannessonar og konu hans Sigríðar dóttur séra Arnórs Jónssonar prófasts í Vatnsfirði - og Sigríður Jóns- dóttir Zakaríassonar bónda í Botni og síðar að Dröngum í Dýrafirði. Jóhannes langafi Hannesar var sonur Guðmundar Sigurðs- sonar hins sterka á Kleifum í Skötufirði, sem fjölmennar ættir eru frá komnar við ísafjarðar- djúp. Ættir séra Amórs eru kunnar og auðraktar suður um Dali og Borgarfjörð og allt austur í Arnes- og Rangárvallasýslur. Arnór faðir Hannesar var móðurbróðir minn, og við Hann- es þannig systkinasynir. Foreldrar Hannesar, Amór og Sigríður, bjuggu alla sína bú- skapartíð í Tungu í Dalamynni og varð þeim þar átta bama auðið. Var Hannes elstur þeirra. Hin hétu og voru í þessari aldurs- röð: Sigríður, Ingibjörg, Ingi- bjartur, Matthías, Stefanía, Guðmundur og Ása Lilja. Em f jögur þeirra á lífi og fjögur látin, þegar þetta er ritað. Oll voru þau systkini hið mannvænlegasta fólk. Amór í Tungu var fjölhæfur hagleiks- maður og mátti svo segja, að allt léki í höndum hans, sem hann snerti á. Var hann og fulllærður járnsmiður. Kom hagleikur hans og verkkunnátta nágrönnum hans oft vel, enda vel við vikist, þegar eftir aðstoð var leitað. Arnór var sannkallað ljúf- menni, vel greindurogvellesinn, enda naut hann mikilla vinsælda í sveit sinni. Hann lést síðla árs 1922. Hannes fór 1918 til náms í Núpsskóla séra Sigtryggs Guð- laugssonar og var þar 2 vetur. En þangað sóttu margir ungir Vest- firðingar góða undirstöðu- fræðslu og mannbætandi upp- eldisáhrif. Að námi loknu á Núpi fór Hannes svo til náms á Hvanneyri og varð búfræðingur þaðan, enda stóð hugur hans þá og lengi síðan til búskapar, þó sá draum- ur rættist ekki og leiðir lægja í aðrar áttir. Næstu árin stundaði Hannes verkamannavinnu bæði fyrir vestan og hér syðra, einnig kaupavinnu á summm víða í Borgarfirði. Par kynntist hann fyrri konu sinni, Finnbjörgu Sig- urðardóttur frá Lambhaga í Skil- mannahreppi. Hannes mun hafa flutt suður árið 1928, um haustið, en fyrr á því ári stofnuðu þau Finnbjörg til hjúskapar. Áttu þau fyrst í stað heima í Reykja- vík, en 1930 fluttu þau til Sand- gerðis og bjuggu þar alla tíð, þar til Finnbjörg lést 1952. Hjóna- band þeirra Hannesar og Finn- bjargar var hið farsælasta, og eignuðust þau þrjú böm, sem öll hafa fyrir löngu stofnað eigin heimili: Pau heita Magnús, Ema og Arnór, og em öll búsett á Suð- umesjum og í Reykjavík. I fyrstu stundaði Hannes al- menna verkamannavinnu í Sand- gerði, en tók þó brátt að stunda skósmíði í hjáverkum. Varð sá starfi honum nokkur tekjubót, því að enginn viðvaningsbragur var á handbragði hans, þótt ekki væri hann faglærður í iðninni. Það mun hafa verið vorið 1934 eða ’35, sem Hannes gerðist for- stöðumaður Pósts og síma í Sandgerði, og gegndi hann því embætti af mikilli samviskusemi allt þar til er hann varð sjötugur og varð sem aðrir að hætta í opin- bem starfi fyrir aldurs sakir. Ekki hafði Hannes, svo að ég viti, nein opinber afskipti af stjórnmálum, en ólíklegt þykir mér, að hann hafi ekki gert upp hug sinn í slíkum málum, svo gjörhugull alvörumaður sem hann var. Ymsum aukastörfum gegndi Hannes, og öllum af sömu ná- kvæmni og trúmennsku. T.d. hafði hann á hendi umboð fyrir Happdrætti Háskólans og lagði í það mikla vinnu. Hannes var tvíkvæntur. Seinni kona hans, Anna Sveinbjöms- dóttir, er norðlenskrar ættar, mikil dugnaðar- og sæmdarkona. Tók hún mikinn þátt í gæslu Pósts og síma, meðan Hannes lifði, og svo hafði Finnbjörg, fyrri kona hans einnig gert. Pegar Hannes lét af störfum stöðvar- stjóra, eins og fyrr segir, tók Anna algerlega við stöðvar- stjóraembættinu og gegndi því um margra ára skeið. - Pau Hannes og Anna eignuðust þrjú böm, og heita þau: Sigríður, Jó- hann og Matthías, allt fullorðið fólk og þegar flogið úr hreiðri. Hannes Arnórsson var hæglát- ur í fasi og framkomu, en þó tel ég, að hann hafi verið skapmað- ur. Hann var hagleiksmaður, svo sem faðir hans, og iðjusemi var honum í blóð borin. Pá segja mér allir, sem vel þekktu til starfa hans, að allt, sem hann tók að sér, hafi hann rækt af mikilli alúð og stakri samviskusemi, og að í dagfari sínu öllu hafi hann ekki mátt vamm sitt vita. Er það og mitt álit, að með Hannesi Arnórssyni sé genginn góður þegnskaparmaður, sem aldrei níddist á því, sem honum var til trúað. Hannibal Valdimarsson. a leigu seglskip með hjálparvél. Hét þetta skip Njáll og var frá Reykjavík. Flutti svo Njáll alla saltsíldina, sem Loftur átti fyrir norðan, suður til Reykjavíkur. mðan vorum við svo í transporti á Jngólfi að flytja síld til Eyrar- oakka, en bændur í Ámes- og Bangárvalasýslum keyptu hana til skepnufóðurs. Pannig var þetta Pað sumarið, að mest af þeirri síld Sem söltuð var fór í skepnufóður, og fóru þá margir síldarsaltendur á nausinn. Meðan ég var á Ingólfi vildi það óhapp til að hann slitnaði upp af legunni í Sandgerði og rak á land niður undan Þórustöðum, en hann skemmdist furðu lítið. Man ég að við tókum vélina úr bátnum á strandstaðnum og gekk það von- um framar. Á meðan gert var við Ingólf lá það fyrir mér að ráðast vélstjóri vestur á ísafjörð á bátinn Hörpu. Þar var ég vetrarvertíð á línu og á skaki um sumarið á Húnaflóamið- um. Á vertíð með Magnúsi í Höskuldarkoti og því næst á Hafnarfjarðarbátum Eina vertíð réri ég með Magnúsi Olafssyni í Höskuldarkoti, á Baldri, sem seinna lá svo lengi á fjörukambinum niður undan Hö- skuldarkoti eftir að hann var ónýt- ur orðinn. Magnús var harðdug- legur og harðsækinn sjósóknari, sem hvorki hlífði sér né skipshöfn sinni, enda fiskaði hann vel bless- aður karlinn. Sumarið næsta þama á eftir var ég á báti frá Hafnarfirði. Báturinn hét Gunnar og var ég einnig ráðinn á hann vertíðina eftir. En rétt fyrir vertíðarbyrjun gerði mikið vestan rok. í því veðri slitnaði Gunnar upp af legunni og brotnaði í spón við uppfyllinguna fyrir neðan at- hafnasvæði Einars Þorgilssonar. Daginn áður en þetta átti sér stað hafði Magnús í Höskuldarkoti haft tal af mér og falað mig með sér aftur á vertíð, en ég sagði honum sem var, að ég ætlaði að vera áfram FAXI-69

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.