Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 10
á Gunnari. Þá sagði Magnúsi að úr því yrði nú ekki, því sá bátur færi nú ekki á vertíð framar og sú varð reyndar raunin á eins og að framan getur. Þegar það var ljóst orðið hringdi ég í Magnús. Um þetta leyti átti ég heima í Hafnarfirði. Tjáði ég Magnúsi hvemig komið væri og um leið að ég, væri þess fýsandi að ráða mig hjá honum. En Magnús hafði þá ráðið mótor- ista kvöldið áður, og sá maður var Eiríkur Þorsteinsson. Þessa vertíð var ég svo á báti, sem Guðrún hét og Olafur Davíðs- son gerði út frá Hafnarfirði. Kyndarí á b/v. Ver frá Hafnarfirði Það næsta sem beið mín á sjó- mannsferlinum var að fara á tog- ara. Var ég á togaranum Ver frá Hafnarfirði með Snæbimi Ólafs- syni. Fyrsta vaktin mín þar um borð er eitt það versta sem ég hef komist í á ævi minni. Ég hélt hrein- lega að ég mundi drepast og skildi ekkert í að nokkur maður gæti hafa þrek í þetta. Eftir fyrsta sólar- hringinn minn þarna fór ég að hugsa, að það gæti bara ekki stað- ist að þetta ætti að vera svona erfitt. m/b Geir Goði GK-280 sem Karl hefur getið um í þessum frásögnum um liðna tíð. Geir Goði var systurskip við m/b Valborgu og byggður um leið í Danmörku. Karl var vélstjóri ískipshöfn þeirri ersótti Valborgu 1916, eins ogfram hefur komið, en hann var síðar stuttan tíma sjómaður á Geir Goða. Á myndinni eru nokkrir þeirra Keflavíkurbáta er lönduðu við trébryggjuna innan við hafnargarðinn, sern enn er stuttur. Á garðinum eru nokkrir menn að undirbúa stœkkun hans og steypuefni er komið á staðinn. Vestan víkurinnar stendur lifrarbræðslan og beinaverksmiðjan. Til ferm ingargjafa og annarra tœkifœrisgjafa. Einnig mikið úrval afannarri hvítri gjafavöru. 11 í herbergjum ungafólksins er GRAFIK mynd til prýði. Þærfást í miklu úrvali hjá £ InnRömmun SuDunnesjn ijjSy ^5^18 Vatnsnesvegi 12 - Keflavík Sími 3598 Það væri óhugsandi að það væri bara nokkur maður til, sem gæti orkað þessu puði. Eftir að ég fór svo að athuga minn gang betur varð niðurstaða mín sú, að mig vantaði bara að koma kolunum betur út í síðurnar, svo það kæmi ekki kalt loft þar upp. Síðan eftir að ég fann þetta, út hafði ég bara ekkert fyrir því að vinna kyndara- starfið. Ekki var ég nema eitt haust á togaranum og féll mér vistin þar um borð vel, eftir að ég komst upp á rétta verklagið. Annars gekk yfirleitt illa að manna í kyndarastörfin, því marg- ir gáfust fljótt upp í því starfi. Frá veru minni á togaranum Ver minn- ist ég þess að maður var oft að sniglast upp í brú á frívaktinni. Snæbjöm skipstjóri var þá ungur maður og nýr af nálinni í þessu starfi, kátur, glaður og skemmti- legur. Einu sinni þegar við vorum þama í brúnni segir hann sem svona: „Haltu nú héma smástund við stýrið, meðan ég skrepp niður að fá mér kaffisopa". ,,Já, já og hvað á að stýra?“ segi ég. „Eins og horfir segir hann“. Fór hann svo niður og ég hélt við sem horfði. Eftir svona 10-15 mínútur kemur Snæbjöm upp aftur og segir svona við mig. „Hvað er þetta maður, ertu ekki farinn að hífa. Það er orðið fullt trollið". „Auðvitað er trollið orðið fullt og tímabært að 70-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.