Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 12

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 12
Krístján A. Jónsson BÁTAÚTGERÐ SUÐURNESJA- MANNA Á í VÖK AÐ VERJAST Frá alda öðli og þar til nú á síð- ustu árum hafa íslenskir sjósókn- arar mátt veiða eins mikið af þorski og öðrum bomfisktegund- um og þeir hafa frekast getað. Engan þarf því að undra á þeirri óánægju, sem nú ríkir meðal þeirra sem beinna hagsmuna hafa að gæta af fiskveiðum, og öryggis- leysis gæti hjá þeim og öðmm landsmönnum, sem skilja sam- hengið milli undirstöðuatvinnu- vega þjóðarinnar og góðrar efna- legrar afkomu þegnanna og þjóð- arheildarinnar. Akvörðunin um að taka upp aflatakmarkanir þær, sem nú hafa séð dagsins Ijós og ganga undir heitinu ,,kvótakerfi“, var tekin á síðasta aðalfundi L.Í.Ú., sem haldinn var á Akureyri í haust. Afli hvers skips s.l. þrjú ár er aðalviðmiðunin við úthlutun kvót- ans, sem gilda á árið 1984, hvað við tekur þar á eftir hefur ekki verið ákveðið. Porskaflinn í ár er samkvæmt kvótanum áætlaður 220 þúsund tonn. Er það um þriðjungi minni þorskafli en í meðalári, og viðmið- unin byggist á niðurstöðum rann- sókna fiskifræðinga, sem benda til að ekki sé ráðlegt að mæla með meiri þorskveiði í ár. Astæður þess að grípa verður til alvarlegri þorskskömmtunar í ár en að undanfömu eru eflaust margar og margbreytilegar, sumar augljósar, en aðrar ef til vill illskýr- anlegar og verður ekki farið út í umfjöllun um slíkt hér að neinu marki. Við ríkjandi aðstæður er aug- ljóst að vandamálið snýst fýrst og fremst um það, að skipta þarf til- tölulega litlu þorskmagni milli allt of margra þorskveiðiskipa. Þó er sú gleðilega staðreynd nú ljósari með hverjum degi sem h'ð- ur, að þorskafli flotans er betri og jafnari, það sem af er árinu, en reiknað var með, svo segja má að hann sé allt of góður til að rétt- lætanlegt sé að skorða ársafla- markið við það, sem kvótinn mið- ast við. Fjöldi vertíðarbáta er nú þegar búinn, eða um það bil að verða f N ÞORSKAFU A ISLANDSMIÐUN 1950 1984 (i þús.tonnum) □ AFLI útlendinga Bafli íslendinga 500 Stækkun fiskveiðilögsögunnar frá 1952 til 1975 Þegar við skoðum meðfylgjandi töflu um þorskafla á íslandsmiðum árin 1950-1984, er ef til vill ekki úr vegi að rifja upp sögulegar staðreyndir í landhelgisbaráttu okkar á umræddu tímabili. Þá er þess fyrst að geta að útfærslur fiskveiðilögsögunnar á tímabilinu voru fjórar alls. í öll skiptin mættum við harðri andstöðu Breta og fleiri þjóða, sem fískað höfðu á íslands- miðum. Fyrst þessara útfærslna var gerð 15. maí 1952. Þá var lögsagan færð úr þremur mílum í fjórar og öllum fjörðum og flóum lokað fyrir veiðum útlend- inga. Næst var fært út í 12 mílur, þann 1. september 1958. Reglugerðin um 50 mílna lögsögu gekkí gildi 1. september 1972 og200 mílna fiskveiðilögsagan 15. október 1975. Allt voru þetta einhliða ákvarðanir af.okkar hálfu, byggðar á framvindu hafréttarmála á alþjóðavettvangi, en sú þróun hefurgengið málstaðokkar í vil og svo mun enn verða. k_____________________________________________________________) búinn, að veiða þann tonnafjölda af þorski, sem kvóti þeirra hljóðar upp á. Atvinnuleysi blasir við af þeim sökum í heilum byggðarlög- um og landshlutum. Fréttir herma að yfir 300 leiðréttingarbeiðnir vegna kvótaúthlutunar hafi borist frá útgerðarmönnum. Kjarni málsins er sá að kvóta- kerfið stenst ekki eins og það blasir nú við. Höfuðforsenda þess, sem var algert hrun þroskstofnsins, virðist sem betur fer ekki vera til staðar í þeim mæli sem óttast var. Meiri þorskur er á miðunum en búist hafði verið við. Allir hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi verða nú þegar að snúa bök- um saman, taka á sig rögg og stokka upp kvótakerfið. Væri t.d. ekki vænlegt ráð að draga úr tittadrápinu? Það væri hægt að gera með því móti að hverfa frá því ráði að miða þorsk- kvóta hvers skips eingöngu við tonnafjölda, en þess í stað mætti úthluta tilteknum þorskafjölda á hvert skip. Tiltölulega einfalt ráð til að friða ungfiskinn og án aukakostnaðar, þar sem ferskfiskmatið annast stærðarmat nú þegar og veiðieftir- litsmenn munu áfram gegna sínu hlutverki. Meðalþyngd kynþroska þorsks er talin vera um 3.300 kg. Meðal- þyngd þorsks sem veiddur var á s.l. ári og komið var með til lönd- unar reyndist vera 3.360 kg. - Uggvænlegur sannleikur það. Astæða minnkandi þorskafla á íslandsmiðum í tonnum talið flest undanfarin ár, er sem sagt ekki sú að þorskarnir (þyrslingamir, stút- ungarnir, tittimir), hafi verið of fáir, heldur hafa þeir verið of smá- ir. Sóknarþunginn er of mikill og ekki hefur verið hirt um að friða uppeldisstöðvarnar eins mikið og nauðsynlegt hefði verið. Meðalþyngd þeirra þorska sem veiðast hér eftir verður að vera meiri. Færri þorskar verði veiddir árlega en stærri. Sú þarf raunin að verða og til þess að það verði, þarf að gera viðhlítandi ráðstafanir nú þegar. - Þjóðarheill er í veði. - 72-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.