Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 15

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 15
Jón Tómasson: Oskabam þjóðarínnar 70 ára Stofnfundur Eimskipafélags íslands var haldinn laugardaginn 17. janúar 1914. Fundurinn var settur í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík en var síðar fluttur í Fríkirkjuna þar eð hún gat tekið á móti fleiri fundarmönnum, en þeir komu alls staðar að af landinu, ásamt fulltrú- um Vestur-íslendinga, sem einnig höfðu fyllst brennandi áhuga fyrir því að óskabarn þjóðarinnar gæti orðið til. Það hafði orðið þjóðarvakning um það nauðsynjamál að íslendingar ættu, réðu yfir og stjómuðu sjálfir bæði til sjós og lands, hafskipum til að annast viðskipti okkar við önnur lönd. Margra alda myrkur, vonleysi, fátækt og einangrun hafði þjakað ánauðuga þjóð, svo mjög að hún kynni að hafa glatast algjörlega ef hún hefði ekki átt mergjað mál sem varðveitti sagnir af fögmm fleyjum og fræknum köppum, sem unnu sér frama og fjár í ferðum til gósen landa handan við hið mikilfenglega og gjöfula haf. í nokkra áratugi hafði morgunskíma verið að færast yfir íslenskt þjóðlíf. Að fenginni Stjómarskrá 1874, sem veitti þjóðinni löggjafa- vald og fjárforræði, auk rýmkunar á mannréttindum, hefst nýr dagur í skugga liðinna alda. Smám saman styttust skuggamir og með nýrri stjórnskipan 1904 má segja að verkljóst sé, enda vaknar þá þjóðin til margra og stórra verkefna, sem borið hafa ríkulegan ávöxt og fært okkur á bekk með menningar- og framfaraþjóðum. Við höfum stund- um átt því láni að fagna að standa þannig að verki að átakið hafi komið frá allri þjóðinni. Svo var um stofnun Eimskipafélags íslands. Farsælir forgöngumenn félagsins unnu frumundirbúning að stofnun félagsins í kyrrþey svo að naumast verður séð hver var frumkvöðull, þó að ætla megi að það hafi verið Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti íslenska lýðveldisins. Þá var það mikilvægt að málefnið varð aldrei pólitískt. Fjöldi skálda og hagyrðinga ortu hvatningarljóð málinu til framdráttar og einnig velfarnaðarheill til fyrstu skipanna, er E.S. Gullfoss kom til •andsins 15. apríl 1915ogE.S. Goðafoss29. júní 1915. Um allt land unnu ungir sem gamlir að þvi að afla hlutafjár, sem þurfti að vera mikið á mælikvarða fátækrar og fámennrar þjóðar. En þjóðin stóð á tímamótum, nær alvarlegri og afdrifaríkari tíðindum en nokkurn gat þá grunað. Heimsstyrjöldin fyrri skall á hálfu ári eftir að smíðasamningur var gerður við danska skipasmíðastöð um smíði tveggja skipa sem átti að afhenda í janúar og apríl 1915. Afhendingu seinkaði lítillega. Það sem mestu máli skipti var að skip félagsins voru mönnuð íslenskum skipshöfnum, lutu íslenskri lögsögu og þjónuðu íslensku framtaki. Þetta kom sér vel þegar sigling til Evrópulanda lokaðist vegna ófriðarins og hefja varð siglingar til Ameríku. Á þeim tímum dugði engin ,,bænaskrá“ til erlendra útgerðarfélaga um ferðir til fslands með nauðþurftir, enda skip þeirra mörg tekin til hemaðamota og önnur voru á hafsbotni. E.S. Flóm, sem Björgvinjarfélagið hafði í siglingum milli íslands og Noregs var sökkt og Sameinaða gufuskipa- félagið danska varð að láta skip sín til annarrar þjónustu. Fossarnir urðu því strax afgerandi stoðir að því framþróunarskeiði er hafið var. Þeir sönnuðu þjóðinni mikilvægi sitt strax á fyrstu misserum. Það er augljóst að ekkert fyrirtæki - engin framkvæmd, sem gerð hefur verið á íslandi, fyrr eða síðar, hefur átt jafn heitar óskir eða átt jafn traustan stuðning allrar þjóðarinnar. Andrúmsloftið og ákafinn við að verða að liði var heitur eins og eldgos og spennandi eins og ævintýri. Það var staðreynd að „Óskabam þjóðarinnar" var réttnefni. Nú, á afmælisárinu, á félagið 15 skip og er með 5 leiguskip að auki, svo mjög hefur flutningaþörfin aukist. Á sjötíu ára starfsferli félagsins hefur það þroskast meira en nokkurt hugarflug gat órað fyrir, enda heyrist bamsheitið æ sjaldnar. Ljóminn af frumburðinum hefur tekið nokkrum breytingum, eins og jafnan gerist er bömum fjölgar. En brautryðjendastarf Eimskipafélags íslands verður seint þakkað að fullu. Auk þess að hafa verið um langt skeið farsælasta og hagsælasta samgönguleið landsmanna, kringum landið og til annarra landa, hafa skip félagsins hvarvetna verið til sóma fyrir ísland. Velbúin, velhirt hafa þau skartað okkarfagraþjóðfánaogborið þjóð okkar og íslenskri sjómannastétt fagurt vitni. Þar varð farmanna- stéttin til, en hana skipa nú nokkur hundmð sjómanna, bæði yfirmenn og hásetar, stétt sem þolir samanburð við samstarfsmenn stórþjóða. Nokkur útgerðarfélög hafa komið í kjölfar Eimskipafélags íslands og verður ekki betur séð en að atvinnuvegur þessi sé nú blómlegur. Það er athyglisvert fyrir okkur Suðumesjamenn að rætur margra þeirra liggja hér um Skagann. T.d. voru lang stærstu hlutir í Eimskiptafélagi Rey k javíkur í eigu Einars G. Einarssonar í Grindavík og bama hans og tengdasona. E.í. keypti síðan skip E.R. er það hætti störfum. Finnbogi Kjeld úr Njarðvík er eigandi að Skipafélaginu Víkur h/f, sem gerir út 3 fragtskip. Einnig hafa Suðurnesjamenn verið eigendur að stómm hluta í Hafskip, sem á 5 skip og er auk þess með 2 leiguskip. En það var ekki bara í útgerð farskipa sem áhugaeldur Eimskips- manna hitaði þjóðina upp til dáða. Á flestum eða öllum sviðum þjóð- lífsins varð vakning. Ymsar verklegar framkvæmdir sigldu í kjölfarið. Mennta þurfti menn til nýrra starfa og auka þekkingu við þau fábreyttu störf er fyrir voru og skólar og sérskólar vom stofnaðir. Gmnnur sá er þjóðin byggði afkomu sína á margfaldaðist. Þjóðin fann að hún hafði varpað af sér áþján og oki margra liðinna alda. Öllum bar að vaka og vinna. Öld framtaks og farsældar blasti við og þjóðin var sameinuð, sam- taka í að lyfta Grettistaki. Öskum fermingarbömum til hamingju med ferminguna og framtíðina. Reiðhjóla- verkstæði Hennings Hafnargötu 55 — Keflavík Sími1130 STOFNFUNDUR Psoriasis- og exemsjúklingar munið stofnfund deildarinnar í dag, 24. mars kl. 14 á Glóðinni. Undirbúningsnefnd. FAXI-75

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.