Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 17

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 17
lr>. Eg beið þangað til að mér kom. Hafið var lognkyrrt eins og spegill, svo ekki var brot á ránar klæði. Fljótlega byrtist stýrimaður og heilsar mér glaðlega. Eegar ég tók undir kveðjuna leit ég framan í hann, og hvað sá ég? Jú, það var ekki um að villast, þetta var Júlíus. Hann þekkti mig strax. Síðan sagði hann nokkur orð við starfsbróður sinn, að því búnu tók hann mig með sér og sagði að ekki mætti minna vera en eg drykki með sér kaffisopa. Næstu 20 mínúturnar eða svo rifj- uðum við upp gamlar minningar °g óskuðum hvor öðrum góðrar ferðar og kvöddumst með vin- semd. Síðan hefi ég ekki séð hann. Mörgum árum seinna keypti ég bókina Skipstjórar og skip eftir Jón Eiríksson skipstjóra. Þar er U'ynd af Júlíusi og helstu æviatriði hans rakin. Þar segir m.a. að hann hafi andast 19. feb. 1969 aðeins 56 ara að aldri. Blessuð sé minning hans. En það voru fleiri menn á Víði Þetta sumar, sem voru eftirminni- ^egir. Einn þeirra hét Tómas Jóns- s°n, venjulega kallaður Tommi rauði af kunningjum. Eg hygg að tvennt hafi komið til með nafngift- •na. Tommi var rauðhærður, og hann var einnig mjög róttækur í Pólitík. Hann hafði verið á sjó á fraktskipum og fiskiskipum og nú Sagðist hann ekki fara á sjó meira heldur vinna í landi. Tommi var skemmtilegur maður. Hann var alltaf í góðu skapi. Hann kunni tT,örg kvæði og þó sérataklega bar- áttukvæði. Hann sagðist kunna hyltingarsöngva á 8 tungumálum. Hg lærði 1 ljóð á ítölsku. Tommi Sagði að ég færi rétt með það, en aldrei hefi ég nú reynt að sann- Prófa það. Mig langar að láta hér fy!gja ljóð á ítölsku og í íslenskri Þýðingu, hvortveggja á ábyrgð Tomma: „Avanti popel, A lari skossa, Bandararossa mann fríf- era‘‘ það útleggst: „Fram allir verkamenn og fjöldinn snauði, því fáninn rauði vort merki er.“ Margt fleira söng Tommi, sem e8 man ekki lengur. Það var undravert hvað hann með þessum jóðsöng sínum lyfti okkur, ég vil Segja á hærra svið. Fékk menn til að gleyma stritinu og öllu baslinu í bili og gleðjast af litlu tilefni í góð- Urr> félagsskap. Slíkir menn eru gulls ígildi. Þar að auki var Tommi hraustmenni til átaka og bráðdug- egur til allra verka. Einn mann eiin vil ég minnast á, sem var á Víði Petta sumar. Hann hét Finnur og var stýri- utaður. Finnur var úr Vestmanna- eyjum. Ekki man ég hvað húsið hét, sem hann átti heima í, mig ^uinnir þó að það héti Kirkjuhóll. Finnur var fallegur maður. Hann var í hærra meðallagi á hæð, vel og sterklega vaxinn, enda sterkur vel og fylginn sér. Hann var ljóshærð- ur og bláeygður, hreinn norður- landabúi. Mér er enn í fersku minni atvik sem gerðist um borð í Víði þetta sumar. Það var komið fram í síðara hluta ágústmánaðar. Seinni hluta dags köstuðum við á síldartorfu n.a. af Málmey, Feng- um við 300-400 mál og þótti það gott kast. Þegar búið var að háfa og ganga frá öllu voru bátarnir settir aftaní, en ekki nema um 1/3 af slefurunum gefinn út. Það var talið að bátarnir verðu sig betur, ef stutt væri í þeim og er ekki ástæða til að orðlengja það. Eftir 2-3 klst. vorum við komnir upp á Hrauna- krók, en það er austast og innst í Haganesvík, undan bænum Hraunum. Þá voru bátarnir dregn- ir að, þegar búið var að stoppa skipið. Kom þá í ljós að það mátti ekki seinna vera, því þeir voru al- veg að fyllast og nær sokknir en sem betur fór sluppum við frá því óláni, þó litlu munaði. Nú var nótin tekin upp úr bátunum og látin í gangana. Síðan eru bátarnir settir aftaní og hafðir öfugir, afturendinn lát- inn ganga á undan. Þeir voru burð- armeiri að aftan og þoldu þess vegna meira á afturendann. Þegar allt var tilbúið og hægt að fara að dóla af stað að nýju þá kallar Finn- ur stýrimaður og spyr hverjir eigi næstu stímvakt. Ég kalla á móti að við Steini Vill eigum vaktina. Þor- steinn Vilhjálmsson var úr Rang- árvallasýslu frá Syðri-Hömrum í Holtum, hörkumaður og óvílinn. Þá kemur skipun frá skipstjóran- um að við Steini Vill eigum að vera í bátnum, ég í þeim aftari og Steini í þeim, sem nær var skipinu. Ég kalla strax í Finn stýrimann og spyr hvort hann ætli að ansa þessu og gefa bátana út. Nei sagði Finnur við önsum ekki slíku og komið þið upp, svo við getum farið að dóla af stað, þá kemur skipstjórinn og spyr hvort við neitum því sem okk- ur sé sagt að vinna. Ég var fljótur til svars og játaði því. „Þessu öns- um við ekki,“ og þar við sat. Við vorum 5 klst að berja frá Hraun- krók að Bakka á Siglufirði. Þegar þangað kom voru bátamir dregnir að. Báturinn sem var nær, var á sínum stað, en sá aftari hefir ekki sést síðan, að ég best veit. Ég segi þessa sögu ekki til að sverta skipstjórann fjarri fer því, hann var vanur harðir lífsbaráttu og hlýðni og krafðist þess sama af undirmönnum sínum, en kapp er best með forsjálni. Skrifaðíjan. 1979. Læknaritari Læknaritara vantar nú þegar til afleys- inga við Sjúkrahús Keflavíkurlæknis- héraðs og Heilsugæslustöð Suður- nesja, Keflavík. Skriflegar umsóknir berist forstöðu- manni. Forstöðumaður. NJARÐVÍK Fasteigna- gjöld Annar gjalddagi fasteignagjalda 1984 var 15. mars. Góðfúslega gerið skil og forðist þar með álagningu dráttarvaxta, sem reiknast á fast- eignagjöldin mánuði frá gjalddaga. Dráttarvextir eru 2,5% per mánuð. Bæjarsjóður - Innheimta. FAXl-77

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.