Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 18

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 18
GuðmundurA. Finnbogason: FRÓÐLEIKUR UM NJARÐVÍK Af heilsufarsástæðum var Guðmundur A. Finnbogason, fræðimaður, fjarverandi á 40 ára afmæli Bókasafns Njarðvíkur, en í forföllum hans flutti Guðjón Sigbjörnsson eftirfarandi erindi, sem Guðmundur samdi í tilefni afmælisins. Fyrsta heimild um bækur sem Njarðvíkingar áttu að eignast tengjast sögu Jóns Þorkelssonar Thorkeli, en hann varsáNjarðvík- ingur sem allra fyrstur átti hug- mynd að bókasafni tii útlána á bókum. Gaf hann stóra bókagjöf- bækur sínar allar, íslenskar guð- rækilegs efnis, bæði prentaðar og í handritum til uppeldisstofnunar þeirrar sem allar eigur hans áttu að ganga til, þó þannig að þær skyldu geymast í kirkjunni í Innri-Njarð- vík. Skal hér tekinn kafli úr ævisögu Jóns Þorkelssonar, skólameistara í Skálholti, II. bindi, eftir þá Jón Þorkelsson og Klemens Jónsson, er kom út í Reykjavík 1910. Þar segir meðal annars: Aðalefni erfðaskrárinnar var því þetta: 1. Bækur sínar allar íslenskar, guðrœkilegs efnis, bœdi prentadar og handrit, gaf Jón rektor upp- eldisstofnun þeirri, sem allar eigur hans áttu að ganga til, fx> þannig, að þœr skyldu geymast við kirkj- una í hinri-Njarðvík. 2. Allar aðrar eigur sínar bœði í Danmörku og á Islandi gaf hann í því skyni. 3. Að árlegur arður af þeim skyldi ganga til stofnunar, þar sem allra aumustu og fátœkustu börn í Kjal- arnesþingi, skyldu fá kristilegt upp- Frá Almannatryggingum f Keflavtk, Grindavík, Njarðvtk og Gullbringu- sýslu. Mjög áríðandi er að tilkynna emb- ættinu strax breytingu á heimilis- fangi, til að komast hjá erfiðleik- um í útsendingu bótamiða. Bæjafógetinn í Keflavík, Gríndavík og Njarðvík. Sýslumaðurínn í Gullbríngu- sýslu eldi, þar með talið húsnœði, klæði og fæði, þangað til þau gœtu séð fyrir sér sjálf. 4. Til þess að framkvœma erfða- skrána í öllum greinum, tilnefndi hann þá: stiftamtmanninn yfir Is- landi og biskupinn yfir Sjálands- stifti. Allar sínar íslenzkar bækur prentaðar og skrifaðar, þær er voru guðrækilegs innihalds, gaf hann nefndri uppeldisstofnun, en þannig, að þær skyldi geyma í Innri-Njarðvíkurkirkju undir um- sjón prófasts. Þeir sem þess ósk- uðu gátu fengið að láni bækur sér til kristilegrar uppbyggingar og æf- ingar gegn viðtökuskírteini. Ef einhver vildi gefa út handrit hans, var það heimilt, en þá var útgef- andi skyldur til, að láta kirkjuna fá nokkur eintök af bókinni ókeypis. Skrá yfir þessar bækur er prent- uð meðal flskj. sem nr. 105. Með bréfi 1. maí 1761 (flskj. 104), sendu umsjónarmenn sjóðsins, þeir stiftamtmaður Rantzau og biskup Harboe, amtmanni Magn- úsi Gíslasyni og Finni biskupi Jónssyni skrá yfir bækurnar, og um Ieið þær sjálfar og kvittar Magnús amtmaður fyrir viðtöku þeirra 7. ágúst 1761. Með bréfi 26. júnís.á. (flskj. 107) sendir Magnús amtmaður Guölaugi presti Þor- geirssyni í Görðum bækumar, en Bókabúð Keflavíkur FYRIR FERMINGARNAR: Orðabækur - Ritsöfn - Pennasett Hnattlikön - Myndaalbúm. Sálmabækur - Servíettur önnumst gyllingu á sálmabókum og servíettum. BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR - Daglega í leiðinni í 40 ár. - 78-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.