Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 19

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 19
hann var þá prófastur í Kjalarnes- prófastsdæmi. Biöur hann prest uin, að taka þær í geyntslu, þangað til hann geti komið þeim til Njarð- víkur. Daginn efir (flskj. 108) skrifar Guðlaugur prófastur og kveðst verða reiðubúinn til að taka á móti bókunum, nær sem amt- maður sendi sér þær og er svo að sjá, sem síra Guðlaugur hafi ekki í það sinn tekið við bókunum, enda virtist það meiningarlítið, að senda haekumar frá Bessastöðum, því þar bjó aintmaður þá, til Garða. Síðan fara litlar sögur af þessum bókum og handritum, því það er helzt að sjá, sem þær hafi aldrei til Njarðvíkurkirkju komið, hvar sem þær annars hafa lent. í öllum þeim aragrúa af skjölum, sem til eru snertandi sjóðinn, finnst þeirra hvergi getið fyn' en árið 1847, þá spyr stiftamtmaður Rosenörn í bréfi dags. 28. sept. Sveinbjörn rektor Egilsson um, hvort ekkert af bókunuin hafi lent 1 bókasafni Latínuskólans, því nú sé enginn unnull eftir af þeim í Njarðvíkurkirkju, enda líklegast, að þær hafi aldrei þangað komið. Svarið var neitandi; í löngu bréfi til biskups Mynsters, dags. 12. janúar 1848 (flskj. u) sem síðar verður nánar minnst á, getur stiftamt- ntaður þess, aö bækurnar séu horfnar og að þær sennilega hafi aldrei til Njarðvíkurkirkju komið, því hann hafi látið rannsaka það. En með því að gefandinn hafi auð- sjáanlega lagt áherzlu á þessa gjöf, °g meö því, að hann hafi heyrt, að faðir gefandans Þorkell lögmaður (sic) .lónsson hafi fyrst byggt k'rkju í Njarðvík, og þar búi nú ntenntaður maður, sáttasemjari Norðfjörð, sem sé vís til, að hirða bækurnar vel, þá leggur hann til, aö varið sé af fé sjóðsins 100 rdl. í eitt skipti fyrir öll, til að kaupa baekur fyrir, svo að vilji gefandans verði framkvæmdur. Þetta leiddi til þess, að árið 1849 voru þessar bækur keyptar handa Innri-Njarð- víkurkirkju af Agli bókbindara Jónssyni: Biblía Nýja-tetamentið basthólrm höfuðlœ rdómur / gyl[tu 'sœður Tómasur alskinni Pfests Arna postilla Strúms hugvekjur allir partar Leiðarvísir lil að lesa N. T. Riblíusögur bvennir Passíusálmar ilallgrímskver- ígylltu alskinni Yidalínspostilla Arbœkur Espolíns Í3 bindum ^agnablöð I bindi Skírnir 22. árgangurí // bindum Klausturpósturinn 9. árg. í 9 bindum Ný félagsrit 8. árgangur í 4 bindum Alþingistíðindi 1845 og 1847 Kvœði Bjarna og Jónasar í 2 bindum Oddsens Landaskipunarfræði i 2 bindum Handbók fyrir hvern mann Atli og Búalög Sœttamál Th. Jónassens Sœttamál M. Stephensens Lýsing landsins helga H. Finnssonar Kvöldvökur Reykjavíkurpóstur Allar þessar bækur, sem eigi voru í gyltu alskinni, voru í gyltu velsku bandi. Bækurnar kostuðu 77 rdl. 1 m. 14 sk. A kjölnum var með gylltu letri skráð I.N.K. J. Norðfjörð kvittar fyrir móttöku bókanna 6. september 1850. ; Svona fór um þennan hluta gjafarinnar, hann kom að engum notum, aðallega vegna hirðuleysis Magnúsar amt- manns, að því er virðist, eða þá prófasts síra Guðlaugs Þorgeirs- sonar í Görðum. Að vísu voru bækurnar, eftir skránni að dæma, hvorki margar né gagnmerkilegar, en sumar þeirra eru þó nú orðnar mjög sjaldgæfar, en hvort sem er, bækurnar áttu og máttu varðveit- ast. Lýkur hér tilvitnun. Norðfjörð sá sem nefndur er menntaður maður, sáttasemjari, er búi nú á kirkjustaðnum Innri- Njarðvík, hét fullu nafni Jón Jóns- son Norðfjörð, fæddur 13. desem- ber 1795 íHöskuldarkoti. Foreldr- ar hans voru Jón Sighvatsson bóndi þar og kona hans Oddbjörg Snorradóttir frá Narfakoti. Jón Norðfjörð fór ungur til Kaupmannahafnar til að læra þar skipstjórnarfræði. Var skipstjóri á seglskútum föður síns. Jón Norð- fjörð var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kristín. dóttir Jóns Snorrasonar bróður Oddbjargar móður hans og konu hans Katrínar Einarsdóttur frá Þrándarholti. Kristín og Jón Norðfjörð bjuggu í Efstaleiti og Þórukoti í Ytra- Njarðvíkurhvertinu. Fau voru í hjónabandi í tæp 25 ár. Kristín dó 31. júlí 1843, tæplega fimmtug að aldri, f. 15. marz 1794. Jón Norðfjörð kvæntist aflur 1847 Ragnheiði Guðmundsdóttur, alsystur Helga Tliordersen bisk- ups, hálfsystur séra Sigurðar Br. Sívertssen prests á Útskálum. Ragnheiður var ekkja Guðmund- ar Péturssonar (Petersen) faktors, er var kirkjubóndi í Innri-Njarð- vík á árunum 1837 - 1845. Guðmundur Pétursson dó 5. febrúar 1845. Strax og Jón Norð- fjörð fór að búa með Ragnheiði, seinni konu sinni í Innri-Njarðvík, tók hann við sem kirkjubóndi og var það á árunum sem um er getið vegna bókasendinga til-kirkjunn- ar. Jón skrifaði fyrst undir kirkju- reikning frá fardögum 1846. Það er hvergi í reikninum kirkjunnar minnst einu orði á bókasendingu til kirkjunnar. Er þó greinilega skýrt frá öllu smáu og stóru er kirkjunni tilheyrði, bæði til inn- tektar og útláta, svo það er alveg víst að hvorki fyrri né síðari bóka- sendingin, sem kirkjan átti að fá, hafa aldrei í kirkjuna komið og síðan hefur ekkert verið gert til að bæta það upp, sem átti að vera en aldrei kom til skila. Arið 1779 eru svo fyrstu heim- ildir um bókaeign Njarðvíkinga. Þá voru Njarðvíkingar 92 að tölu í báðum hverfunum, 64 í Innra- hverfinu, 28 í Ytra-hverfinu. Auk þess 8 íbúar á Vatnsnesi er þá til- heyrði Njarðvíkursókn. Þá voru þessi bændabýli í sókninni í Innra- hverfinu. lObúendur, 7bændabýli Gudmundur Finnbogason, fræðimadur, frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík og kona hans Guðlaug Bergþórsdóttir, ættuð úr Vestmannaeyjum, áttu gullbrúðkaup 16. des. s.l. Þau eru bæði á áttræðisaldri og nú vistmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði. í Innrahverfi, 6 búendur, 5 bænda- býli í Ytrahverfi. Njarðvík innri. Þar var tvíbýli. Á I býlinu var Egill Sveinbjarnar- son húsbóndi, ógiftur, þá 36 ára gamall. Vel skýr og fróður, sið- prúður skikkanlegur. Þar voru og bræður Egils, Jón og Ásbjörn, báðir ókvæntir, vel skýrir og fróð- ir. Jón sagður sniðugur, Ásbjöm skikkanlegur dánumaður, afi Ás- bjarnar Olafssonar er lét byggja kirkjuna. Þar voru 7 manns í heimili. Þar var og annað lang- stærsta bókaheimili í sókninni, 19 bókatitlar, 24 eintök bóka, allt Guðsorðabækur. Þar á heimili var elzta kona í sókninni, Ingveldur Tumadóttir, 75 ára niðursetning- ur, vel fróð. meinhæg. Á býli II í Njarðvík-Innri, bjuggu hjónin Guðntundur Guð- mundsson, 45 ára ekki illa að sér, skikkanlegur og Helga Jónsdóttir 54 ára húsmóðir, ekki vel fróð, um- gangssöm. Hjá þeim voru 9 manns í heimili. Guðsorðabækur voru 5 í húsinu. Stapakot, þar var tvíbýli. 1 býli, Árni Þorgilsson, 41 árs húsbóndi, vel að sér, forstandur. Hans kona, húsmóðir, Guörún Sigmundsdótt- ir, 35 ár, vel fróð í andlegu, for- standug. 10 Guðsorðabækur á heimilinu, 7 menn í heimili. Stapakot, II býli, Jón Þórðar- son húsbóndi, 39 ára, ekki ófróð- ur, ineðallagi skikkaður. Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, 38 ára. í meðallagi skýr, meinhæg. 11 manns í heimili. 6 Guðsorðabækur á heimilinu. Móakot, Þorsteinn Bjarnason, 33 ára húsbóndi, í meðallagi skýr og fróður. forstandugur. Guðrún Halldórsdóttir, húsmóðir, 25 ára. sæmilega kunnandi, meinh'til. 5 manns í heimili. 8 Guðsorðabækur á heimilinu. Hólinfastskot, Magnús Grims- son, 32 ára húsbóndi, í meðallagi upplýstur. skikkanlegur. Ingi- björg Guðmundsdóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega upplýst, meinlítil. 4 í heimili. Bækur engar. utan að láni. Hákot, tvíbýli. I býli, Jón Jóns- son, 50 ára húsbóndi, ekki mjög illa að sér. Hegðun bætir sig. Guö- björg Jónsdóttir. húsmóðir, ekki mjög illa að sér, sæmilega skýr, meinhæg. 3 í heimili. 6 Guðsorða- bækur á heimilinu. Hákot, II býli, Jón Þórðarson, 41 árs húsbóndi. Ekki vel að sér, meinlítill. Guðrún Bjamadóttir, 38 ára húsmóðir, sæmilega kunn- andi, meinhæg. 5 manns í heimili. 3 Guðsorðabækur á heimilinu. Tjarnarkot, Jón Guðbrandsson húsbóndi. 41 árs, skýr og fróður, vandaður dánumaður. Margrét Jónsdóttir, 56 ára húsmóðir, sæmi- FAXI-79

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.