Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 24

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 24
Málfreyjudeildin Varðan, var gest- gjafadeild Ráðsfundar Málfreyja á ís- landi í Karlakórshúsinu Keflavík, laugar- daginn 10. marssl. A fundinum fór m.a. fram ræðukeppni á íslensku, milli sigurvegara úr öllum deildum. Frú Anna Kristjánsdóttir tók þátt í þeirri keppni fyrirhönd Vörðunnar, og fer ræða hennar hér á eftir sem þarft innlegg í umræðu samtímans um upp- eldismál. Samtök Málfreyja á íslandi hafa nú starfað í 9 ár og eru t örum vexti með stofnun nýrra deilda s.s. nýlega tveggja á Akureyri og einnar á Selfossi. Málfreyju- samtökin eru opin öllum konum sem áhuga hafa á þjálfun t félagsstörfum og tjáningu almennt. Fundir deilarinnar eru haldnir 1. og 3. miðvikudag hvers mán- aðar, nú t húsi Björgunarsveitarinnar t Sandgerði. Þær konur sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi Vörðunnar geta haft samband við forseta hennar, Hildi Guðmundsdóttur t stma 1905, eða Jón- ínu Guðmundsdóttur t stma 2806. Táríð Margt í lífinu og umhverfinu vekur mann til umhugsunar. Hvers vegna lifum við? Hver er tilgangurinn? Petta undarlega tíf, sem við vitum að færir okkur sorg og gleði, bros og tár. Gleðin og hamingjan getur verið mikil, einnig erum við viss um að einhverntíma á lífsleiðinni knýr sorgin dyra. Já, það skiptast á skin og skúr- ir. En hvernig getum við nýtt best þetta dularfulla líf, með sínum kostum oggöllum. Við viljum safna fjársjóði, en í hvaða formi á sá sjóður að vera? Ef til vill í eignum og veraldar- gæðum, þekkingu og menntun. Hvað er dýrmætasti fjársjóður- inn? Samfélagið, sem við lifum í og er kallað þjóð, samanstendur af mörgum einstaklingum, sem skiptast í ýmsa hópa, sem þurfa að vinna saman í sátt og sam- lyndi. Einn mikilvægasti hópur- inn í samfélaginu er fjölskyldan og ber okkur að leggja mikla áherslu á varðveislu hennar og heimilisins. Vjð vitum það öll að fullorðinsárin eru ætíð að meira eða minna leyti ávöxtur æskuára og þess hvaða andi ríkir á for- eldraheimilinu. En eigi fullorðið fólk að miðla æskunni af ríki- dæmi reynslu sinnar þarf það einnig að temja sér aga og reglu Anna Kristjánsdóttir. og síðast en ekki síst að rækta með sér kærleika. Er þá ekki dýrmætasti fjár- sjóðurinn í lífinu vel uppaldir einstaklingar, þegnar þjóðarinn- ar, sem eiga að erfa landið en uppeldi barna er eitt af því, sem er og verður mjög umdeilt starf. Nágranninn veit alltaf betur hvernig á að ala upp barnið í næsta húsi. En góðir foreldrar hlusta ekki á fordóma nágrann- 4 ans, heldur takast á við sitt æðsta hlutverk í lífinu, uppeldi bams- ins. Frá því að það fæðist þarf að sinna því með ástúð og umhyggju og hafa vakandi auga með hverju þroskastigi þess því að á mismun- andi aldri verður barnið að til- einka sér fyrst reglur heimilisins og síðar leikreglur þjóðfélagsins. Víst hafa verið gefnar út bæk- ur um uppelsimál og ritaðar greinar í blöð og tímarit um hvemig best er að móta bams- sálina strax í frumbemsku. Vís- indaleg þekking í því skini að búa þau undir lífsstarfið er góð, en þó vísindi efli alla dáð, þá er nauð- synlegt að uppalendur gefi sér tíma til að miðla börnunum af þekkingu sinni, því tíminn, sem við höfum börnin hjá okkur er svo fljótur að líða að við megum ekki segja við þau: ,,Eg skal sinna þér seinna, ég hef ekki tíma núna.“ Þetta seinna 'kemur kannski aldrei. Lind lífs- ins getur verið þornuð upp eða runnin út í sandinn fyrr en varir. Allir á heimilinu eru í raun uppalendur, en foreldrarnir og ekki síst móðirin stendur barninu næst. Hún veit að h'fsins gangur er að vaxa upp og eiga sitt blóma- skeið, en leiðin til hins æðsta tak- SÍMAVARSLA - AFGREIÐSLA Starfsfólk vantar til afleysingar við síma- vörslu og afgreiðslu, einnig í faststarfá Heilsugæslustöð Suðurnesja, Keflavík og Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs. Skriflegar umsóknir sendist til forstöðu- manns fyrir 1. apríl n.k. ATH: Fyrriumsóknirþarf að endurnýja. Forstöðumaður. Tilkynning um viðurkenningu iðnmeistara Bygginganefnd Njarðvíkur hefur ákveðió aó láta koma til framkvæmda ákvæói greinar 2.4.7. í byggingareglugerð, um aö iönmeist- arar skuli hafa lokið meistaraskóla eða hlotið hliðstæða menntun til aó hljóta vióurkenningu bygginganefndar. Þessi ákvörðun tekurgildi 1. júlí 1984. Byggingafulltrúinn. 84-FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.