Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 29

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 29
Helgi Jónatansson, Suðumesjameistari í skák 1984, tekur við verðlaunum sínum af formanni Skákfélags Gerdahrepps, Vil- hjálmi Halldórssyni. Þess má geta að farami- hikarinn hefur verið í umferð frá 1945 eða í40 ár. Skákmót Suðumesja 1984 Sigurvegari á mótinu var Helgi Jóna- tansson, hlaut 6 1/2 vinning af 7 mögu- legum. Helgi hefur 5 sinnum oröið Kefla- víkurmeistari. Annar í röðinni varð Pálmar Breiðfjörð með 6 vinninga. Pálmar er gamalkunnur þjarkur við skákborðið og oft komist á toppinn. Þriðji varð Sigurður H. Jónsson með 4 1/2 vinning. Alls voru þátttakendur 22 og keppt var eftir Monradkerfi. Skákfélag Gerðahrepps sá um mót- 'ð. Skákstjórar voru Magnús Gíslason °g Einar Guðmundsson. Mikil gróska er í nýendurvöktu Skákfélagi Gerðahrepps og sýndu ung- tnenni þeirra mjög góðan árangur í hraðskákmóti, sem hófst að skákmóti Myndin sem vantaði i janúarblaðið Eins og fram kom í grein um Bókasafn Njarðvíkur í 1. tbl. Faxa 1 janúar, þá var Eyjólfur Guð- triundsson, kennari, ásamt Sigur- Birni Ketilssyni, skólastjóra, hvatamaður að stofnun safnsins og fyrsti umsjónarmaður þess. Af því tilefni gerði Faxi tilraun til að fá mynd af Eyjólfi til birtingar, en hún barst ekki í tæka tíð - en blað- iö telur rétt að birta hana nú, til staðfestu því sem áður var sagt og gert. Suðumesja loknu. Par sigraði Pétur Sævarsson Garði og annar var Halldór Þorvaldsson Garði, en Pálmar Breið- fjörð varð þriðji. Karl Finnbogason úr Garði fékk unglingaverðlaun. Skákfé- lag Gerðahrepps er talið stofnað 1945 og var Vilhjálmur Halldórsson, núver- andi formaður, driffjöðurin þá og sennilega alla tíð þó oft hafi hann feng- ið liðsauka hjá góðum áhugamönnum um skáklist. ★ Formannaskipti Eftir 10 ára formennsku í Styrktarfé- lagi aldraðra á Suðurnesjum baðst Matti O. Asbjömsson undan endur- kosningu. í stað hans var Magni Sigur- hansson kaupmaður kosinn formaður, en hann hefur í nokkur ár verið í stjóm félagsins. Starfsemi félagsinser eins og áður m jög blómleg og unnið að ýmsum áhugamálefnum aldraðra á Suðumesj- um. ★ 100 ára afmæli leiklistar í Keflavík verður næsta vet- ur. Það var veturinn 1884-1885 sem nokkrir Keflvíkingar undir stjóm Pórðar Thoroddsens læknis færðu á svið leikritið Nýársnóttina eftir Indriða Einarsson. Sýningin vakti mikla athygli og dæmi vom til að menn komu langt að til að sjá Ieikritið. Eðli- legt hlýtur að teljast að Leikfélag Keflavfkur minnist þessa merka at- burðar á einhvern hátt, t.d. með upp- færslu á Nýársnóttinni. Hún er að vísu nokkuð mannfrek, en fyrst hægt var að sýna leikritið fyrir einni öld í litlu pakk- húsi, gætu leiksvið nútíma samkomu- húsa ömgglega borið sýninguna, og áræði skortir þá leikfélaga ekki. S.M. * Dánarorsakir Islendinga 1976-1980 Árin 1976 til 1980 dóu alls 7219 ís- lendingar. 1444 að meðaltali árlega. Konur vom 634, karlar 810. Hjarta- og æðasjúkdómar lögðu flesta að velli, 683 að meðaltali árlega, eða 47,3%. Hlutfallið hjá körlum var hærra, 48,5% en hjá konum 45,8%. Kransæðasjúkdómar vom hér aðal- orsök dauðsfalla, 30,3%. Krabbamein var næst algengasta dánarorsök. 316 dauðsföll að meðal- tali árlega. Algengast var maga- krabbamein, 3,4%, lungnakrabba- mein 3,1%, ristilkrabbamein 1,8% og brjóstkrabbamein 1,7%. Sjúkdómar í öndunarfærum urðu 150 manns að meðaltali að bana ár- lega, eða 10,4% allra dauðsfalla. Dauði vegna lungnabólgu bar hæst af öndunarfærasjúkdómum 7,8%. Ýmsir sjúkdómar leiddu að jafnaði 152 til dauða árin 1976-1980. Algeng- astir voru sjúkdómar í meltingarfær- um, 2,2%. Slys og aðrir ytri áverkar urðu 143 að bana að meðaítali árin 1976 til 1980, eða 9,9% af öllum dauðsföllum þau ár. Látnir karlar vom 103 eða 12,6%. Konur voru 40,6,3%. Hér em umferð- arslys meðtalin. (Heilbrigðismál nr. 2,1983). Starfsáagar í F.S. Dagana 27.-29. febr. s. I. héldu nemendur og kenn- arar sameiginlega starfsdaga í Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Aö þessu sinni var nokkuð vikið frá hefðbund- inni dagskrá fyrri starfsdaga. I stað þess að fara í kynnisferdir í stofnanir fór dagskráin nú að mestu fram í skólanum. - Fastir lidir alla starfsdaga voru: Blaðið Gellir kom út daglega. Það var að öllu leyti unnið innan veggja skólans, en prentað í Grágás. Það flutti reglulega fréttir af því sem fram fór innan veggja skólans. Sennilega er jxttta fyrsta dagblaðið sem úl hefur komið í Keflavík. Daglega var sent út sjón- varpsefni á þremur rásum innan skólans. Sumt af efninu var í tengslum við námið ískólanum. Var þetta eitt vinsœlasta atriði starfsdaganna, og jafnan marg- menni ístofunum þarsem sjónvarpstœkjum varkom- ið fyrir. Ljósmyndasýning var á göngum skólans þar sem fjallað var um skólalífið. Daglega voru fram- reiddir erlendir réttir t mötuneyti nemenda. Strax fyrsta starfsdaginn hófst smíði kassabíla, sem tóku þátt í keppni þann 29. febr. Slíkt rallý hefur ekki sést áðurá keflvískum götum. Auk þessa voru fyrirlestrar og sameiginleg skemmtun nemenda og kennara fór fram 27. febr. Fyrirlestrar voru fjölbreyttir. Fjölluðu t.d. um fíkniefni og bjórdrykkju, varnarliðið og dvöl þess hér, frið og afvopnun, meiðsli íþróttamanna, um fangahjálpina Vernd, um atvinnumál, ásand og horf- ur, um frístundir og sýning var á tölvum og búnaði þeirra. Starfsdagarnir tókust mjög vel, aðallega vegna þess að nú voru fleiri nemendur virkari í starfmu en áður. Mynd Heimir. FAXI-89

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.