Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 31

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 31
Hér sitja þeir við síðustu skák sína á mótinu, Gutman, með hvítt og Björgvin, sem á í vök að verjast með svörtu mennina. Með sigri sínum í þessari skák varð Lev Gutman stórmeistari. (Mynd.J.T.) Alþjóðlegt skákmót i Gríndavík Fyrsta alþjóðlega skákmótið, sem haldið hefur verið utan Reykjavíkur var haldið í Grindavík. Því lauk 11. þ.m. með sigri Lev Gutman, sem náði stórmeistaratitli með þess- um sigri. Tólf þátttakendur voru í mótinu, þar af 5 útlendingar allir stórmeistarar. Sjö ungir kunnir íslenskir skákmenn voru þátttakendur, sem gert hafa garðinn frægan að undanförnu og eru flestir þeirra alþjóðameist- arar og með áfanga að stórmeistaratitli. A.m.k. tveir þeirra hefðu getað unnið áfanga að stór- meistara á þessu móti hefðu þeir náð 8 vinning- um - þeir Jón L. Amason og Jóhann Hjartar- son, en hann vantar aðeins einn áfanga til að verða stórmeistari. Það var mjög ánægjulegt og eftirminnilegt að stórmeistaraárangur skyldi nást á fyrsta stórmótinu í Grindavík. Vissulega hefðum við Suðurnesjamenn heldur kosið að hann hefði fallið í skaut einhvers af okkar stór- snjöllu ungu löndum, sem eiga mikið hrós skil- ið fyrir afburða góða frammistöðu í skákinni að undanfömu. Kornungur Njarðvíkingur, Björgvin Jóns- son, var þátttakandi í mótinu og náði hann þremur vinningum, vann tvo íslendinga og gerði tvö jafntefli við útlenda stórmeistara. Mót þetta var mjög sterkt og tel ég því árang- ur Björgvins nokkuð góðan. Hann er reynslu- lítill, en með aukinni þátttöku í sterkum mótum hef ég trú á að ekki verði langt í það að hann næli sér í áfanga að meistaratitli. Jóhann Þórir Jónsson var mótsstjóri. Guð- mundur Arnlaugsson dómari. Skákstjórar vom Gísli Sigurkarlsson og Gísli R. ísleifsson. Við mótsslit hélt Grindavíkurbær skák- mönnunum og öðrum þeim er hlut áttu að máli veglega veislu. Utskálakirkja Fermingarböm 8. apríl kl. 14.00. STÚLKUR: Anna Hulda Júlíusdóttir, Lyngbraut 2. Benedikta Sigjmíður Benediktsdóttir, Garðbraut 54. Birna Petrína Sigurgeirsdóttir, Melbraut 14. Guðjónína Sœmundsdóttir, Skólabraut 12. Gunnhildur Óskarsdóttir, Ásgarði. Gunnrún Theódórsdóttir, Skólabraul 13. Harpa Ólafsdóttir, Sunnubraut 5. Helga Sigurðardóttir, Garðbraul 52. Linda Ólafsdóttir, Sunnubraut 5. Ósk Waltersdóttir, Melbraut 13. DRENGIR: Lysteinn Þór Jónsson, Heiðarbraut 8. Franklin Steindór Ævarsson, Garðluisum. Helgi Aage Steinsson, GarðbrautSl. Hilmar Bragi Bárðarson, Sunnubraut 20. Btgvar Þór Jóhannesson, Holti. Karl Finnbogason, Melbraut 6. Karl Friðriksson, Lyngbrautó. Oddur Jónsson, Lyngbraut 6. Olafur Þór Þórðarson, Reynihvammi. Bóbert Steinar Tómasson, Meiðastöðum. Bigurbergur Theódórsson, Valbraut 6. Sveinn Magni Jensson, Skólabraut 10. borsteinn Eyjólfsson, Miðgarði. Kirkjuvogskirkja Fermingarböm 1. apríl. Anna Magnúsdóttir, Hafnargötu 12, Höfnum. Helga Birna Jóhannsdóttir, Hafnargötu 13, (Grund) Höfnum Búnar Kjartan Jónsson, Krikjuvogi 1 (Jaðri), Höfn- um. (lermingarbama í Grindavik verður getið í næsta blaði.) Keflavíkingur ráðinn forstöðu- maður hagdeildar Seðlabanka Bankastjóm Seðlabankans hefur ráðið Eirík Guðnason, viðskiptafraðing, í starf for- stöðumanns hagfræðideildar (hagfraðings) Seðlabankans frá 1. mars 1984. Tekur hann við því starfi af Bjama Braga Jónssyni, hag- fræðingi, sem nýlega var ráðinn aðstoðar- bankastjóri við bankann, segir í fréttatilkynn- ingu frá Seðlabankanum. Eiríkur Guðnason er fæddur 3. apríl 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1965 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1970. Eiríkur hefur síðan starfað við hagfræðideild Seðlabankans eink- um að peningamálum og haft með höndum forstöðu á því sviði frá 1977. Eiríkur er kvænt- ur Þorgerði Guðfinnsdóttur og eiga þau fjögur böm. Prjónakonur, athugið Kaupum lopapeysur, hnepptar, allar stærðir. Heilar í stærðum extra small og small (XS og S), eingöngu hvftar. Móttaka að Iðavöllum 14b frá kl. 10-12 miðvikudaginn 28. mars n.k. æíSUENZKUR MARKAÐUR HF. FAXI-91

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.