Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 33

Faxi - 01.03.1984, Blaðsíða 33
Úrslit í ri tgerðarsamkeppn i kunngjörð Sigfús Kristjánsson, formaður, afhendir verðlaun í ritgerðarsamkeppni félags áfeng- isvarnanefnda í Gullbringusýslu. Með honum á myndinni eru verðlaunahafarnir Guðný Aðalsteinsdóttir Guðrún Einarsdóttir og Þuríður Arnadóttir. Aðalfundur Félags áfengis- varnanefnda í Gullbringusýslu var haldinn í Framsóknarhúsinu í Keflavík fimmtudaginn 2. febr. s.l. A fundinum sagði Sigfús Krist- jánsson formaður félagsins meðal annars frá ritgerðasamkeppni þeirri sem félagið gekkst fyrir meðal nemenda í 8. og 9. bekkjum grunnskólanna á félagssvæðinu. Ritgerðarefnið var: Tjón af völd- um vímugjafa. Alls voru skifaðar yfir 200 rit- gerðir í samkeppninni í þrem skól- um á félagssvæðinu. Við skólaslit á síðastliðnu vori voru veitt þrenn verðlaun fyrir bestu ritgerðirnar a hverjum skóla °g hlutu eftirtaldir nemendur þau verðlaun: f Gagnfræðaskólanum í Keflavík, sem nú nefnist Holta- skóli: 1. RJRÍÐURÁRNADÓTTIR 2. GUÐRÚN EINARSDÓTTIR 3. GUÐNÝ AÐALSTEINSDÓTTIR I Gerðaskóla: 1 INGUNN PETERSEN 2. DAGBJÖRT ÆVARSDÓTTIR 3. GUÐBORG EYJÓLFSDÓTTIR I Grunnskóla Grindavíkur: 1 PÁLL EGONSSON 2. GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR 3. GUÐMUNDUR BRAGASON A fundinum fór fram afhending svonefndra heildarverðlauna, sem akveðið var í upphafi að veita fyrir bestu ritgerðina. Þau verðlaun hlutu þær skólasystumar Þuríður Arnadóttir og Guðrún Einarsdótt- ir, en dómnefndin treysti sér ekki til að gera upp á milli ritsmíða þeirra og skiptu þær því með sér verðlaununum. Auk framan- greindra verðlauna, sem öll voru peningaverðlaun, hlutu tveir skól- ar bókaverðlaun. Bókaútgáfan Öm og Örlygur gaf til samkeppninnar tvo bóka- flokka og hlaut Holtaskóli þau verðlaun fyrir að hafa á að skipa bestu ritgerðasmiðunum. Veitti Skúli Skúlason, h'ffræðikennari skólans og aðalleiðbeinandi við ritgerðarverkefnið, verðlaunun- um viðtöku. Gerðaskóli hlaut hin bókaverð- launin fyrir almennasta þátttöku. Voru það verðlaunaþegar skólans sem veittu þeim verðlaunum við- töku, en bækurnar sem komu í hlut skólans gaf bókaútgáfan Mál og Menning. Eftirtaldir fulltrúar sögðu frá ástandi og horfum varðandi „mesta mein aldarinnar“ í sínum heimabyggðum: Hilmar Jónsson Keflavík, Marta G. Halldórsdóttir Garði, Þorbjörg Daníelsdóttir Höfnum, Valgerður Þorvaldsdóttir Grinda- vík, og Óskar Jónsson Njarðvík. Fulltrúar Áfengisvarnarráðs á fundinum voru þeir Kristinn Vil- hjálmsson og Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnarráðunaut- ur. Fluttu þeir kveðjur ráðsins, þökkuðu gott og eftirbreytnivert framtak, sem þeir töldu ritgerðar- samkeppnina um ,,tjón af völdum vímugjafa" vera. Minntust þeir 100 ára afmælis Góðtemplarareglunnar á Islandi og báru Íof á það starf, sem unnið væri í þágu bindindisvama á Suð- urnesjum, en því miður ættu bind- indisvarnir á Suðumesjum og víð- ast annars staðar við ramman reip að draga. í stjórn Félags áfengisvarna- nefnda í Gullbringusýslu, til eins árs, voru kosnir: Sigfús Kristjánsson, formaður, Karl G. Sigurbergsson ritari, og Óskar Jónsson gjaldkeri. K.A.J. ar hann upp. Manni sem neytir áfengis úti í kulda, er hættara en öðrum við ofkælingu og lungna- bólgu. Áfengi telur mönnum trú um, að þeim hitni af að neyta þess, þótt að tilraunir sýni, að áhrifin eru gagnstæð. Drykkjumanninum finnst að honum hitni, af því blóð- inu hefur verið þrýst út að yfir- borði líkamans. Afleiðing þessa er sú, að hinn innri hiti, sem er miklu niikilsverðari en yfirborðshitinn, hefir minnkað. Hitastig líkamans er lægra en áður. Um áfengi sem eiturefni ....Hreinn og óblandaður vín- andi, eða öðru nafni alkohól, er fffir eldfimur vökvi sem brennur með bláleitum loga og framleiðir mikinn hita. Hið fyrsta sem segja Wá um alkohólið er að það er eitur 1 hvaða mynd sem það kemur fyrir °g því eitraðra sem það er sterkara eða minna blandað vatni og verkar þá drepandi á allt lifandi, bæði jurtir og dýr. Á þeim eiginleika byggist notkun alkohólsins til þess að geyma í og verja rotnun bæði æðri og lægri dýr á náttúrugripa- söfnum. Sterkt alkohól hindrar allan gerlavöxt og drepur alla gerla á stuttum tíma og því fýrr sem það er sterkara. Læknar nota sterkt alkohól til að geyma í því æxh sem þeir hafa skorið af mönnum og dýrum og geta þau geymst óskemmd afar lengi. Læknar nota sterkt alkohól til þess að sótt- hreinsa hendur sínar er þeir ráðst til að gera skurði á mönnum eða dýrum. Til þess er alkohól ágætt því að það sameinar þar tvo góða eiginleika. Fyrst að það uppleysir fitu í hörundinu og skolar henni í burtu og þar með þeim gerlum sem í henni loða. í öðru lagi er alkohól- ið sterkt eitur fyrir gerlana eins og áður er sagt. „Áfengi er gott réttilega hag- nýtt. Ekkert jafnast á við það til þess að varðveita dauðan mann.“ ,,Ef þú þarft að geyma dauðan mann þá leggðu hann í áfengi - ef þú vilt deyða mann þá láttu áfengi í hann.“ „Áfengi er þriðja flokks fæða, annars flokks nautnalyf, en fyrsta flokks eitur.“ Áfengi —fíkniefni Menn neyta margs konar drykkja. Má þar nefna vatn, gos- drykki, ávaxtadrykki, mjólk, kaffi, te o.fl. Áfengir drykkir eru í sérstökum flokki. f þeim öllum er að sjálfsögðu áfengi en misjafn- Iega mikið eftir tegundum. í öli er áfengismagn 2 - 8%, í veikum vín- um er áfengismagn 8 - 15%, i sterkum vínum (portvín, madeira o.fl.) er áfengismagn 15-20%, og í sterkum drykkjum (koníak, vodka, viskí o.fl.) 60%. Sam- kvæmt íslenskum lögum má ekki brugga eða selja hér sterkara öl en hefur inni að halda 2,25% vín- anda. Áfengi er dæmigert vímu- efni, ávana- og fíkniefni. Ávana- og fíknilyf og efni sem valda vímu má nefna vímugjafa. Skoða má áfengi sem dœmigerðan vímugjafa en á það, einnig í stórum dráttum við um aðra vímugjafa. Sum ávanaefni og ávanalyf geta við langvarandi töku haft slík áhrif á menn að sjúkleg fíkn myndast í efnin, þ.e.a.s. að allt líf og starf þeirra snýst að heita má um það eitt að afla sér þeirra efna eða lyfja sem um er að ræða. Þannig má segja að fi'kn sé eins konar hástig ávanans og því er talað um ávana- og fíknilyf og efni. (Ef um lyf er að ræða kallast slík efni ávanalyf). Um áfenga drykki Þau vín eru hrein sem gerð eru úr vínberjalegi og ekki blönduð öðrum efnum. Mest allt það vín, sem drukkið er í heiminum, er óhreint. Það er gert úr vínanda, vatni, sykri, ilmeftium, litarefnum (anilínlitum) o.s.frv. í þessum óhreinu vínum eru oft eiturefni önnur en áfengiseitrið, t.d. arsenik, fúselolía o.fl.; þess vegna eru þau enn háskalegri heilsu manna en hrein vín. Hingað til lands kemur að sjálfsögðu lítið eða ekkert af hreinum vínum. í óvönd- uðu almennilegu brennivíni, viskíi, rommi og kúnjakki (koníaki) er einnig að jafnaði lítið eitt af öðrum eiturefnum en vín- FAXI-93

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.